Tækifæri til að bæta hag neytenda og bænda skjóðan skrifar 13. júlí 2016 11:00 Samkeppniseftirlitið sektaði Mjólkursamsöluna í síðustu viku um 480 milljónir vegna grófra samkeppnisbrota. MS seldi hrámjólk til samkeppnisaðila á mun hærra verði en til fyrirtækja sem tengd voru MS eignarböndum. Samkeppniseftirlitið tekur sérstaklega fram í ákvörðun sinni að MS hafi þvælst fyrir í málinu og haldið gögnum frá rannsókn þess. Niðurstaðan er sú að MS hafi vísvitandi misnotað markaðsráðandi stöðu sína til að keyra Mjólku í þrot, tekið svo yfir reksturinn og þá lækkað hrámjólkurverð til fyrirtækisins. Ekki voru fyrstu viðbrögð forsvarsmanna MS við þessari sekt traustvekjandi. Forstjóri fyrirtækisins lét sér fátt um finnast og sagði að sektinni yrði á endanum velt út í verðlagið og því yrðu það viðskiptavinir MS, neytendur, sem myndu greiða hana. Þetta samkeppnisbrotamál MS er mikill áfellisdómur yfir fyrirtækinu sjálfu en ekki síður yfir íslenskum stjórnvöldum og þeim stjórnmálamönnum sem komið hafa íslenskum mjólkuriðnaði í það horf sem nú er. Þá er það vissulega galli á lögum um viðurlög við samkeppnisbrotum að það skuli ávallt vera fyrirtækin sem greiða sektir en ekki stjórnendurnir sem gerast sekir um þau brot. Það er mikilvægt að hafa í huga að það eru mennirnir sem stjórna fyrirtækjunum sem taka ákvarðanir en ekki fyrirtækin sem slík. Þessi galli er sérstaklega skaðlegur þar sem fákeppni eða einokun ríkir, líkt og í mjólkuriðnaði, fjármálaþjónustu og eldsneytissölu. Fram til þessa hefur stjórnvaldssektum kinnroðalaust verið velt yfir á neytendur í gegnum verðhækkanir. Það er hins vegar ekki náttúrulögmál að mjólkuriðnaður á Íslandi sé fastur í hlekkjum fákeppni og einokunar. Stjórnmálamenn hafa vísvitandi fært vel pólitískt tengdum fyrirtækjum á borð við MS og Kaupfélag Skagfirðinga einokunarstöðu gagnvart neytendum og bændum. Einfaldasta lausnin til að losa greinina úr viðjum hafta og einokunar er að brjóta niður verndarmúra og leyfa frjálsan innflutning á hvers kyns mjólkurafurðum. Engin heilbrigðisrök standa til þess að hefta innflutning á mjólkurafurðum. Reynslan af frelsi í innflutningi á grænmeti gefur til kynna að hagur kúabænda muni vænkast við afnám innflutningshafta. Eftir stendur að einokunar- og haftakerfið í mjólkuriðnaði þjónar einungis hagsmunum MS og Kaupfélags Skagfirðinga en skaðar bæði bændur og neytendur. Í raunverulegu samkeppnisumhverfi gæti MS ekki beitt smærri samkeppnisaðila bolabrögðum og í öllu falli ekki velt sektum yfir á neytendur með verðhækkunum. Verði opnað fyrir frjálsan innflutning mjólkurafurða eiga íslenskir neytendur völ á bestu innfluttum ostum á skikkanlegu verði en líklegt er að innlendir framleiðendur standi sterkir að vígi í vörum með skemmra geymsluþol, á borð við nýmjólk, skyr og þess háttar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Sjá meira
Samkeppniseftirlitið sektaði Mjólkursamsöluna í síðustu viku um 480 milljónir vegna grófra samkeppnisbrota. MS seldi hrámjólk til samkeppnisaðila á mun hærra verði en til fyrirtækja sem tengd voru MS eignarböndum. Samkeppniseftirlitið tekur sérstaklega fram í ákvörðun sinni að MS hafi þvælst fyrir í málinu og haldið gögnum frá rannsókn þess. Niðurstaðan er sú að MS hafi vísvitandi misnotað markaðsráðandi stöðu sína til að keyra Mjólku í þrot, tekið svo yfir reksturinn og þá lækkað hrámjólkurverð til fyrirtækisins. Ekki voru fyrstu viðbrögð forsvarsmanna MS við þessari sekt traustvekjandi. Forstjóri fyrirtækisins lét sér fátt um finnast og sagði að sektinni yrði á endanum velt út í verðlagið og því yrðu það viðskiptavinir MS, neytendur, sem myndu greiða hana. Þetta samkeppnisbrotamál MS er mikill áfellisdómur yfir fyrirtækinu sjálfu en ekki síður yfir íslenskum stjórnvöldum og þeim stjórnmálamönnum sem komið hafa íslenskum mjólkuriðnaði í það horf sem nú er. Þá er það vissulega galli á lögum um viðurlög við samkeppnisbrotum að það skuli ávallt vera fyrirtækin sem greiða sektir en ekki stjórnendurnir sem gerast sekir um þau brot. Það er mikilvægt að hafa í huga að það eru mennirnir sem stjórna fyrirtækjunum sem taka ákvarðanir en ekki fyrirtækin sem slík. Þessi galli er sérstaklega skaðlegur þar sem fákeppni eða einokun ríkir, líkt og í mjólkuriðnaði, fjármálaþjónustu og eldsneytissölu. Fram til þessa hefur stjórnvaldssektum kinnroðalaust verið velt yfir á neytendur í gegnum verðhækkanir. Það er hins vegar ekki náttúrulögmál að mjólkuriðnaður á Íslandi sé fastur í hlekkjum fákeppni og einokunar. Stjórnmálamenn hafa vísvitandi fært vel pólitískt tengdum fyrirtækjum á borð við MS og Kaupfélag Skagfirðinga einokunarstöðu gagnvart neytendum og bændum. Einfaldasta lausnin til að losa greinina úr viðjum hafta og einokunar er að brjóta niður verndarmúra og leyfa frjálsan innflutning á hvers kyns mjólkurafurðum. Engin heilbrigðisrök standa til þess að hefta innflutning á mjólkurafurðum. Reynslan af frelsi í innflutningi á grænmeti gefur til kynna að hagur kúabænda muni vænkast við afnám innflutningshafta. Eftir stendur að einokunar- og haftakerfið í mjólkuriðnaði þjónar einungis hagsmunum MS og Kaupfélags Skagfirðinga en skaðar bæði bændur og neytendur. Í raunverulegu samkeppnisumhverfi gæti MS ekki beitt smærri samkeppnisaðila bolabrögðum og í öllu falli ekki velt sektum yfir á neytendur með verðhækkunum. Verði opnað fyrir frjálsan innflutning mjólkurafurða eiga íslenskir neytendur völ á bestu innfluttum ostum á skikkanlegu verði en líklegt er að innlendir framleiðendur standi sterkir að vígi í vörum með skemmra geymsluþol, á borð við nýmjólk, skyr og þess háttar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Sjá meira