Sigurður Ingi: Sameiginleg sýn að kjósa 29. október Una Sighvatsdóttir og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 11. ágúst 2016 18:49 „Allt frá því í vor þá höfum við sagt að það séu verkefni sem við viljum ljúka,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Fundurinn í dag var til að fara yfir þá sýn, sem við höfum, til að við getum lokið [málunum] á þeim tíma sem til stefnu er með það að markmiði að ganga til kosninga 29. október.“ Um leið og Sigurður Ingi Jóhannsson tók við af Sigmundi Davíð sem forsætisráðherra í vor í kjölfar Panamaskjala hneykslisins boðaði ný ríkisstjórn að kjörtímabilið yrði stytt um eitt löggjafarþing og kosningum flýtt til haustsins. Allir stjórnmálaflokkarnir eru komnir á skrið við að búa sig undir haustkosningar. Aðspurður um hvaða mál það væru sem þyrfti að klára sagði forsætisráðherrann að þar væri að mestum hluta mál sem ekki náðist að klára í vor. Þau mál hafa verið í vinnslu í þingnefndum og væru mislangt komin í ferlinu. „Það eru nokkur ný mál sem við kynntum í vor sem verða lögð fram í þinginu á næstu dögum.“ Sigurður Ingi deilir ekki þeim áhyggjum Gunnars Braga Sveinssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að aukin hætta sé á málþófi ef kjördagur liggur fyrir. „Þingstörf gengu mjög vel í vor og ég hef enga ástæðu til að ætla annað en það haldi áfram. Við erum sammála um 29. október og ég vona að menn séu tilbúnir til að vinna verkin með þeim hætti, að ljúka þeim, fyrir þann tíma. Þetta eru allt mál sem skipta landi og þjóð miklu máli.“ Alþingi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira
„Allt frá því í vor þá höfum við sagt að það séu verkefni sem við viljum ljúka,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Fundurinn í dag var til að fara yfir þá sýn, sem við höfum, til að við getum lokið [málunum] á þeim tíma sem til stefnu er með það að markmiði að ganga til kosninga 29. október.“ Um leið og Sigurður Ingi Jóhannsson tók við af Sigmundi Davíð sem forsætisráðherra í vor í kjölfar Panamaskjala hneykslisins boðaði ný ríkisstjórn að kjörtímabilið yrði stytt um eitt löggjafarþing og kosningum flýtt til haustsins. Allir stjórnmálaflokkarnir eru komnir á skrið við að búa sig undir haustkosningar. Aðspurður um hvaða mál það væru sem þyrfti að klára sagði forsætisráðherrann að þar væri að mestum hluta mál sem ekki náðist að klára í vor. Þau mál hafa verið í vinnslu í þingnefndum og væru mislangt komin í ferlinu. „Það eru nokkur ný mál sem við kynntum í vor sem verða lögð fram í þinginu á næstu dögum.“ Sigurður Ingi deilir ekki þeim áhyggjum Gunnars Braga Sveinssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að aukin hætta sé á málþófi ef kjördagur liggur fyrir. „Þingstörf gengu mjög vel í vor og ég hef enga ástæðu til að ætla annað en það haldi áfram. Við erum sammála um 29. október og ég vona að menn séu tilbúnir til að vinna verkin með þeim hætti, að ljúka þeim, fyrir þann tíma. Þetta eru allt mál sem skipta landi og þjóð miklu máli.“
Alþingi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira