Milos: Þetta var ekki boðleg frammistaða Smári Jökull Jónsson skrifar 18. ágúst 2016 22:21 Milos Milojevic þjálfari Víkinga var eðlilega niðurlútur eftir 7-0 tapið gegn Val í kvöld. Hans menn voru teknir í kennslustund af Valsmönnum og spiluðu án efa sinn versta leik í afar langan tíma. „Þetta er ekki boðleg frammistaða og úrslitin í samræmi við það. Einn mjög klókur þjálfari sagði að það væri betra að tapa einu sinni 7-0 en sjö sinnnum 1-0. En engu að síður er þetta ekki góð auglýsing fyrir liðið eða félagið og menn voru ekki tilbúnir,“ sagði Milos í samtali við Vísi að leik loknum. „Ég óska Valsmönnum til hamingju með þrjú stig og bikarmeistaratitilinn. Þeir voru sprækari, vildu þetta meira og voru einfaldlega betri en við. Sum mörk voru í ódýrari kantinum en hvað á maður að segja þegar maður tapar 7-0? Ég bara óska þeim til hamingju,“ bætti Milos við. Staðan í hálfleik var 2-0 og Víkingar áttu þá enn góða möguleika á að koma sér inn í leikinn að nýju. Mark Valsmanna eftir 35 sekúndur í seinni hálfleik gerði hins vegar út um þá von. „Mér fannst við eiga möguleika þegar við fáum dauðafæri í fyrri hálfleik í stöðunni 2-0. Ég sagði við strákana í hálfleik að við þyrftum að halda haus og fyrst og fremst ekki fá á okkur mark. En þegar staðan er orðin 3-0 og 4-0 þá er lítið að segja annað en að þetta voru lengstu 45 mínútur í lífi mínu.“ Næsti leikur Víkinga er á mánudag gegn ÍBV og ljóst að Milos hefur verk að vinna fram að þeim leik. „Ég er ennþá svo pirraður og heitur og ég veit ekki hvað skal gera. Ég ætla bara að sofa á því en það er ljóst að það þarf að laga varnarleikinn. Það er númer eitt, tvö og þrjú,“ sagði Milos Milojevic að lokum. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Milos Milojevic þjálfari Víkinga var eðlilega niðurlútur eftir 7-0 tapið gegn Val í kvöld. Hans menn voru teknir í kennslustund af Valsmönnum og spiluðu án efa sinn versta leik í afar langan tíma. „Þetta er ekki boðleg frammistaða og úrslitin í samræmi við það. Einn mjög klókur þjálfari sagði að það væri betra að tapa einu sinni 7-0 en sjö sinnnum 1-0. En engu að síður er þetta ekki góð auglýsing fyrir liðið eða félagið og menn voru ekki tilbúnir,“ sagði Milos í samtali við Vísi að leik loknum. „Ég óska Valsmönnum til hamingju með þrjú stig og bikarmeistaratitilinn. Þeir voru sprækari, vildu þetta meira og voru einfaldlega betri en við. Sum mörk voru í ódýrari kantinum en hvað á maður að segja þegar maður tapar 7-0? Ég bara óska þeim til hamingju,“ bætti Milos við. Staðan í hálfleik var 2-0 og Víkingar áttu þá enn góða möguleika á að koma sér inn í leikinn að nýju. Mark Valsmanna eftir 35 sekúndur í seinni hálfleik gerði hins vegar út um þá von. „Mér fannst við eiga möguleika þegar við fáum dauðafæri í fyrri hálfleik í stöðunni 2-0. Ég sagði við strákana í hálfleik að við þyrftum að halda haus og fyrst og fremst ekki fá á okkur mark. En þegar staðan er orðin 3-0 og 4-0 þá er lítið að segja annað en að þetta voru lengstu 45 mínútur í lífi mínu.“ Næsti leikur Víkinga er á mánudag gegn ÍBV og ljóst að Milos hefur verk að vinna fram að þeim leik. „Ég er ennþá svo pirraður og heitur og ég veit ekki hvað skal gera. Ég ætla bara að sofa á því en það er ljóst að það þarf að laga varnarleikinn. Það er númer eitt, tvö og þrjú,“ sagði Milos Milojevic að lokum.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira