Stjórnarandstaðan hefði getað fellt búvörusamninginn á þingi Snærós Sindradóttir skrifar 15. september 2016 06:30 Búvörusamningarnir fela í sér um fjórtán milljarða króna útgjöld ríkisins á ári, næstu tíu árin. vísir/anton brink „Mér finnst þetta ótrúlegur tvískinnungur. Það kom í ljós að ef fleiri stjórnarandstöðuflokkar hefðu greitt atkvæði á móti, og kannski einhverjir stjórnarliðar sem sátu hjá, þá hefðum við getað fellt búvörusamningana,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar.Björt ÓlafsdóttirBreytingar á búvörulögum, sem eru forsenda mjög umdeildra búvörusamninga, voru samþykktar á þingi á þriðjudag. Nítján þingmenn sögðu já, sjö þingmenn sögðu nei en sextán þingmenn sem í salnum voru sátu hjá. Tólf þeirra voru þingmenn stjórnarandstöðunnar og atkvæði hefðu fallið jöfn ef sá hópur hefði hafnað samningunum. Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu einnig hjá, þau Birgir Ármannsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir. „Aðrir í stjórnarandstöðunni hafa leyft sér að gagnrýna ýmislegt varðandi þessa búvörusamninga en svo kemur í ljós að þeir eru í raun með þeim. Með hjásetu gáfu þeir málinu brautargengi. Það kom mér svo sem ekki á óvart með Vinstri græn því ég heyrði á málflutningi þeirra að þau voru ekkert á móti þessum búvörusamningum. En það kom mér á óvart að ýmsir hjá Samfylkingunni og Pírötum sem töluðu mjög digurbarkalega sitja svo hjá. Ég skil ekki svona afstöðuleysi í jafn stóru máli,“ segir Björt. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var eini stjórnarþingmaðurinn sem hafnaði samningunum. „Ég tel að þarna sé engin tilraun gerð til að draga úr þessu ríkisstyrkta landbúnaðarkerfi. Það er annars vegar búið að semja um fjórtán milljarða beingreiðslur á ári næstu tíu árin og hins vegar er verið að tryggja, að mínu mati, hátt í þá upphæð í formi tollmúra.“Katrín Jakobsdóttirvísir/anton brinkKjósendur hafa farið mikinn í reiði sinni á samfélagsmiðlum síðustu tvo daga vegna málsins. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að þingmönnum stjórnarandstöðunnar berist ítarleg bréf og fyrirspurnir frá reiðum kjósendum vegna afstöðu þeirra í málinu. „Við teljum eðlilegt að innlendur landbúnaður sé styrktur eins og alls staðar annars staðar er gert. Við vorum ekki ánægð með þennan samning en töldum breytingarnar sem voru gerðar á honum til bóta. Okkur fannst ekki fýsilegur kostur að núverandi samningur yrði bara framlengdur,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Hún segir að núgildandi samningur hefði verið framlengdur um eitt ár ef nýjum búvörusamningum hefði verið hafnað. Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingar, segir að þingflokkur sinn styðji ekki samningana. „Það er bara mjög algengt að gera þetta. Ef þú nærð fram einhverju eða það er eitthvað í málinu sem þú vilt ekki segja nei við, þá situr þú hjá. Við fengum í gegnum nefndarvinnuna að það yrði farið strax í endurskoðun.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Búvörusamningar Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segir þörf á að skilgreina betur hvers vegna búvörusamningar séu gerðir og hverju þeir eigi að skila Guðlaugur Þór Þórðarson einn fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat hjá við afgreiðslu búvöruasamninga á þingi í gær segist ekki telja samninginn nægilega vel undirbyggðan. 14. september 2016 17:30 Vill að þingsköp verði endurskoðuð vegna afgreiðslu búvörusamninga Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag og gerði að umtalsefni atkvæðagreiðsluna um búvörusamningana á þingi í gær. 14. september 2016 14:44 „Hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Fyrrverandi forsætisráðherra líkti búvörusamningum við kjarasamninga í Facebook færslu sinni í dag. 14. september 2016 16:33 Skorað á Guðna að vísa búvörusamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu Undirskriftasöfnun á netinu fer af stað með látum. 14. september 2016 15:54 Sérfræðingarnir sem geta talað um allt safnast oft fyrir sunnan Sauðfjárbóndi á Austfjörðum sér fram á verulega tekjulækkun með nýjum búvörusamningi. Kúabóndi segist heldur ekki koma vel út. 14. september 2016 19:15 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira
„Mér finnst þetta ótrúlegur tvískinnungur. Það kom í ljós að ef fleiri stjórnarandstöðuflokkar hefðu greitt atkvæði á móti, og kannski einhverjir stjórnarliðar sem sátu hjá, þá hefðum við getað fellt búvörusamningana,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar.Björt ÓlafsdóttirBreytingar á búvörulögum, sem eru forsenda mjög umdeildra búvörusamninga, voru samþykktar á þingi á þriðjudag. Nítján þingmenn sögðu já, sjö þingmenn sögðu nei en sextán þingmenn sem í salnum voru sátu hjá. Tólf þeirra voru þingmenn stjórnarandstöðunnar og atkvæði hefðu fallið jöfn ef sá hópur hefði hafnað samningunum. Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu einnig hjá, þau Birgir Ármannsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir. „Aðrir í stjórnarandstöðunni hafa leyft sér að gagnrýna ýmislegt varðandi þessa búvörusamninga en svo kemur í ljós að þeir eru í raun með þeim. Með hjásetu gáfu þeir málinu brautargengi. Það kom mér svo sem ekki á óvart með Vinstri græn því ég heyrði á málflutningi þeirra að þau voru ekkert á móti þessum búvörusamningum. En það kom mér á óvart að ýmsir hjá Samfylkingunni og Pírötum sem töluðu mjög digurbarkalega sitja svo hjá. Ég skil ekki svona afstöðuleysi í jafn stóru máli,“ segir Björt. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var eini stjórnarþingmaðurinn sem hafnaði samningunum. „Ég tel að þarna sé engin tilraun gerð til að draga úr þessu ríkisstyrkta landbúnaðarkerfi. Það er annars vegar búið að semja um fjórtán milljarða beingreiðslur á ári næstu tíu árin og hins vegar er verið að tryggja, að mínu mati, hátt í þá upphæð í formi tollmúra.“Katrín Jakobsdóttirvísir/anton brinkKjósendur hafa farið mikinn í reiði sinni á samfélagsmiðlum síðustu tvo daga vegna málsins. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að þingmönnum stjórnarandstöðunnar berist ítarleg bréf og fyrirspurnir frá reiðum kjósendum vegna afstöðu þeirra í málinu. „Við teljum eðlilegt að innlendur landbúnaður sé styrktur eins og alls staðar annars staðar er gert. Við vorum ekki ánægð með þennan samning en töldum breytingarnar sem voru gerðar á honum til bóta. Okkur fannst ekki fýsilegur kostur að núverandi samningur yrði bara framlengdur,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Hún segir að núgildandi samningur hefði verið framlengdur um eitt ár ef nýjum búvörusamningum hefði verið hafnað. Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingar, segir að þingflokkur sinn styðji ekki samningana. „Það er bara mjög algengt að gera þetta. Ef þú nærð fram einhverju eða það er eitthvað í málinu sem þú vilt ekki segja nei við, þá situr þú hjá. Við fengum í gegnum nefndarvinnuna að það yrði farið strax í endurskoðun.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Búvörusamningar Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segir þörf á að skilgreina betur hvers vegna búvörusamningar séu gerðir og hverju þeir eigi að skila Guðlaugur Þór Þórðarson einn fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat hjá við afgreiðslu búvöruasamninga á þingi í gær segist ekki telja samninginn nægilega vel undirbyggðan. 14. september 2016 17:30 Vill að þingsköp verði endurskoðuð vegna afgreiðslu búvörusamninga Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag og gerði að umtalsefni atkvæðagreiðsluna um búvörusamningana á þingi í gær. 14. september 2016 14:44 „Hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Fyrrverandi forsætisráðherra líkti búvörusamningum við kjarasamninga í Facebook færslu sinni í dag. 14. september 2016 16:33 Skorað á Guðna að vísa búvörusamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu Undirskriftasöfnun á netinu fer af stað með látum. 14. september 2016 15:54 Sérfræðingarnir sem geta talað um allt safnast oft fyrir sunnan Sauðfjárbóndi á Austfjörðum sér fram á verulega tekjulækkun með nýjum búvörusamningi. Kúabóndi segist heldur ekki koma vel út. 14. september 2016 19:15 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira
Segir þörf á að skilgreina betur hvers vegna búvörusamningar séu gerðir og hverju þeir eigi að skila Guðlaugur Þór Þórðarson einn fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat hjá við afgreiðslu búvöruasamninga á þingi í gær segist ekki telja samninginn nægilega vel undirbyggðan. 14. september 2016 17:30
Vill að þingsköp verði endurskoðuð vegna afgreiðslu búvörusamninga Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag og gerði að umtalsefni atkvæðagreiðsluna um búvörusamningana á þingi í gær. 14. september 2016 14:44
„Hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Fyrrverandi forsætisráðherra líkti búvörusamningum við kjarasamninga í Facebook færslu sinni í dag. 14. september 2016 16:33
Skorað á Guðna að vísa búvörusamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu Undirskriftasöfnun á netinu fer af stað með látum. 14. september 2016 15:54
Sérfræðingarnir sem geta talað um allt safnast oft fyrir sunnan Sauðfjárbóndi á Austfjörðum sér fram á verulega tekjulækkun með nýjum búvörusamningi. Kúabóndi segist heldur ekki koma vel út. 14. september 2016 19:15