Helsti ráðgjafi Trump vísar ósætti innan eigin raða á bug Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. ágúst 2016 23:11 Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá ósætti á meðal starfsmanna framboðs Trump. Vísir/Getty Helsti ráðgjafi Donald Trump, forsetaefnis Repúblikana, hafnar því alfarið að ósætti sé innan raða starfsmanna framboðs auðkýfingsins umdeilda. „Við erum í góðum málum, við erum skipulögð og við höldum áfram,“ sagði Paul Manafort í viðtali við fréttastofu Fox. Trump þykir hafa stigið feilspor með því að gagnrýna foreldra Humayun Khan, hermanns sem lést í Írak árið 2004. Foreldrar hans ávörpuðu flokksþing Demókrata og gagnrýndu Trump harkalega. Hafa bandarískir fjölmiðlar greint frá því að orð Trump í garð foreldra Khan hafi fallið í grýttan jarðveg á meðal starfsmanna framboðs Trump og lét einn starfsmaður hafa eftir sér við CNN að þeim fyndist mörgum eins og þeir væru að kasta tíma sínum á glæ með því að starfa fyrir Trump. Þá greindi NBC frá því að háttsettir menn innan Repúblikanaflokksins ætluðu sér að blanda sér í kosningabaráttu Trump með því að krefjast þess að hann myndi einbeita sér að því að tala um málefin. Manafort blés á þetta og sagði að þessar fregnir væri runnar undir rifjum Hillary Clinton, forsetaefnis Demókrata og sagði hann að hún bæri ábyrgð á því að dreifa fregnum um ósætti meðal starfsmanna Trump. Trump blés einnig á slíkar fréttir og tísti í dag um að sjaldan hefði krafturinn verið jafnmikill meðal starfsmanna sinna.There is great unity in my campaign, perhaps greater than ever before. I want to thank everyone for your tremendous support. Beat Crooked H!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 3, 2016 Donald Trump Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hver var Humayun Khan? Bandarískur hermaður sem fórst í sprengingu í Írak 2004 hefur óvænt orðið að leikanda í kosningabaráttunni vestra. 2. ágúst 2016 14:54 Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07 Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Fleiri fréttir Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Sjá meira
Helsti ráðgjafi Donald Trump, forsetaefnis Repúblikana, hafnar því alfarið að ósætti sé innan raða starfsmanna framboðs auðkýfingsins umdeilda. „Við erum í góðum málum, við erum skipulögð og við höldum áfram,“ sagði Paul Manafort í viðtali við fréttastofu Fox. Trump þykir hafa stigið feilspor með því að gagnrýna foreldra Humayun Khan, hermanns sem lést í Írak árið 2004. Foreldrar hans ávörpuðu flokksþing Demókrata og gagnrýndu Trump harkalega. Hafa bandarískir fjölmiðlar greint frá því að orð Trump í garð foreldra Khan hafi fallið í grýttan jarðveg á meðal starfsmanna framboðs Trump og lét einn starfsmaður hafa eftir sér við CNN að þeim fyndist mörgum eins og þeir væru að kasta tíma sínum á glæ með því að starfa fyrir Trump. Þá greindi NBC frá því að háttsettir menn innan Repúblikanaflokksins ætluðu sér að blanda sér í kosningabaráttu Trump með því að krefjast þess að hann myndi einbeita sér að því að tala um málefin. Manafort blés á þetta og sagði að þessar fregnir væri runnar undir rifjum Hillary Clinton, forsetaefnis Demókrata og sagði hann að hún bæri ábyrgð á því að dreifa fregnum um ósætti meðal starfsmanna Trump. Trump blés einnig á slíkar fréttir og tísti í dag um að sjaldan hefði krafturinn verið jafnmikill meðal starfsmanna sinna.There is great unity in my campaign, perhaps greater than ever before. I want to thank everyone for your tremendous support. Beat Crooked H!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 3, 2016
Donald Trump Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hver var Humayun Khan? Bandarískur hermaður sem fórst í sprengingu í Írak 2004 hefur óvænt orðið að leikanda í kosningabaráttunni vestra. 2. ágúst 2016 14:54 Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07 Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Fleiri fréttir Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Sjá meira
Hver var Humayun Khan? Bandarískur hermaður sem fórst í sprengingu í Írak 2004 hefur óvænt orðið að leikanda í kosningabaráttunni vestra. 2. ágúst 2016 14:54
Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07
Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent