Nýir tímar? Ólafur Arnarson skrifar 7. september 2016 08:00 Samkvæmt könnun ríkir mikil og almenn ánægja með störf nýs forseta lýðveldisins, Guðna Th. Jóhannessonar. Raunar hefur aldrei mælst viðlíka ánægja með störf forseta frá því mælingar hófust en þær ná að sönnu einungis aftur til ársins 2011. Það er einna helst meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkanna, að einhver óánægja mælist, en engu að síður er yfirgnæfandi meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna hæstánægður með forsetann. Vinsældir forsetans eru verðskuldaðar. Hann hefur komið til dyranna eins og hann er klæddur, laus við tilgerð og tildur. Löngu var tímabært að forseti treysti sér einn og óstuddur út á flugvöll án þess að fá fylgd frá einum þriggja handhafa forsetavalds. Fólk kann að meta forseta sem er ekki með neinn nonsens. Þá var hressandi að sjá á Twitter afsökunarbeiðni frá Guðna Th. vegna þess að hann hafði í ógáti ávarpað íslenskan landsliðsmann í körfuknattleik á ensku. Hann leit ekki út fyrir að vera úr Skagafirðinum sá en reyndist borinn og barnfæddur Íslendingur. My bad, sagði forsetinn, kemur ekki fyrir aftur, og broskarl fylgdi. Það var gaman að Guðni Th. skyldi taka þátt í Gleðigöngunni og ávarpa samkomuna. Auðvitað erum við öll hinsegin og enginn er eins og fólk er flest því öll erum við einstök. Við erum samt ekkert betri en aðrir, hvorki sem einstaklingar né þjóð. Ég er viss um að áður en langt um líður munum við öll furða okkur á því að það hafi ekki verið fyrr en árið 2016 að forseti Íslands tók þátt í Gleðigöngunni. Það er einhvern veginn svo sjálfsagt að gleðjast saman yfir því hvað við erum ólík og sýna samstöðu með þeim sem teljast minnihlutahópar.Fagna kynslóðaskiptum Það eru vissulega nýir tímar á Bessastöðum. Þar með er ekki sagt að fram til þessa hafi Bessastaðir og forsetaembættið verið læst í einhverjum miðaldabúningi. Sérhver forseti er barn síns tíma og endurspeglar gildi og viðhorf sinnar kynslóðar. Guðni Th. Jóhannesson er fyrsti forsetinn sem fæddur er eftir seinna stríð. Hann er aldarfjórðungi yngri en sá sem gegndi embættinu á undan honum og hafði setið lengur í embætti en nokkur annar. Það væri í meira lagi undarlegt ef ekki sæjust skýr merki kynslóðaskipta á Bessastöðum nú. Það er gleðilegt að landsmenn skuli fagna þessum kynslóðaskiptum. Kannski endurspeglar það hlutfallslega aldurssamsetningu kjósenda stjórnmálaflokkanna að óánægja með hinn unga forseta skuli vera meiri í ríkisstjórnarflokkunum tveimur en í öðrum flokkum.Flokkar í klemmu Þeir flokkar sem setið hafa í ríkisstjórnum frá hruni eru í klemmu. Þrátt fyrir alls kyns mannabreytingar hafa ekki orðið raunveruleg kynslóðaskipti í stjórnmálunum, hvorki í flokkunum sjálfum né inni á Alþingi. Ríkisstjórnarflokkarnir virðast helst höfða til eldri borgara og því verður það að teljast pólitískt hugrekki, eða jafnvel fífldirfska, hjá forystumönnum þeirra að standa ekki við gefin loforð um að lagfæra skerðingar til eldri borgara og bæta kjör þeirra. Stundum virðist manni skorta alla jarðtengingu hjá forystumönnum stjórnmálanna, alla vega þegar þeir sitja í ríkisstjórn. Ráðherrar síðustu ríkisstjórnar áttuðu sig á því að þeir hefðu átt að gera meira fyrir fólkið og heimilin en aðeins eftir að flokkar þeirra höfðu beðið mesta ósigur í kosningum, sem dæmi eru um á Íslandi og jafnvel víðar. Ráðherrar sitjandi ríkisstjórnar virðast lítið hafa lært af ógöngum forvera sinna. Menntamálaráðherra, sem hrekst nú út úr pólitík, leggur ofurkapp á að umbylta og markaðsvæða námslánakerfi þjóðarinnar og gera langskólanám að forréttindum hinna efna- og tekjumeiri. Kannski félagar hans, sem óska eftir endurkjöri, borgi þann pólitíska reikning sem óhæfuverkið skilur eftir sig. Þjóðin treystir forsetanum nýja en ekki stjórnmálamönnum og skyldi engan undra. Allt er við það sama á Alþingi á meðan raunveruleg kynslóðaskipti hafa orðið á Bessastöðum. Það ætti að vera umhugsunarefni fyrir stjórnmálaleiðtoga í kosningaham.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Skoðun Ólafur Arnarson Skoðun Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Samkvæmt könnun ríkir mikil og almenn ánægja með störf nýs forseta lýðveldisins, Guðna Th. Jóhannessonar. Raunar hefur aldrei mælst viðlíka ánægja með störf forseta frá því mælingar hófust en þær ná að sönnu einungis aftur til ársins 2011. Það er einna helst meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkanna, að einhver óánægja mælist, en engu að síður er yfirgnæfandi meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna hæstánægður með forsetann. Vinsældir forsetans eru verðskuldaðar. Hann hefur komið til dyranna eins og hann er klæddur, laus við tilgerð og tildur. Löngu var tímabært að forseti treysti sér einn og óstuddur út á flugvöll án þess að fá fylgd frá einum þriggja handhafa forsetavalds. Fólk kann að meta forseta sem er ekki með neinn nonsens. Þá var hressandi að sjá á Twitter afsökunarbeiðni frá Guðna Th. vegna þess að hann hafði í ógáti ávarpað íslenskan landsliðsmann í körfuknattleik á ensku. Hann leit ekki út fyrir að vera úr Skagafirðinum sá en reyndist borinn og barnfæddur Íslendingur. My bad, sagði forsetinn, kemur ekki fyrir aftur, og broskarl fylgdi. Það var gaman að Guðni Th. skyldi taka þátt í Gleðigöngunni og ávarpa samkomuna. Auðvitað erum við öll hinsegin og enginn er eins og fólk er flest því öll erum við einstök. Við erum samt ekkert betri en aðrir, hvorki sem einstaklingar né þjóð. Ég er viss um að áður en langt um líður munum við öll furða okkur á því að það hafi ekki verið fyrr en árið 2016 að forseti Íslands tók þátt í Gleðigöngunni. Það er einhvern veginn svo sjálfsagt að gleðjast saman yfir því hvað við erum ólík og sýna samstöðu með þeim sem teljast minnihlutahópar.Fagna kynslóðaskiptum Það eru vissulega nýir tímar á Bessastöðum. Þar með er ekki sagt að fram til þessa hafi Bessastaðir og forsetaembættið verið læst í einhverjum miðaldabúningi. Sérhver forseti er barn síns tíma og endurspeglar gildi og viðhorf sinnar kynslóðar. Guðni Th. Jóhannesson er fyrsti forsetinn sem fæddur er eftir seinna stríð. Hann er aldarfjórðungi yngri en sá sem gegndi embættinu á undan honum og hafði setið lengur í embætti en nokkur annar. Það væri í meira lagi undarlegt ef ekki sæjust skýr merki kynslóðaskipta á Bessastöðum nú. Það er gleðilegt að landsmenn skuli fagna þessum kynslóðaskiptum. Kannski endurspeglar það hlutfallslega aldurssamsetningu kjósenda stjórnmálaflokkanna að óánægja með hinn unga forseta skuli vera meiri í ríkisstjórnarflokkunum tveimur en í öðrum flokkum.Flokkar í klemmu Þeir flokkar sem setið hafa í ríkisstjórnum frá hruni eru í klemmu. Þrátt fyrir alls kyns mannabreytingar hafa ekki orðið raunveruleg kynslóðaskipti í stjórnmálunum, hvorki í flokkunum sjálfum né inni á Alþingi. Ríkisstjórnarflokkarnir virðast helst höfða til eldri borgara og því verður það að teljast pólitískt hugrekki, eða jafnvel fífldirfska, hjá forystumönnum þeirra að standa ekki við gefin loforð um að lagfæra skerðingar til eldri borgara og bæta kjör þeirra. Stundum virðist manni skorta alla jarðtengingu hjá forystumönnum stjórnmálanna, alla vega þegar þeir sitja í ríkisstjórn. Ráðherrar síðustu ríkisstjórnar áttuðu sig á því að þeir hefðu átt að gera meira fyrir fólkið og heimilin en aðeins eftir að flokkar þeirra höfðu beðið mesta ósigur í kosningum, sem dæmi eru um á Íslandi og jafnvel víðar. Ráðherrar sitjandi ríkisstjórnar virðast lítið hafa lært af ógöngum forvera sinna. Menntamálaráðherra, sem hrekst nú út úr pólitík, leggur ofurkapp á að umbylta og markaðsvæða námslánakerfi þjóðarinnar og gera langskólanám að forréttindum hinna efna- og tekjumeiri. Kannski félagar hans, sem óska eftir endurkjöri, borgi þann pólitíska reikning sem óhæfuverkið skilur eftir sig. Þjóðin treystir forsetanum nýja en ekki stjórnmálamönnum og skyldi engan undra. Allt er við það sama á Alþingi á meðan raunveruleg kynslóðaskipti hafa orðið á Bessastöðum. Það ætti að vera umhugsunarefni fyrir stjórnmálaleiðtoga í kosningaham.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun