Íslendingarnir vaktir upp fyrir allar aldir og réttur flugmiði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júlí 2016 17:45 Katrín Tanja, Sara Sigmunds og Annie Mist eru á meðal glæsilegra fulltrúa Íslands á leikunum. vísir/daníel Keppni í einstaklingsflokki á heimsleikunum í Crossfit er hafin. Keppendur voru ræstir út klukkan hálf fjögur að staðartíma í nótt, haldið var um borð í flugvél áleiðis til Aromas frá LAX flugvellinum í Los Angeles. Meðal keppenda eru íslensku stelpurnar Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir sem allar eru taldar líklegar til afreka. Sömu sögu er að segja um Björgvin Karl Guðmundsson sem vann bronsverðlaun í karlaflokki í fyrra.Uppfært: Keppni er lokið í fyrstu greininni, sjö kílómetra víðavangshlaupi. Katrín Tanja hafnaði í fjórða sæti í kvennaflokki og Björgvin varð sjöundi í karlaflokki. Upptöku frá hlaupinu má sjá að neðan. Engin bein útsending verður á YouTube frá keppnisdeginum í dag en stundum detta inn beinar útsendingar á Facebook-síðu CrossFit Games. Til stendur að sýna samantektarmyndband frá deginum í dag, á morgun.Á Twitter-síðu Crossfit Games má fá upplýsingar um útsendingar og einstakar greinar.Tweets by CrossFitGames Björgvin Karl hirti bronsið.mynd/snorri björnssonKeppt verður í fyrstu tveimur greinunum í dag á „Búgarðinum“ (e. The Ranch) sem er sögulegur staður í huga leikanna en þar var fyrst keppt árið 2007 og áfram bæði árin 2008 og 2009.Að neðan má sjá myndband af því þegar keppendur gerðu sig klára í slaginn í ferðalagið og var tilkynnt að þeir væru á leiðinni í flug. Hver og einn fékk að taka einn poka með sér. Viðbrögðin voru misjöfn og velti fólk ýmsu fyrir sér, meðal annars hvort taka þyrfti vegabréfið með eða ekki. Höfðu sumir á orði að óvænt útspil skipuleggjenda hentaði reynslumeiri þátttakendum betur því þau væru vanari skyndilegum breytingum frá fyrri keppnum.Að neðan má sjá keppendurna þegar þeir komu úr flugvélinni í San José.Keppendur mættu svo á Búgarðinn þar sem farið var yfir reglurnar fyrir fyrstu tvær þrautirnar.Að neðan má sjá skýringu á fyrstu keppnisgreininni þar sem hlaupnir eru sjö kílómetrar en brautin er langt í frá bein og greið. Í framhaldinu verður keppt í réttstöðulyftu á tíma þar sem þyngdirnar aukast stöðugt. Í hvorri grein eru 100 stig í boði. Sem fyrr segir verður aðeins hægt að fylgjast með keppni í dag endrum og sinnum á Facebook-síðu leikanna. CrossFit Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sjá meira
Keppni í einstaklingsflokki á heimsleikunum í Crossfit er hafin. Keppendur voru ræstir út klukkan hálf fjögur að staðartíma í nótt, haldið var um borð í flugvél áleiðis til Aromas frá LAX flugvellinum í Los Angeles. Meðal keppenda eru íslensku stelpurnar Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir sem allar eru taldar líklegar til afreka. Sömu sögu er að segja um Björgvin Karl Guðmundsson sem vann bronsverðlaun í karlaflokki í fyrra.Uppfært: Keppni er lokið í fyrstu greininni, sjö kílómetra víðavangshlaupi. Katrín Tanja hafnaði í fjórða sæti í kvennaflokki og Björgvin varð sjöundi í karlaflokki. Upptöku frá hlaupinu má sjá að neðan. Engin bein útsending verður á YouTube frá keppnisdeginum í dag en stundum detta inn beinar útsendingar á Facebook-síðu CrossFit Games. Til stendur að sýna samantektarmyndband frá deginum í dag, á morgun.Á Twitter-síðu Crossfit Games má fá upplýsingar um útsendingar og einstakar greinar.Tweets by CrossFitGames Björgvin Karl hirti bronsið.mynd/snorri björnssonKeppt verður í fyrstu tveimur greinunum í dag á „Búgarðinum“ (e. The Ranch) sem er sögulegur staður í huga leikanna en þar var fyrst keppt árið 2007 og áfram bæði árin 2008 og 2009.Að neðan má sjá myndband af því þegar keppendur gerðu sig klára í slaginn í ferðalagið og var tilkynnt að þeir væru á leiðinni í flug. Hver og einn fékk að taka einn poka með sér. Viðbrögðin voru misjöfn og velti fólk ýmsu fyrir sér, meðal annars hvort taka þyrfti vegabréfið með eða ekki. Höfðu sumir á orði að óvænt útspil skipuleggjenda hentaði reynslumeiri þátttakendum betur því þau væru vanari skyndilegum breytingum frá fyrri keppnum.Að neðan má sjá keppendurna þegar þeir komu úr flugvélinni í San José.Keppendur mættu svo á Búgarðinn þar sem farið var yfir reglurnar fyrir fyrstu tvær þrautirnar.Að neðan má sjá skýringu á fyrstu keppnisgreininni þar sem hlaupnir eru sjö kílómetrar en brautin er langt í frá bein og greið. Í framhaldinu verður keppt í réttstöðulyftu á tíma þar sem þyngdirnar aukast stöðugt. Í hvorri grein eru 100 stig í boði. Sem fyrr segir verður aðeins hægt að fylgjast með keppni í dag endrum og sinnum á Facebook-síðu leikanna.
CrossFit Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sjá meira