Fjölmiðlahreiður í Efstaleiti? Ögmundur Jónasson skrifar 22. júní 2016 07:00 Ég þykist vita að skipulagsferli Útvarpsreitsins í Efstaleiti í Reykjavík sé á síðustu metrum. Enn er þó auglýst eftir athugasemdum við skipulagið. Mín athugasemd birtist hér. Hún felur jafnframt í sér andmæli gegn vaxandi verktakaræði. Ef mig ekki misminnir þá var upphaflega gert ráð fyrir þremur stórum RÚV byggingum á reitnum, þ.e. fyrir Útvarpið og Sjónvarpið og síðan upptökusali. Aldrei voru þó byggðar fleiri byggingar en ein á reitnum, sem ég hygg að hafi teygt sig frá Bústaðavegi að Listabraut. Hugsunin var sú að byggja þyrfti yfir margvíslega þjónustu og menningarstarfsemi sem þessi fjölmiðill þjóðarinnar sinnti. Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, sagði í ávarpi við opnun Útvarpshússins, fara vel á því að staðsetja menninguna við Efstaleiti þar sem sæi vítt yfir.Breytt umhverfi Frá þessum tíma hafa allar aðstæður breyst. Til sögunnar eru komnir fleiri fjölmiðlar og áherslur í framleiðslu ljósvakaefnis allt aðrar en þegar húsakosturinn var upphaflega hannaður. Í stað mikils rýmis fyrir starfsemina hefur á síðari árum verið talin meiri þörf á óstaðbundnum og hreyfanlegum tækjakosti. Að sama skapi hefur allur tækjabúnaður minnkað mjög í umfangi. Við þekkjum það frá tölvunum okkar, en hraðminnkandi tölvur eru hluti af þessari þróun. Samhliða þessu hafa fyrirtæki sem starfa við framleiðslu sjónvarpsefnis eflst, að ekki sé minnst á kvikmyndaiðnaðinn, sem hefur bókstaflega sprungið út. Þá má ekki gleyma því að menntun á ýmsum sviðum fjölmiðlunar og fjölmiðlatengd listsköpun hefur stóraukist. Hér er því að finna gróskumikið umhverfi þar sem einn þáttur styður annan. Þegar aðstæður fyrr og nú eru bornar saman, verður manni ljóst, að í reynd stóð til að byggja undir þaki Ríkisútvarpsins yfir alla þessa starfsemi. Innihaldið var að eðli til hið sama og nú. Starfsemin hefur með öðrum orðum vaxið og fundið sér margbreytilegri skipulagsform.Klasasvæði fjölmiðlunar Og nú leyfi ég mér að spyrja hvort Útvarpsreiturinn í Efstaleiti væri ekki ákjósanlegt fjölmiðlunarhreiður; að þar verði skipulögð eins konar klasabyggð fyrir alla þessa starfsemi, eins og alltaf var í kortunum, og væri hún í ætt við klasabyggð háskólastarfseminnar neðan Suðurgötu og talsvert þar austur úr. Þessi hugsun hefur oft leitað á huga minn en tilefnið til athugasemdar minnar til skipulagsyfirvalda nú, eru skrif íbúa á svæðinu, sem andæfa ákaft, en af veikum mætti, áformum um risastórar íbúðabyggingar á Útvarpsreitnum og vilja róttækar breytingar á núverandi skipulagi. Þykir þeim mörgum vera sýnt að verktakar ráði of miklu um þróun byggðar í Reykjavík og að þetta sé enn eitt dæmi þar um.Íbúar gegn verktakaræði Ég hef margoft varað við verktakaræðinu. Það verður þannig til að fjárvana sveitarfélög (eða stofnanir) selja land og vilja fá sem mest fyrir sinn snúð. Verktakar bjóða í landið og vilja sem mest byggingarmagn bæði til að greiða fyrir lóðirnar og hafa eitthvað sjálfir upp úr krafsinu. Í þessu tilviki eiga bæði Borgin og Ríkisútvarpið hagsmuna að gæta sem seljendur lands. Séra Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur, skrifar um Efstaleitið í nýlegri grein í Fréttablaðinu að „í staðinn fyrir fallegan, friðsælan reit fáum við nágrannarnir svo fyrirferðarmikið, hábyggt og þröngsett hverfi, að það verður sannkallað ferlíki. Því meira byggingarmagn, þeim mun meira fé … Á liðnu sumri …lagði (ég) til aðra nýtingu lóðarinnar. Ég stakk upp á, að borgin keypti hana og nýtti í þágu útivistar og afþreyingar fyrir þá sem búa þarna í kring.“Borgaryfirvöld vilja hlusta Stjórnendur Reykjavíkurborgar hafa marglýst þeim ásetningi að vilja hlusta á íbúana og taka tillit til óska þeirra. Þvert á þá hugsun koma síðan byggingaverktakarnir. Stórvarasamt er hve þeir eru farnir að ráða miklu bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Þótt þessi grein sé innlegg í umræðu um skipulagsmál er hún jafnframt og ekki síður, hvatning til Reykjavíkurborgar um að losa íbúa sína úr klóm verktaka, sem sælast eftir skipulagsvaldi og eru því miður að hafa sitt fram í alltof ríkum mæli.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ég þykist vita að skipulagsferli Útvarpsreitsins í Efstaleiti í Reykjavík sé á síðustu metrum. Enn er þó auglýst eftir athugasemdum við skipulagið. Mín athugasemd birtist hér. Hún felur jafnframt í sér andmæli gegn vaxandi verktakaræði. Ef mig ekki misminnir þá var upphaflega gert ráð fyrir þremur stórum RÚV byggingum á reitnum, þ.e. fyrir Útvarpið og Sjónvarpið og síðan upptökusali. Aldrei voru þó byggðar fleiri byggingar en ein á reitnum, sem ég hygg að hafi teygt sig frá Bústaðavegi að Listabraut. Hugsunin var sú að byggja þyrfti yfir margvíslega þjónustu og menningarstarfsemi sem þessi fjölmiðill þjóðarinnar sinnti. Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, sagði í ávarpi við opnun Útvarpshússins, fara vel á því að staðsetja menninguna við Efstaleiti þar sem sæi vítt yfir.Breytt umhverfi Frá þessum tíma hafa allar aðstæður breyst. Til sögunnar eru komnir fleiri fjölmiðlar og áherslur í framleiðslu ljósvakaefnis allt aðrar en þegar húsakosturinn var upphaflega hannaður. Í stað mikils rýmis fyrir starfsemina hefur á síðari árum verið talin meiri þörf á óstaðbundnum og hreyfanlegum tækjakosti. Að sama skapi hefur allur tækjabúnaður minnkað mjög í umfangi. Við þekkjum það frá tölvunum okkar, en hraðminnkandi tölvur eru hluti af þessari þróun. Samhliða þessu hafa fyrirtæki sem starfa við framleiðslu sjónvarpsefnis eflst, að ekki sé minnst á kvikmyndaiðnaðinn, sem hefur bókstaflega sprungið út. Þá má ekki gleyma því að menntun á ýmsum sviðum fjölmiðlunar og fjölmiðlatengd listsköpun hefur stóraukist. Hér er því að finna gróskumikið umhverfi þar sem einn þáttur styður annan. Þegar aðstæður fyrr og nú eru bornar saman, verður manni ljóst, að í reynd stóð til að byggja undir þaki Ríkisútvarpsins yfir alla þessa starfsemi. Innihaldið var að eðli til hið sama og nú. Starfsemin hefur með öðrum orðum vaxið og fundið sér margbreytilegri skipulagsform.Klasasvæði fjölmiðlunar Og nú leyfi ég mér að spyrja hvort Útvarpsreiturinn í Efstaleiti væri ekki ákjósanlegt fjölmiðlunarhreiður; að þar verði skipulögð eins konar klasabyggð fyrir alla þessa starfsemi, eins og alltaf var í kortunum, og væri hún í ætt við klasabyggð háskólastarfseminnar neðan Suðurgötu og talsvert þar austur úr. Þessi hugsun hefur oft leitað á huga minn en tilefnið til athugasemdar minnar til skipulagsyfirvalda nú, eru skrif íbúa á svæðinu, sem andæfa ákaft, en af veikum mætti, áformum um risastórar íbúðabyggingar á Útvarpsreitnum og vilja róttækar breytingar á núverandi skipulagi. Þykir þeim mörgum vera sýnt að verktakar ráði of miklu um þróun byggðar í Reykjavík og að þetta sé enn eitt dæmi þar um.Íbúar gegn verktakaræði Ég hef margoft varað við verktakaræðinu. Það verður þannig til að fjárvana sveitarfélög (eða stofnanir) selja land og vilja fá sem mest fyrir sinn snúð. Verktakar bjóða í landið og vilja sem mest byggingarmagn bæði til að greiða fyrir lóðirnar og hafa eitthvað sjálfir upp úr krafsinu. Í þessu tilviki eiga bæði Borgin og Ríkisútvarpið hagsmuna að gæta sem seljendur lands. Séra Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur, skrifar um Efstaleitið í nýlegri grein í Fréttablaðinu að „í staðinn fyrir fallegan, friðsælan reit fáum við nágrannarnir svo fyrirferðarmikið, hábyggt og þröngsett hverfi, að það verður sannkallað ferlíki. Því meira byggingarmagn, þeim mun meira fé … Á liðnu sumri …lagði (ég) til aðra nýtingu lóðarinnar. Ég stakk upp á, að borgin keypti hana og nýtti í þágu útivistar og afþreyingar fyrir þá sem búa þarna í kring.“Borgaryfirvöld vilja hlusta Stjórnendur Reykjavíkurborgar hafa marglýst þeim ásetningi að vilja hlusta á íbúana og taka tillit til óska þeirra. Þvert á þá hugsun koma síðan byggingaverktakarnir. Stórvarasamt er hve þeir eru farnir að ráða miklu bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Þótt þessi grein sé innlegg í umræðu um skipulagsmál er hún jafnframt og ekki síður, hvatning til Reykjavíkurborgar um að losa íbúa sína úr klóm verktaka, sem sælast eftir skipulagsvaldi og eru því miður að hafa sitt fram í alltof ríkum mæli.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun