Ég ók á barnið þitt Hlédís Sveinsdóttir skrifar 20. ágúst 2016 10:00 Ég ók á barnið þitt. Óvart. Viljandi tók ég hagsmuni mína fram yfir hagsmuni barnsins. Viljandi reyndi ég að kenna barninu og aðstandendum um slysið. Ég var gálaus. Mikið að gera og mikið álag. Gleymdi mér. Sá barnið með boltann of seint. Það skall í stuðaranum. Þungt högg. Mér bregður illilega. Panika. Fer út úr bílnum og tek undir höfuð barnsins. Það umlar. Hjúkk. Það er á lífi. Ég stumra yfir því og það kemur ótrúlega fljótt til meðvitundar. Kannski sleppur þetta. Ég er ekki búin að hringja í Neyðarlínuna. Kæmi sér líka illa, ég er atvinnubílstjóri. Innst inni veit ég að ég var að keyra of hratt innanbæjar og skipta um útvarpsstöð. Fylgdist ekki nógu vel með. Barnið er allt að koma til og ég sjálf að jafna mig. Smám saman verður barnið fært um tal og gang aftur. Ég leyfi því að fara með boltann út á fótboltavöll. Ég held áfram minni ferð. Gott að þetta slapp fyrir horn. Án eftirkasta, fyrir neinn. Nema það gerði það ekki. Níu klukkustundum eftir höggið dettur barnið niður og fær krampa. Orsök er blæðing inn á heila. Blæðing sem hefði mátt stoppa ef ökumaður hefði hringt í Neyðarlínu um leið á slysið átti sér stað. Blæðing sem nú hefur valdið varanlegum skaða á heilavef. Staðan er alvarlegri. Ég ók ekki bara á barn heldur brást ég ekki rétt við. Ég hefði átt að koma því undir læknishendur umsvifalaust. Ekki að taka áhættu á kostnað þess. Nú eru góð ráð dýr. Vinnuveitandi minn og ég erum beðin um skýrslu. Við segjum að barnið hafi dottið með höfuðið á gangstéttarbrúnina. Illa. Engum um að kenna, nema þá kannski barninu sjálfu. Síðar kemur í ljós að til er upptaka úr eftirlitsmyndavél í götunni sem sýnir atburðarásina eins og hún raunverulega var. Þá eru brot mín orðin alvarlegri. Þetta er saga dóttur minnar, stílfærð. Hún varð ekki fyrir bíl. Hún varð fyrir slysi í fæðingu. Óvart var ekki fylgst nógu vel með hvernig henni liði meðan á gangsettri fæðingu stóð. Hún hlaut þess vegna áverka á heila. Viljandi var hún ekki flutt strax á vökudeild þar sem hefði verið hægt að kæla hana niður, sem hefur reynst vel til að koma í veg fyrir frumudauða í heila. Heilbrigðisstarfsmaður tók þar sína hagsmuni og hagsmuni vinnuveitanda fram yfir hagsmuni barnsins. Viljandi var skrifuð skýrsla um atvikið þar sem naflastreng hennar var kennt um súrefnisskortinn. Viljandi var fjöldamörgum og veigamiklum atriðum bætt inn á barnablað, sem öll miðuðu að því að fegra atvikið. Síðar kemur í ljós að til eru myndbandsbrot frá fæðingu sem sýna svart á hvítu að ekkert var að naflastreng og ekki var klippt á hann þegar einungis höfuð var fætt, eins og stóð í atvikaskráningu sem yfirlæknir kvennadeildar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) skrifaði og sendi Landlækni vegna rannsóknar á slysinu. Einnig sést á myndbandi og á síriti að ekkert af þeim upplýsingum sem bætt var inn á barnablaðið sem sent var Landlækni á við rök að styðjast. Ef Landlæknisembættið hefði ekki haft myndbandsupptökur frá fæðingunni, sem ég lét því í té, hefði það ekki geta úrskurðað um vanrækslu og gáleysi eftir fæðingu. Hefði Landlæknisembættið átt að byggja mat sitt eingöngu á þeim óþægilega röngu gögnum sem bárust frá yfirlækni kvennadeildar HVE, þeim sama og bar höfuðábyrgð á fæðingunni sjálfri, hefði ekki verið hægt að meta hvers kyns slysið var. Þá hefði dóttir mín ekki haft neinn rétt til skaðabóta. Sú staðreynd er grafalvarleg fyrir samfélagið. Alvarlegast er að aldrei hefur þessi yfirlæknir kvennadeildar HVE verið látinn svara fyrir það hvers vegna hann segi í atvikaskráningu, sem er aðalgagn við rannsókn slysa inni á heilbrigðisstofnun, að viðbrögð við atviki hafi verið að klippa á naflastreng. Ef það eru „viðbrögð við atviki“ hlýtur naflastrengurinn að hafa orsakað atvikið/slysið. Það á sér enga stoð í raunveruleikanum. Þetta mál snýst ekki um hefnd eða hæfileika minn til að gleyma eða fyrirgefa. Þetta snýst heldur ekki um persónulegan hag minn og dóttur minnar. Þetta snýst um fordæmi og hvernig við sem samfélag viljum að kerfið virki. Taki ég bíllykla af ölvuðum einstaklingi er ég ekki óvinur hans. Ég er með honum í liði. Að sama skapi er ég er með heilbrigðiskerfinu í liði. Við verðum að geta treyst því að komið sé fram af heiðarleika komi eitthvað upp á innan veggja þess. Af hverju bregst þessi læknir og yfirmaður HVE svona við? Erum við, samfélagið, með óraunhæfar væntingar til lækna og heilbrigðisstarfsfólks? Mega þau ekki gera mistök eins og við hin? Þar sem er mennska, þar verða mistök. Kannski þurfum við öll að átta okkur á því og gefa þessari stétt meira rými til mennsku. Gegn loforði að það verði komið heiðarlega fram þegar mistök eiga sér stað. Ég hef nú krafist þess hjá Ríkissaksóknara, í þriðja sinn, að þetta mál verði rannsakað að fullu. Það virðist öllum vera ljóst hvers kyns var, en meðan enginn játar á sig skjalafalsið og rangfærslurnar gulnar þetta mál í möppum og er vísað frá. Ég er í miðri á. Þó það sé örlítið lengra á milli bakkanna en ég hélt mun ég halda áfram. Ég hef dýrmætan málstað að verja. Til að þetta mál verði fordæmisgefandi, og hægt sé að draga af því lærdóm, þurfa yfirmenn HVE að taka heiðarlega á því innan sinna raða og taka ábyrgð á rangfærslum í þessum skjölum. Ég skora hér með á forstjóra HVE að sýna slíkt fordæmi. Virðingarfyllst, Hlédís Sveinsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Ég ók á barnið þitt. Óvart. Viljandi tók ég hagsmuni mína fram yfir hagsmuni barnsins. Viljandi reyndi ég að kenna barninu og aðstandendum um slysið. Ég var gálaus. Mikið að gera og mikið álag. Gleymdi mér. Sá barnið með boltann of seint. Það skall í stuðaranum. Þungt högg. Mér bregður illilega. Panika. Fer út úr bílnum og tek undir höfuð barnsins. Það umlar. Hjúkk. Það er á lífi. Ég stumra yfir því og það kemur ótrúlega fljótt til meðvitundar. Kannski sleppur þetta. Ég er ekki búin að hringja í Neyðarlínuna. Kæmi sér líka illa, ég er atvinnubílstjóri. Innst inni veit ég að ég var að keyra of hratt innanbæjar og skipta um útvarpsstöð. Fylgdist ekki nógu vel með. Barnið er allt að koma til og ég sjálf að jafna mig. Smám saman verður barnið fært um tal og gang aftur. Ég leyfi því að fara með boltann út á fótboltavöll. Ég held áfram minni ferð. Gott að þetta slapp fyrir horn. Án eftirkasta, fyrir neinn. Nema það gerði það ekki. Níu klukkustundum eftir höggið dettur barnið niður og fær krampa. Orsök er blæðing inn á heila. Blæðing sem hefði mátt stoppa ef ökumaður hefði hringt í Neyðarlínu um leið á slysið átti sér stað. Blæðing sem nú hefur valdið varanlegum skaða á heilavef. Staðan er alvarlegri. Ég ók ekki bara á barn heldur brást ég ekki rétt við. Ég hefði átt að koma því undir læknishendur umsvifalaust. Ekki að taka áhættu á kostnað þess. Nú eru góð ráð dýr. Vinnuveitandi minn og ég erum beðin um skýrslu. Við segjum að barnið hafi dottið með höfuðið á gangstéttarbrúnina. Illa. Engum um að kenna, nema þá kannski barninu sjálfu. Síðar kemur í ljós að til er upptaka úr eftirlitsmyndavél í götunni sem sýnir atburðarásina eins og hún raunverulega var. Þá eru brot mín orðin alvarlegri. Þetta er saga dóttur minnar, stílfærð. Hún varð ekki fyrir bíl. Hún varð fyrir slysi í fæðingu. Óvart var ekki fylgst nógu vel með hvernig henni liði meðan á gangsettri fæðingu stóð. Hún hlaut þess vegna áverka á heila. Viljandi var hún ekki flutt strax á vökudeild þar sem hefði verið hægt að kæla hana niður, sem hefur reynst vel til að koma í veg fyrir frumudauða í heila. Heilbrigðisstarfsmaður tók þar sína hagsmuni og hagsmuni vinnuveitanda fram yfir hagsmuni barnsins. Viljandi var skrifuð skýrsla um atvikið þar sem naflastreng hennar var kennt um súrefnisskortinn. Viljandi var fjöldamörgum og veigamiklum atriðum bætt inn á barnablað, sem öll miðuðu að því að fegra atvikið. Síðar kemur í ljós að til eru myndbandsbrot frá fæðingu sem sýna svart á hvítu að ekkert var að naflastreng og ekki var klippt á hann þegar einungis höfuð var fætt, eins og stóð í atvikaskráningu sem yfirlæknir kvennadeildar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) skrifaði og sendi Landlækni vegna rannsóknar á slysinu. Einnig sést á myndbandi og á síriti að ekkert af þeim upplýsingum sem bætt var inn á barnablaðið sem sent var Landlækni á við rök að styðjast. Ef Landlæknisembættið hefði ekki haft myndbandsupptökur frá fæðingunni, sem ég lét því í té, hefði það ekki geta úrskurðað um vanrækslu og gáleysi eftir fæðingu. Hefði Landlæknisembættið átt að byggja mat sitt eingöngu á þeim óþægilega röngu gögnum sem bárust frá yfirlækni kvennadeildar HVE, þeim sama og bar höfuðábyrgð á fæðingunni sjálfri, hefði ekki verið hægt að meta hvers kyns slysið var. Þá hefði dóttir mín ekki haft neinn rétt til skaðabóta. Sú staðreynd er grafalvarleg fyrir samfélagið. Alvarlegast er að aldrei hefur þessi yfirlæknir kvennadeildar HVE verið látinn svara fyrir það hvers vegna hann segi í atvikaskráningu, sem er aðalgagn við rannsókn slysa inni á heilbrigðisstofnun, að viðbrögð við atviki hafi verið að klippa á naflastreng. Ef það eru „viðbrögð við atviki“ hlýtur naflastrengurinn að hafa orsakað atvikið/slysið. Það á sér enga stoð í raunveruleikanum. Þetta mál snýst ekki um hefnd eða hæfileika minn til að gleyma eða fyrirgefa. Þetta snýst heldur ekki um persónulegan hag minn og dóttur minnar. Þetta snýst um fordæmi og hvernig við sem samfélag viljum að kerfið virki. Taki ég bíllykla af ölvuðum einstaklingi er ég ekki óvinur hans. Ég er með honum í liði. Að sama skapi er ég er með heilbrigðiskerfinu í liði. Við verðum að geta treyst því að komið sé fram af heiðarleika komi eitthvað upp á innan veggja þess. Af hverju bregst þessi læknir og yfirmaður HVE svona við? Erum við, samfélagið, með óraunhæfar væntingar til lækna og heilbrigðisstarfsfólks? Mega þau ekki gera mistök eins og við hin? Þar sem er mennska, þar verða mistök. Kannski þurfum við öll að átta okkur á því og gefa þessari stétt meira rými til mennsku. Gegn loforði að það verði komið heiðarlega fram þegar mistök eiga sér stað. Ég hef nú krafist þess hjá Ríkissaksóknara, í þriðja sinn, að þetta mál verði rannsakað að fullu. Það virðist öllum vera ljóst hvers kyns var, en meðan enginn játar á sig skjalafalsið og rangfærslurnar gulnar þetta mál í möppum og er vísað frá. Ég er í miðri á. Þó það sé örlítið lengra á milli bakkanna en ég hélt mun ég halda áfram. Ég hef dýrmætan málstað að verja. Til að þetta mál verði fordæmisgefandi, og hægt sé að draga af því lærdóm, þurfa yfirmenn HVE að taka heiðarlega á því innan sinna raða og taka ábyrgð á rangfærslum í þessum skjölum. Ég skora hér með á forstjóra HVE að sýna slíkt fordæmi. Virðingarfyllst, Hlédís Sveinsdóttir
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun