Sprenging í innflutningi á landbúnaðarvörum Björgvin Jón Bjarnason og Ingimundur Bergmann skrifar 11. ágúst 2016 06:00 Í umræðu um landbúnaðarmál er stundum látið eins og litlar breytingar hafi orðið á rekstrarumhverfi landbúnaðarins. Þetta er fjarri sanni þegar litið er til svína- og alifuglaræktar. Frá hruni hafa orðið einhverjar mestu breytingar sem við höfum séð á íslenskum landbúnaði. Þær greinar sem við erum fulltrúar fyrir, alifugla- og svínarækt, njóta nær engra opinberra styrkja en búa við tollvernd þannig að innlenda framleiðslan geti þrifist. Þessar búgreinar njóta í flestum löndum beins eða óbeins stuðnings. Af þeim sökum er tollverndin okkur lífsnauðsynleg enda geta bú okkar ekki keppt við þau risabú sem þekkjast í þessum geirum víða erlendis. En nú er svo komið að tollverndin er orðin svo veik að algjör sprenging hefur orðið í innflutningi á svína- og kjúklingakjöti á síðustu árum.Hröð þróun Í kjúklingarækt er staðan þannig að um 20% af markaðnum eru innflutt, en árið 2010 var þetta hlutfall um 8%. Ástæða þessa er einföld, nefnilega að tollverndin hefur rýrnað svo mikið að verulegur hagur er af því að flytja inn verðmætari hluta kjúklingsins svo sem eins og bringur. Þetta hefur verulegar afleiðingar fyrir framleiðendur enda bringur ein verðmætasta vara kjúklingabúa. Í svínakjötinu nálgast innflutningur um 20% af heildarneyslu Íslendinga en vægi innflutts svínakjöts í heildarneyslu var um langt árabil um 3%-10%. Ástæðan er vaxandi eftirspurn eftir tilteknum afurðum, einkum svínasíðum. Innflytjendur hafa ekki séð sér hag í að nota þá tollkvóta sem þegar eru í boði til að fylla upp í það gat á markaðnum, en hafa frekar nýtt heimild í lögum til að fara fram á opinn tollkvóta þegar vöruna hefur skort á markaði. Tollkvótarnir eru hins vegar nýttir til að flytja inn verðmætari afurðir, s.s. lundir. Afleiðingin er sú að hlutdeild innlendra framleiðenda í markaðnum minnkar og verð til framleiðenda hefur fallið. Á sama tíma hefur verð til neytenda út úr búð farið hækkandi.Engar upplýsingar til neytenda Á Íslandi gilda strangar reglur um framleiðslu á alifugla- og svínakjöti sem eykur framleiðslukostnað innlendu varanna. Þannig hefur um langt árabil verið gengið hart fram í að kveða niður kamfýlóbakter og salmónellu í kjúklingi en þær kröfur eru ekki gerðar til innfluttu afurðanna. Eins hafa orðið miklar breytingar í svínarækt sem auka kostnað framleiðenda en eru til þess fallnar að skapa bættar aðstæður fyrir dýrin. Þær aðgerðir eru verulega styrktar í nágrannalöndum okkar. Þó að neytendur geti kynnt sér þá starfshætti sem innlendur landbúnaður þarf að fylgja er engin leið fyrir þá að fá þessar sömu upplýsingar um innfluttu afurðirnar. Eitt þeirra vandamála sem íslenskir neytendur standa frammi fyrir er að erfitt er að hafa fulla vissu um uppruna þeirra, enda engin trygging fyrir því að landbúnaðarafurðir sem eru merktar danskar séu það að öllu leyti. Verulegt svigrúm er til að blanda slíkar afurðir með afurðum frá öðrum löndum. Þannig eru t.d. um 40% af öllum kjúklingum sem framleiddir eru í Taílandi flutt til ESB-ríkja og hluta þess er blandað við afurðir heimalandanna, án þess að uppruna sé getið. Krafa okkar er ekki að dregið verði úr þeim kröfum sem gerðar eru til íslensks landbúnaðar, heldur einungis að stjórnvöld standi að baki honum með því að koma í veg fyrir frekari innflutning á vörum sem ekki uppfylla sömu kröfur og íslenskir bændur þurfa að gera. Þá viljum við gjarnan búa við svipaða stöðu og erlendir starfsbræður okkar þegar kemur að þátttöku hins opinbera í stuðningi við greinarnar og að sköpun almennra rekstrarskilyrða. Við viljum leggja okkur fram um að mæta kröfum og væntingum íslenskra neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Í umræðu um landbúnaðarmál er stundum látið eins og litlar breytingar hafi orðið á rekstrarumhverfi landbúnaðarins. Þetta er fjarri sanni þegar litið er til svína- og alifuglaræktar. Frá hruni hafa orðið einhverjar mestu breytingar sem við höfum séð á íslenskum landbúnaði. Þær greinar sem við erum fulltrúar fyrir, alifugla- og svínarækt, njóta nær engra opinberra styrkja en búa við tollvernd þannig að innlenda framleiðslan geti þrifist. Þessar búgreinar njóta í flestum löndum beins eða óbeins stuðnings. Af þeim sökum er tollverndin okkur lífsnauðsynleg enda geta bú okkar ekki keppt við þau risabú sem þekkjast í þessum geirum víða erlendis. En nú er svo komið að tollverndin er orðin svo veik að algjör sprenging hefur orðið í innflutningi á svína- og kjúklingakjöti á síðustu árum.Hröð þróun Í kjúklingarækt er staðan þannig að um 20% af markaðnum eru innflutt, en árið 2010 var þetta hlutfall um 8%. Ástæða þessa er einföld, nefnilega að tollverndin hefur rýrnað svo mikið að verulegur hagur er af því að flytja inn verðmætari hluta kjúklingsins svo sem eins og bringur. Þetta hefur verulegar afleiðingar fyrir framleiðendur enda bringur ein verðmætasta vara kjúklingabúa. Í svínakjötinu nálgast innflutningur um 20% af heildarneyslu Íslendinga en vægi innflutts svínakjöts í heildarneyslu var um langt árabil um 3%-10%. Ástæðan er vaxandi eftirspurn eftir tilteknum afurðum, einkum svínasíðum. Innflytjendur hafa ekki séð sér hag í að nota þá tollkvóta sem þegar eru í boði til að fylla upp í það gat á markaðnum, en hafa frekar nýtt heimild í lögum til að fara fram á opinn tollkvóta þegar vöruna hefur skort á markaði. Tollkvótarnir eru hins vegar nýttir til að flytja inn verðmætari afurðir, s.s. lundir. Afleiðingin er sú að hlutdeild innlendra framleiðenda í markaðnum minnkar og verð til framleiðenda hefur fallið. Á sama tíma hefur verð til neytenda út úr búð farið hækkandi.Engar upplýsingar til neytenda Á Íslandi gilda strangar reglur um framleiðslu á alifugla- og svínakjöti sem eykur framleiðslukostnað innlendu varanna. Þannig hefur um langt árabil verið gengið hart fram í að kveða niður kamfýlóbakter og salmónellu í kjúklingi en þær kröfur eru ekki gerðar til innfluttu afurðanna. Eins hafa orðið miklar breytingar í svínarækt sem auka kostnað framleiðenda en eru til þess fallnar að skapa bættar aðstæður fyrir dýrin. Þær aðgerðir eru verulega styrktar í nágrannalöndum okkar. Þó að neytendur geti kynnt sér þá starfshætti sem innlendur landbúnaður þarf að fylgja er engin leið fyrir þá að fá þessar sömu upplýsingar um innfluttu afurðirnar. Eitt þeirra vandamála sem íslenskir neytendur standa frammi fyrir er að erfitt er að hafa fulla vissu um uppruna þeirra, enda engin trygging fyrir því að landbúnaðarafurðir sem eru merktar danskar séu það að öllu leyti. Verulegt svigrúm er til að blanda slíkar afurðir með afurðum frá öðrum löndum. Þannig eru t.d. um 40% af öllum kjúklingum sem framleiddir eru í Taílandi flutt til ESB-ríkja og hluta þess er blandað við afurðir heimalandanna, án þess að uppruna sé getið. Krafa okkar er ekki að dregið verði úr þeim kröfum sem gerðar eru til íslensks landbúnaðar, heldur einungis að stjórnvöld standi að baki honum með því að koma í veg fyrir frekari innflutning á vörum sem ekki uppfylla sömu kröfur og íslenskir bændur þurfa að gera. Þá viljum við gjarnan búa við svipaða stöðu og erlendir starfsbræður okkar þegar kemur að þátttöku hins opinbera í stuðningi við greinarnar og að sköpun almennra rekstrarskilyrða. Við viljum leggja okkur fram um að mæta kröfum og væntingum íslenskra neytenda.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun