Leið að nýju Íslandi Viktor Orri Valgarðsson skrifar 9. ágúst 2016 06:00 Hrunið er ekki ástæða þess að við Íslendingar þurfum nýja stjórnarskrá; það minnti okkur á að við höfum alltaf þurft nýja stjórnarskrá. Að grunnstoðir stjórnmála okkar og samfélags eru fúnar – og bregðast þegar á reynir. Þetta vissu landsfeður okkar mætavel, þegar þeir lögfestu núverandi stjórnarskrá árið 1944. Þjóðin samþykkti þá stjórnarskrá undir þeim formerkjum að hún væri til bráðabirgða, aðeins til þess að Ísland gæti lýst yfir sjálfstæði. Allir stjórnmálamenn þess tíma sammæltust um það – og þeir sammæltust líka um að heildarendurskoðun stjórnarskrár Íslands væri nauðsynleg, að hún skyldi fara fram á árunum eftir lýðveldisstofnun. Þá gæti íslenska þjóðin loksins eignast sína eigin stjórnarskrá. Stjórnarskrá samda af Íslendingum fyrir Íslendinga. Skýra stjórnarskrá fyrir lýðræðissamfélag, ekki viljandi óskýra stjórnarskrá fyrir konungsveldi. Stjórnarskrá sem kveður skýrt á um hlutverk og valdmörk forseta. Sem tilgreinir hlutverk og ábyrgð ríkisstjórnar og ráðherra skýrt, veitir Alþingi aukið vægi og minnihluta þingsins aukið vægi þar. Sem krefst opnari og gegnsærri stjórnsýslu, upplýsingaskyldu stjórnvalda og sannleiksskyldu ráðherra. Sem gerir almenningi kleift að leggja til þingmál og krefjast bindandi þjóðaratkvæðis um lög, sem tryggir náttúruauðlindir í þjóðareigu, uppfærir réttindakaflann til 21. aldarinnar og svona mætti lengi telja. Auðvitað er ný stjórnarskrá ekki töfraþula sem tryggir okkur farsæl stjórnmál, en hún er nauðsynlegur grunnur að þeim. Nauðsynlegur rammi utan um stjórnmálin, skorður við völd og ábyrgð stjórnmálamanna, trygging fyrir sterkum borgararéttindum almennings og rétti okkar til að veita stjórnvöldum aðhald á milli kosninga. Við þurfum líka miklu öflugra heilbrigðiskerfi og menntakerfi, bætta stjórnmálamenningu og þingsköp, nýtt kvótakerfi og landbúnaðarkerfi og svona mætti lengi telja. En stjórnarskráin er grunnurinn og öll þessi mál þurfa að byggja á góðum grunni. Í kosningunum í haust gefst okkur Íslendingum einstakt tækifæri til að byggja nýjan og betri grunn. Að klára þetta risastóra grundvallarverkefni, sem setið hefur á hakanum allt frá lýðveldisstofnun. Þess vegna höfum við Píratar sett nýja stjórnarskrá Íslands á oddinn fyrir kosningarnar í haust. Ég held að Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð og jafnvel Viðreisn séu til í þá vegferð með okkur – en það eru Píratar sem munu drífa hana áfram, ef við fáum til þess umboð. Ég vil leggja til að þessir flokkar bjóði kjósendum upp á skýran valkost í þessum kosningum: Að við lýsum því yfir að við viljum mynda ríkisstjórn saman eftir kosningar, um nýja stjórnarskrá. Að sú ríkisstjórn myndi leggja höfuðáherslu á að ljúka við frumvarp að nýrri stjórnarskrá á grundvelli tillögu Stjórnlagaráðs, líkt og kjósendur kröfðu Alþingi um þann 20. október 2012. Í þeirri vinnu ætti þingið að leggja þá tillögu algjörlega til grundvallar – en þó ekki að útiloka málefnalegar athugasemdir og gagntillögur sem gætu gert hana enn betri. Sú vinna þyrfti líka að fara fram í góðu samráði við Stjórnlagaráð sjálft sem og aðra sérfræðinga, stjórnmálaflokka og fleiri. Loks tel ég að þjóðin þurfi eftir sem áður að eiga lokaorðið; að endanleg niðurstaða verði aftur borin undir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu, samhliða þar næstu þingkosningum. Ef við fylgjum þessari áætlun er ég sannfærður um að við eygjum raunhæfa og sögulega von um að fullgilda loksins nýja og miklu betri stjórnarskrá þjóðarinnar, innan fárra ára. Í því liggur einstakt tækifæri okkar kynslóðar; að ljúka við stofnun lýðveldisins Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Hrunið er ekki ástæða þess að við Íslendingar þurfum nýja stjórnarskrá; það minnti okkur á að við höfum alltaf þurft nýja stjórnarskrá. Að grunnstoðir stjórnmála okkar og samfélags eru fúnar – og bregðast þegar á reynir. Þetta vissu landsfeður okkar mætavel, þegar þeir lögfestu núverandi stjórnarskrá árið 1944. Þjóðin samþykkti þá stjórnarskrá undir þeim formerkjum að hún væri til bráðabirgða, aðeins til þess að Ísland gæti lýst yfir sjálfstæði. Allir stjórnmálamenn þess tíma sammæltust um það – og þeir sammæltust líka um að heildarendurskoðun stjórnarskrár Íslands væri nauðsynleg, að hún skyldi fara fram á árunum eftir lýðveldisstofnun. Þá gæti íslenska þjóðin loksins eignast sína eigin stjórnarskrá. Stjórnarskrá samda af Íslendingum fyrir Íslendinga. Skýra stjórnarskrá fyrir lýðræðissamfélag, ekki viljandi óskýra stjórnarskrá fyrir konungsveldi. Stjórnarskrá sem kveður skýrt á um hlutverk og valdmörk forseta. Sem tilgreinir hlutverk og ábyrgð ríkisstjórnar og ráðherra skýrt, veitir Alþingi aukið vægi og minnihluta þingsins aukið vægi þar. Sem krefst opnari og gegnsærri stjórnsýslu, upplýsingaskyldu stjórnvalda og sannleiksskyldu ráðherra. Sem gerir almenningi kleift að leggja til þingmál og krefjast bindandi þjóðaratkvæðis um lög, sem tryggir náttúruauðlindir í þjóðareigu, uppfærir réttindakaflann til 21. aldarinnar og svona mætti lengi telja. Auðvitað er ný stjórnarskrá ekki töfraþula sem tryggir okkur farsæl stjórnmál, en hún er nauðsynlegur grunnur að þeim. Nauðsynlegur rammi utan um stjórnmálin, skorður við völd og ábyrgð stjórnmálamanna, trygging fyrir sterkum borgararéttindum almennings og rétti okkar til að veita stjórnvöldum aðhald á milli kosninga. Við þurfum líka miklu öflugra heilbrigðiskerfi og menntakerfi, bætta stjórnmálamenningu og þingsköp, nýtt kvótakerfi og landbúnaðarkerfi og svona mætti lengi telja. En stjórnarskráin er grunnurinn og öll þessi mál þurfa að byggja á góðum grunni. Í kosningunum í haust gefst okkur Íslendingum einstakt tækifæri til að byggja nýjan og betri grunn. Að klára þetta risastóra grundvallarverkefni, sem setið hefur á hakanum allt frá lýðveldisstofnun. Þess vegna höfum við Píratar sett nýja stjórnarskrá Íslands á oddinn fyrir kosningarnar í haust. Ég held að Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð og jafnvel Viðreisn séu til í þá vegferð með okkur – en það eru Píratar sem munu drífa hana áfram, ef við fáum til þess umboð. Ég vil leggja til að þessir flokkar bjóði kjósendum upp á skýran valkost í þessum kosningum: Að við lýsum því yfir að við viljum mynda ríkisstjórn saman eftir kosningar, um nýja stjórnarskrá. Að sú ríkisstjórn myndi leggja höfuðáherslu á að ljúka við frumvarp að nýrri stjórnarskrá á grundvelli tillögu Stjórnlagaráðs, líkt og kjósendur kröfðu Alþingi um þann 20. október 2012. Í þeirri vinnu ætti þingið að leggja þá tillögu algjörlega til grundvallar – en þó ekki að útiloka málefnalegar athugasemdir og gagntillögur sem gætu gert hana enn betri. Sú vinna þyrfti líka að fara fram í góðu samráði við Stjórnlagaráð sjálft sem og aðra sérfræðinga, stjórnmálaflokka og fleiri. Loks tel ég að þjóðin þurfi eftir sem áður að eiga lokaorðið; að endanleg niðurstaða verði aftur borin undir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu, samhliða þar næstu þingkosningum. Ef við fylgjum þessari áætlun er ég sannfærður um að við eygjum raunhæfa og sögulega von um að fullgilda loksins nýja og miklu betri stjórnarskrá þjóðarinnar, innan fárra ára. Í því liggur einstakt tækifæri okkar kynslóðar; að ljúka við stofnun lýðveldisins Íslands.
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun