Bændur munu ekki fallast á að stytta tíu ára búvörusamninga Snærós Sindradóttir skrifar 12. júlí 2016 07:00 Búvörusamningarnir taka til tíu ára og fela í sér mikinn kostnað fyrir íslenska ríkið. Þingmenn hyggjast gera breytingar á samningunum. Visir/Antonbrink Bændur munu ekki taka því þegjandi ef Alþingi gerir grundvallarbreytingar á búvörusamningum. Horft verður fram hjá minniháttar orðalagsbreytingum og afsniði agnúa en verði breytingarnar meiri en svo munu bændur fara fram á að koma aftur að samningaborðinu og jafnvel kjósa að nýju. Þetta segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ekkert benti til þess að meirihluti væri fyrir búvörusamningum á Alþingi eins og þeir standa nú. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, segist munu gera allt sem í hans valdi stendur til að ákveðnar breytingar verði gerðar. Hann hafi áhyggjur af því að búvörusamningar setji hagræðingu síðustu ára í uppnám. „Ef menn sjá eitthvað í samningunum sem er augljóst að þurfi að færa til betri vegar, meðal annars vegna þess að það stenst ekki lög eða slíkt, þá er eðlilegt að það sé skoðað. En grundvallarskipulag og uppsetning samninganna verður að standa að mínu mati,“ segir Sindri. „Það hefur hver og einn bóndi lagt mat á áhrif samninganna gagnvart sér þegar hann tók ákvörðun um hvort hann greiddi atkvæði með eða á móti þeim. Ef menn ætla að gera einhverjar breytingar sem hafa áhrif á það, breytingar sem munu lækka greiðslur eða raska framleiðsluskipulagi þannig að það komi niður á einstaka bændum, þá erum við kominn á þann stað að verið sé að gera of veigamiklar Sindri segir að um grundvallarbreytingu væri að ræða ef Alþingi vill stytta samningstímann. Mörgum hefur blöskrað að samningstíminn sé tíu ár og nái þar með yfir tvö og hálft kjörtímabil. Það er meðal annars þess vegna sem málið er komið í hnút.Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka ÍslandsSindri segir að samningsferlið hafi verið opið þeirra megin allan tímann og bændum kynnt vel hvað stæði til að gera. „Ég held það megi orða það þannig að ef ráðuneyti landbúnaðarmála hefði nú kannski unnið þetta opnara og meira með þinginu þá værum við ekki í þessari stöðu í dag. Þetta er spurning um umboð viðsemjandans hinum megin frá,“ segir Sindri. Tollasamningur Íslands við ESB gengur að sumu leyti í berhöggi við búnaðarsamninga. Sindri segir að starfshópur bænda hafi unnið að því að milda áhrif tollasamningsins. „Við gerðum kröfu um að búvörusamningarnir yrðu kláraðir áður en menn myndu ákveða tollasamning.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Bændur munu ekki taka því þegjandi ef Alþingi gerir grundvallarbreytingar á búvörusamningum. Horft verður fram hjá minniháttar orðalagsbreytingum og afsniði agnúa en verði breytingarnar meiri en svo munu bændur fara fram á að koma aftur að samningaborðinu og jafnvel kjósa að nýju. Þetta segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ekkert benti til þess að meirihluti væri fyrir búvörusamningum á Alþingi eins og þeir standa nú. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, segist munu gera allt sem í hans valdi stendur til að ákveðnar breytingar verði gerðar. Hann hafi áhyggjur af því að búvörusamningar setji hagræðingu síðustu ára í uppnám. „Ef menn sjá eitthvað í samningunum sem er augljóst að þurfi að færa til betri vegar, meðal annars vegna þess að það stenst ekki lög eða slíkt, þá er eðlilegt að það sé skoðað. En grundvallarskipulag og uppsetning samninganna verður að standa að mínu mati,“ segir Sindri. „Það hefur hver og einn bóndi lagt mat á áhrif samninganna gagnvart sér þegar hann tók ákvörðun um hvort hann greiddi atkvæði með eða á móti þeim. Ef menn ætla að gera einhverjar breytingar sem hafa áhrif á það, breytingar sem munu lækka greiðslur eða raska framleiðsluskipulagi þannig að það komi niður á einstaka bændum, þá erum við kominn á þann stað að verið sé að gera of veigamiklar Sindri segir að um grundvallarbreytingu væri að ræða ef Alþingi vill stytta samningstímann. Mörgum hefur blöskrað að samningstíminn sé tíu ár og nái þar með yfir tvö og hálft kjörtímabil. Það er meðal annars þess vegna sem málið er komið í hnút.Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka ÍslandsSindri segir að samningsferlið hafi verið opið þeirra megin allan tímann og bændum kynnt vel hvað stæði til að gera. „Ég held það megi orða það þannig að ef ráðuneyti landbúnaðarmála hefði nú kannski unnið þetta opnara og meira með þinginu þá værum við ekki í þessari stöðu í dag. Þetta er spurning um umboð viðsemjandans hinum megin frá,“ segir Sindri. Tollasamningur Íslands við ESB gengur að sumu leyti í berhöggi við búnaðarsamninga. Sindri segir að starfshópur bænda hafi unnið að því að milda áhrif tollasamningsins. „Við gerðum kröfu um að búvörusamningarnir yrðu kláraðir áður en menn myndu ákveða tollasamning.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent