Guðni er minn kostur Eiríkur Hjálmarsson skrifar 20. júní 2016 11:27 Saga embættis forseta Íslands er stutt eða bara rúm 70 ár. Fimm hafa gegnt því. Til samanburðar má rekja röð Japanskeisara aftur fyrir landnám Íslands og nú ríkir sá 125. í óslitinni röð. Japanar fá hinsvegar ekki að velja sér þjóðhöfðingja. Það fáum við og nú er komið að því. Ekki skortir okkur úrvalið af frambjóðendum í þetta skiptið. Þau eru eins ólík og þau eru mörg. Hvert með sínar áherslur og stílbrigði; styrkleika og snöggu bletti. Maður mátar ekki bara áherslur frambjóðendanna við það sem manni sjálfum finnst, heldur ekki síður persónurnar og hvað eftir þær liggur. Sá frambjóðandi sem mér finnst hafa skarpasta sýn á verkefni næsta forseta er Guðni Th. Jóhannesson. Mér hugnast hans nálgun líka best. Ekki bara hefur hann rýnt í þessa stuttu sögu flestum betur, heldur hefur hann líka dregið af henni lærdóma, sem hann hefur miðlað óspart. Það finnst mér mikilvægt nú þegar 20 ára setu núverandi forseta lýkur og við kjósendur veljum hvert kúrsinn liggur héðan. Guðni hefur ekki bara með skrifum sínum og sögum lagt okkur í hendur tæki til að meta með heiðarlegum hætti þá leið sem við Íslendingar höfum valið síðustu áratugi, heldur líka boðist til að leiða okkur á ferðalaginu næstu árin. Fyrir það er ég þakklátur þeim Guðna og Elizu. Mér finnst þau hafa staðið sig með miklum sóma í að kynna sig og sjónarmið sín síðustu vikur. Þau hafa svarað spurningum fólks víða um land. Það hafa þau gert af heiðarleika og húmor, sem er kannski það sem mestu máli skiptir þegar öllu er á botninn hvolft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Saga embættis forseta Íslands er stutt eða bara rúm 70 ár. Fimm hafa gegnt því. Til samanburðar má rekja röð Japanskeisara aftur fyrir landnám Íslands og nú ríkir sá 125. í óslitinni röð. Japanar fá hinsvegar ekki að velja sér þjóðhöfðingja. Það fáum við og nú er komið að því. Ekki skortir okkur úrvalið af frambjóðendum í þetta skiptið. Þau eru eins ólík og þau eru mörg. Hvert með sínar áherslur og stílbrigði; styrkleika og snöggu bletti. Maður mátar ekki bara áherslur frambjóðendanna við það sem manni sjálfum finnst, heldur ekki síður persónurnar og hvað eftir þær liggur. Sá frambjóðandi sem mér finnst hafa skarpasta sýn á verkefni næsta forseta er Guðni Th. Jóhannesson. Mér hugnast hans nálgun líka best. Ekki bara hefur hann rýnt í þessa stuttu sögu flestum betur, heldur hefur hann líka dregið af henni lærdóma, sem hann hefur miðlað óspart. Það finnst mér mikilvægt nú þegar 20 ára setu núverandi forseta lýkur og við kjósendur veljum hvert kúrsinn liggur héðan. Guðni hefur ekki bara með skrifum sínum og sögum lagt okkur í hendur tæki til að meta með heiðarlegum hætti þá leið sem við Íslendingar höfum valið síðustu áratugi, heldur líka boðist til að leiða okkur á ferðalaginu næstu árin. Fyrir það er ég þakklátur þeim Guðna og Elizu. Mér finnst þau hafa staðið sig með miklum sóma í að kynna sig og sjónarmið sín síðustu vikur. Þau hafa svarað spurningum fólks víða um land. Það hafa þau gert af heiðarleika og húmor, sem er kannski það sem mestu máli skiptir þegar öllu er á botninn hvolft.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar