Íslendingarnir vaktir upp fyrir allar aldir og réttur flugmiði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júlí 2016 17:45 Katrín Tanja, Sara Sigmunds og Annie Mist eru á meðal glæsilegra fulltrúa Íslands á leikunum. vísir/daníel Keppni í einstaklingsflokki á heimsleikunum í Crossfit er hafin. Keppendur voru ræstir út klukkan hálf fjögur að staðartíma í nótt, haldið var um borð í flugvél áleiðis til Aromas frá LAX flugvellinum í Los Angeles. Meðal keppenda eru íslensku stelpurnar Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir sem allar eru taldar líklegar til afreka. Sömu sögu er að segja um Björgvin Karl Guðmundsson sem vann bronsverðlaun í karlaflokki í fyrra.Uppfært: Keppni er lokið í fyrstu greininni, sjö kílómetra víðavangshlaupi. Katrín Tanja hafnaði í fjórða sæti í kvennaflokki og Björgvin varð sjöundi í karlaflokki. Upptöku frá hlaupinu má sjá að neðan. Engin bein útsending verður á YouTube frá keppnisdeginum í dag en stundum detta inn beinar útsendingar á Facebook-síðu CrossFit Games. Til stendur að sýna samantektarmyndband frá deginum í dag, á morgun.Á Twitter-síðu Crossfit Games má fá upplýsingar um útsendingar og einstakar greinar.Tweets by CrossFitGames Björgvin Karl hirti bronsið.mynd/snorri björnssonKeppt verður í fyrstu tveimur greinunum í dag á „Búgarðinum“ (e. The Ranch) sem er sögulegur staður í huga leikanna en þar var fyrst keppt árið 2007 og áfram bæði árin 2008 og 2009.Að neðan má sjá myndband af því þegar keppendur gerðu sig klára í slaginn í ferðalagið og var tilkynnt að þeir væru á leiðinni í flug. Hver og einn fékk að taka einn poka með sér. Viðbrögðin voru misjöfn og velti fólk ýmsu fyrir sér, meðal annars hvort taka þyrfti vegabréfið með eða ekki. Höfðu sumir á orði að óvænt útspil skipuleggjenda hentaði reynslumeiri þátttakendum betur því þau væru vanari skyndilegum breytingum frá fyrri keppnum.Að neðan má sjá keppendurna þegar þeir komu úr flugvélinni í San José.Keppendur mættu svo á Búgarðinn þar sem farið var yfir reglurnar fyrir fyrstu tvær þrautirnar.Að neðan má sjá skýringu á fyrstu keppnisgreininni þar sem hlaupnir eru sjö kílómetrar en brautin er langt í frá bein og greið. Í framhaldinu verður keppt í réttstöðulyftu á tíma þar sem þyngdirnar aukast stöðugt. Í hvorri grein eru 100 stig í boði. Sem fyrr segir verður aðeins hægt að fylgjast með keppni í dag endrum og sinnum á Facebook-síðu leikanna. CrossFit Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
Keppni í einstaklingsflokki á heimsleikunum í Crossfit er hafin. Keppendur voru ræstir út klukkan hálf fjögur að staðartíma í nótt, haldið var um borð í flugvél áleiðis til Aromas frá LAX flugvellinum í Los Angeles. Meðal keppenda eru íslensku stelpurnar Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir sem allar eru taldar líklegar til afreka. Sömu sögu er að segja um Björgvin Karl Guðmundsson sem vann bronsverðlaun í karlaflokki í fyrra.Uppfært: Keppni er lokið í fyrstu greininni, sjö kílómetra víðavangshlaupi. Katrín Tanja hafnaði í fjórða sæti í kvennaflokki og Björgvin varð sjöundi í karlaflokki. Upptöku frá hlaupinu má sjá að neðan. Engin bein útsending verður á YouTube frá keppnisdeginum í dag en stundum detta inn beinar útsendingar á Facebook-síðu CrossFit Games. Til stendur að sýna samantektarmyndband frá deginum í dag, á morgun.Á Twitter-síðu Crossfit Games má fá upplýsingar um útsendingar og einstakar greinar.Tweets by CrossFitGames Björgvin Karl hirti bronsið.mynd/snorri björnssonKeppt verður í fyrstu tveimur greinunum í dag á „Búgarðinum“ (e. The Ranch) sem er sögulegur staður í huga leikanna en þar var fyrst keppt árið 2007 og áfram bæði árin 2008 og 2009.Að neðan má sjá myndband af því þegar keppendur gerðu sig klára í slaginn í ferðalagið og var tilkynnt að þeir væru á leiðinni í flug. Hver og einn fékk að taka einn poka með sér. Viðbrögðin voru misjöfn og velti fólk ýmsu fyrir sér, meðal annars hvort taka þyrfti vegabréfið með eða ekki. Höfðu sumir á orði að óvænt útspil skipuleggjenda hentaði reynslumeiri þátttakendum betur því þau væru vanari skyndilegum breytingum frá fyrri keppnum.Að neðan má sjá keppendurna þegar þeir komu úr flugvélinni í San José.Keppendur mættu svo á Búgarðinn þar sem farið var yfir reglurnar fyrir fyrstu tvær þrautirnar.Að neðan má sjá skýringu á fyrstu keppnisgreininni þar sem hlaupnir eru sjö kílómetrar en brautin er langt í frá bein og greið. Í framhaldinu verður keppt í réttstöðulyftu á tíma þar sem þyngdirnar aukast stöðugt. Í hvorri grein eru 100 stig í boði. Sem fyrr segir verður aðeins hægt að fylgjast með keppni í dag endrum og sinnum á Facebook-síðu leikanna.
CrossFit Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira