Leið að nýju Íslandi Viktor Orri Valgarðsson skrifar 9. ágúst 2016 06:00 Hrunið er ekki ástæða þess að við Íslendingar þurfum nýja stjórnarskrá; það minnti okkur á að við höfum alltaf þurft nýja stjórnarskrá. Að grunnstoðir stjórnmála okkar og samfélags eru fúnar – og bregðast þegar á reynir. Þetta vissu landsfeður okkar mætavel, þegar þeir lögfestu núverandi stjórnarskrá árið 1944. Þjóðin samþykkti þá stjórnarskrá undir þeim formerkjum að hún væri til bráðabirgða, aðeins til þess að Ísland gæti lýst yfir sjálfstæði. Allir stjórnmálamenn þess tíma sammæltust um það – og þeir sammæltust líka um að heildarendurskoðun stjórnarskrár Íslands væri nauðsynleg, að hún skyldi fara fram á árunum eftir lýðveldisstofnun. Þá gæti íslenska þjóðin loksins eignast sína eigin stjórnarskrá. Stjórnarskrá samda af Íslendingum fyrir Íslendinga. Skýra stjórnarskrá fyrir lýðræðissamfélag, ekki viljandi óskýra stjórnarskrá fyrir konungsveldi. Stjórnarskrá sem kveður skýrt á um hlutverk og valdmörk forseta. Sem tilgreinir hlutverk og ábyrgð ríkisstjórnar og ráðherra skýrt, veitir Alþingi aukið vægi og minnihluta þingsins aukið vægi þar. Sem krefst opnari og gegnsærri stjórnsýslu, upplýsingaskyldu stjórnvalda og sannleiksskyldu ráðherra. Sem gerir almenningi kleift að leggja til þingmál og krefjast bindandi þjóðaratkvæðis um lög, sem tryggir náttúruauðlindir í þjóðareigu, uppfærir réttindakaflann til 21. aldarinnar og svona mætti lengi telja. Auðvitað er ný stjórnarskrá ekki töfraþula sem tryggir okkur farsæl stjórnmál, en hún er nauðsynlegur grunnur að þeim. Nauðsynlegur rammi utan um stjórnmálin, skorður við völd og ábyrgð stjórnmálamanna, trygging fyrir sterkum borgararéttindum almennings og rétti okkar til að veita stjórnvöldum aðhald á milli kosninga. Við þurfum líka miklu öflugra heilbrigðiskerfi og menntakerfi, bætta stjórnmálamenningu og þingsköp, nýtt kvótakerfi og landbúnaðarkerfi og svona mætti lengi telja. En stjórnarskráin er grunnurinn og öll þessi mál þurfa að byggja á góðum grunni. Í kosningunum í haust gefst okkur Íslendingum einstakt tækifæri til að byggja nýjan og betri grunn. Að klára þetta risastóra grundvallarverkefni, sem setið hefur á hakanum allt frá lýðveldisstofnun. Þess vegna höfum við Píratar sett nýja stjórnarskrá Íslands á oddinn fyrir kosningarnar í haust. Ég held að Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð og jafnvel Viðreisn séu til í þá vegferð með okkur – en það eru Píratar sem munu drífa hana áfram, ef við fáum til þess umboð. Ég vil leggja til að þessir flokkar bjóði kjósendum upp á skýran valkost í þessum kosningum: Að við lýsum því yfir að við viljum mynda ríkisstjórn saman eftir kosningar, um nýja stjórnarskrá. Að sú ríkisstjórn myndi leggja höfuðáherslu á að ljúka við frumvarp að nýrri stjórnarskrá á grundvelli tillögu Stjórnlagaráðs, líkt og kjósendur kröfðu Alþingi um þann 20. október 2012. Í þeirri vinnu ætti þingið að leggja þá tillögu algjörlega til grundvallar – en þó ekki að útiloka málefnalegar athugasemdir og gagntillögur sem gætu gert hana enn betri. Sú vinna þyrfti líka að fara fram í góðu samráði við Stjórnlagaráð sjálft sem og aðra sérfræðinga, stjórnmálaflokka og fleiri. Loks tel ég að þjóðin þurfi eftir sem áður að eiga lokaorðið; að endanleg niðurstaða verði aftur borin undir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu, samhliða þar næstu þingkosningum. Ef við fylgjum þessari áætlun er ég sannfærður um að við eygjum raunhæfa og sögulega von um að fullgilda loksins nýja og miklu betri stjórnarskrá þjóðarinnar, innan fárra ára. Í því liggur einstakt tækifæri okkar kynslóðar; að ljúka við stofnun lýðveldisins Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Hrunið er ekki ástæða þess að við Íslendingar þurfum nýja stjórnarskrá; það minnti okkur á að við höfum alltaf þurft nýja stjórnarskrá. Að grunnstoðir stjórnmála okkar og samfélags eru fúnar – og bregðast þegar á reynir. Þetta vissu landsfeður okkar mætavel, þegar þeir lögfestu núverandi stjórnarskrá árið 1944. Þjóðin samþykkti þá stjórnarskrá undir þeim formerkjum að hún væri til bráðabirgða, aðeins til þess að Ísland gæti lýst yfir sjálfstæði. Allir stjórnmálamenn þess tíma sammæltust um það – og þeir sammæltust líka um að heildarendurskoðun stjórnarskrár Íslands væri nauðsynleg, að hún skyldi fara fram á árunum eftir lýðveldisstofnun. Þá gæti íslenska þjóðin loksins eignast sína eigin stjórnarskrá. Stjórnarskrá samda af Íslendingum fyrir Íslendinga. Skýra stjórnarskrá fyrir lýðræðissamfélag, ekki viljandi óskýra stjórnarskrá fyrir konungsveldi. Stjórnarskrá sem kveður skýrt á um hlutverk og valdmörk forseta. Sem tilgreinir hlutverk og ábyrgð ríkisstjórnar og ráðherra skýrt, veitir Alþingi aukið vægi og minnihluta þingsins aukið vægi þar. Sem krefst opnari og gegnsærri stjórnsýslu, upplýsingaskyldu stjórnvalda og sannleiksskyldu ráðherra. Sem gerir almenningi kleift að leggja til þingmál og krefjast bindandi þjóðaratkvæðis um lög, sem tryggir náttúruauðlindir í þjóðareigu, uppfærir réttindakaflann til 21. aldarinnar og svona mætti lengi telja. Auðvitað er ný stjórnarskrá ekki töfraþula sem tryggir okkur farsæl stjórnmál, en hún er nauðsynlegur grunnur að þeim. Nauðsynlegur rammi utan um stjórnmálin, skorður við völd og ábyrgð stjórnmálamanna, trygging fyrir sterkum borgararéttindum almennings og rétti okkar til að veita stjórnvöldum aðhald á milli kosninga. Við þurfum líka miklu öflugra heilbrigðiskerfi og menntakerfi, bætta stjórnmálamenningu og þingsköp, nýtt kvótakerfi og landbúnaðarkerfi og svona mætti lengi telja. En stjórnarskráin er grunnurinn og öll þessi mál þurfa að byggja á góðum grunni. Í kosningunum í haust gefst okkur Íslendingum einstakt tækifæri til að byggja nýjan og betri grunn. Að klára þetta risastóra grundvallarverkefni, sem setið hefur á hakanum allt frá lýðveldisstofnun. Þess vegna höfum við Píratar sett nýja stjórnarskrá Íslands á oddinn fyrir kosningarnar í haust. Ég held að Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð og jafnvel Viðreisn séu til í þá vegferð með okkur – en það eru Píratar sem munu drífa hana áfram, ef við fáum til þess umboð. Ég vil leggja til að þessir flokkar bjóði kjósendum upp á skýran valkost í þessum kosningum: Að við lýsum því yfir að við viljum mynda ríkisstjórn saman eftir kosningar, um nýja stjórnarskrá. Að sú ríkisstjórn myndi leggja höfuðáherslu á að ljúka við frumvarp að nýrri stjórnarskrá á grundvelli tillögu Stjórnlagaráðs, líkt og kjósendur kröfðu Alþingi um þann 20. október 2012. Í þeirri vinnu ætti þingið að leggja þá tillögu algjörlega til grundvallar – en þó ekki að útiloka málefnalegar athugasemdir og gagntillögur sem gætu gert hana enn betri. Sú vinna þyrfti líka að fara fram í góðu samráði við Stjórnlagaráð sjálft sem og aðra sérfræðinga, stjórnmálaflokka og fleiri. Loks tel ég að þjóðin þurfi eftir sem áður að eiga lokaorðið; að endanleg niðurstaða verði aftur borin undir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu, samhliða þar næstu þingkosningum. Ef við fylgjum þessari áætlun er ég sannfærður um að við eygjum raunhæfa og sögulega von um að fullgilda loksins nýja og miklu betri stjórnarskrá þjóðarinnar, innan fárra ára. Í því liggur einstakt tækifæri okkar kynslóðar; að ljúka við stofnun lýðveldisins Íslands.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun