Um jafnaðarstefnuna Ellert B. Schram skrifar 14. júlí 2016 07:00 Sennilega er mér eins farið og flestum öðrum, sem komnir eru til ára sinna, að líta um öxl og skoða líf sitt og reynslu. Og samfélagið allt. Fylgjast með breytingum nútímans og gildismati í hugsunum og skoðunum. Eitt af því sem vekur athygli mína eru skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna, einkum þó sú þróun að flokkur jafnaðarmanna mælist með innan við tíu prósent fylgi, aftur og aftur. Spurningin er sú, í ljósi sögunnar, hvort Íslendingar séu að hafna þeim skoðunum og baráttu, sem sósíaldemókratar (jafnaðarmenn) hafa haft að sínu leiðarljósi. Ég ætla aðeins að staldra við þessi tíðindi. Saga og tilvera Alþýðuflokksins gamla og íslenskra jafnaðarmanna, sem og Alþýðubandalagsins, á sér rætur í því samfélagi, þar sem vinnandi fólki var haldið í fátæktargildrum, vistarböndum og réttleysi. Það var fyrir mína tíð þegar vökulögin voru sett og almannatryggingar innleiddar eða þegar elliheimili og verkamannabústaðir voru fyrst reist og byggðir. En þetta voru risastórir áfangar í sögu íslenskrar alþýðu. Svo var það fyrir framgöngu jafnaðarmanna að lífeyrissjóðir voru löggiltir á sjöunda áratugi síðustu aldar og leiðrétt kjör og laun hinna vinnandi stétta. Öll þessi spor hefðu ekki verið stigin, nema fyrir baráttu þeirra stjórnmálafla sem létu sig varða jafnrétti og lífskjör alþýðu og almennings. Nú spyr ég: Þurfum við ekki lengur á þeim sjónarmiðum að halda í pólitík nútímans? Til hvers erum við að kjósa alþingismenn og forystumenn í ríki okkar og landi, nema til að standa vörð um jöfnuð, gera vel við bágstadda, tryggja velferð og gefa fólki kost á að lifa mannsæmandi lifi? Víst þarf stjórnmálaflokka sem hafa frelsi einstaklinga að leiðarljósi, flokka sem vilja samvinnu, flokka sem berjast fyrir náttúruvernd eða ýmiskonar sérhagsmunum, en undirstaða og grundvöllur ráðandi afla í þjóðfélaginu, hlýtur engu að síður að snúast um velsæld, farsæld og mannúð. Um jafnan rétt. Um afkomu og velferð allra.Utangarðs Ég hef látið mig varða kjör og réttindi eldri borgara að undanförnu. Á þeim vettvangi blasa við þær staðreyndir að gamalt fólk er sniðgengið. Ekki allir, en alltof margir. Fólk sem hefur lagt af mörkum störf, þátttöku og krafta sína í uppbyggingu þess samfélags sem við öll eigum. Fólk sem tilheyrir okkur, er með okkur, er skylt okkur, er enn í samfélaginu okkar. Þessi hópur fer stækkandi, fjölgandi. En hann hefur verið utangarðs. Viljum við að elsta kynslóðin sé afgangsstærð, þegar kemur að skiptingu fjár og aðstöðu í nútímasamfélagi? Viljum við láta eldri borgara lognast út af og gleymast, hvort heldur í stjórnmálum eða dægurþrasi, fólkið, sem komið er til ára sinna? Viljum við láta þá stjórnmálaflokka deyja drottni sínum, sem hafa hingað til og hafa enn, lagt áherslu á jafnrétti og farsæld, ekki aðeins fyrir eldri borgara, heldur alla þjóðfélagsþegna, meðbræður, samferðarmenn og minnimáttar? Lífið gengur ekki út á það eitt að koma ár sinni fyrir borð og hugsa um sinn eigin rass. Látum þá hugsun áfram lifa og dafna, að sem flestir búi við farsæld og jafnræði og njóti lífsins allt til enda. Verum meðvirk, ekki gleyma því hlutverki okkar og skyldu, að hlúa að þeim sem minna mega sín. Til þess þurfum við stjórnmálaflokk, talsmenn og fylkingu í þágu allra sem vilja að samkennd, jöfnuður og réttlæti eigi sér pólitískt líf. Ekki gleyma sögunni. Ekki gleyma forfeðrum okkar og fortíðinni. Unga fólkinu og framtíðinni.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Sennilega er mér eins farið og flestum öðrum, sem komnir eru til ára sinna, að líta um öxl og skoða líf sitt og reynslu. Og samfélagið allt. Fylgjast með breytingum nútímans og gildismati í hugsunum og skoðunum. Eitt af því sem vekur athygli mína eru skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna, einkum þó sú þróun að flokkur jafnaðarmanna mælist með innan við tíu prósent fylgi, aftur og aftur. Spurningin er sú, í ljósi sögunnar, hvort Íslendingar séu að hafna þeim skoðunum og baráttu, sem sósíaldemókratar (jafnaðarmenn) hafa haft að sínu leiðarljósi. Ég ætla aðeins að staldra við þessi tíðindi. Saga og tilvera Alþýðuflokksins gamla og íslenskra jafnaðarmanna, sem og Alþýðubandalagsins, á sér rætur í því samfélagi, þar sem vinnandi fólki var haldið í fátæktargildrum, vistarböndum og réttleysi. Það var fyrir mína tíð þegar vökulögin voru sett og almannatryggingar innleiddar eða þegar elliheimili og verkamannabústaðir voru fyrst reist og byggðir. En þetta voru risastórir áfangar í sögu íslenskrar alþýðu. Svo var það fyrir framgöngu jafnaðarmanna að lífeyrissjóðir voru löggiltir á sjöunda áratugi síðustu aldar og leiðrétt kjör og laun hinna vinnandi stétta. Öll þessi spor hefðu ekki verið stigin, nema fyrir baráttu þeirra stjórnmálafla sem létu sig varða jafnrétti og lífskjör alþýðu og almennings. Nú spyr ég: Þurfum við ekki lengur á þeim sjónarmiðum að halda í pólitík nútímans? Til hvers erum við að kjósa alþingismenn og forystumenn í ríki okkar og landi, nema til að standa vörð um jöfnuð, gera vel við bágstadda, tryggja velferð og gefa fólki kost á að lifa mannsæmandi lifi? Víst þarf stjórnmálaflokka sem hafa frelsi einstaklinga að leiðarljósi, flokka sem vilja samvinnu, flokka sem berjast fyrir náttúruvernd eða ýmiskonar sérhagsmunum, en undirstaða og grundvöllur ráðandi afla í þjóðfélaginu, hlýtur engu að síður að snúast um velsæld, farsæld og mannúð. Um jafnan rétt. Um afkomu og velferð allra.Utangarðs Ég hef látið mig varða kjör og réttindi eldri borgara að undanförnu. Á þeim vettvangi blasa við þær staðreyndir að gamalt fólk er sniðgengið. Ekki allir, en alltof margir. Fólk sem hefur lagt af mörkum störf, þátttöku og krafta sína í uppbyggingu þess samfélags sem við öll eigum. Fólk sem tilheyrir okkur, er með okkur, er skylt okkur, er enn í samfélaginu okkar. Þessi hópur fer stækkandi, fjölgandi. En hann hefur verið utangarðs. Viljum við að elsta kynslóðin sé afgangsstærð, þegar kemur að skiptingu fjár og aðstöðu í nútímasamfélagi? Viljum við láta eldri borgara lognast út af og gleymast, hvort heldur í stjórnmálum eða dægurþrasi, fólkið, sem komið er til ára sinna? Viljum við láta þá stjórnmálaflokka deyja drottni sínum, sem hafa hingað til og hafa enn, lagt áherslu á jafnrétti og farsæld, ekki aðeins fyrir eldri borgara, heldur alla þjóðfélagsþegna, meðbræður, samferðarmenn og minnimáttar? Lífið gengur ekki út á það eitt að koma ár sinni fyrir borð og hugsa um sinn eigin rass. Látum þá hugsun áfram lifa og dafna, að sem flestir búi við farsæld og jafnræði og njóti lífsins allt til enda. Verum meðvirk, ekki gleyma því hlutverki okkar og skyldu, að hlúa að þeim sem minna mega sín. Til þess þurfum við stjórnmálaflokk, talsmenn og fylkingu í þágu allra sem vilja að samkennd, jöfnuður og réttlæti eigi sér pólitískt líf. Ekki gleyma sögunni. Ekki gleyma forfeðrum okkar og fortíðinni. Unga fólkinu og framtíðinni.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar