Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 26-23 | Strákarnir fara með þrjú mörk til Portúgal Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöll skrifar 12. júní 2016 19:45 Úr leiknum í kvöld. vísir/stefán Ísland lagði Portúgal 26-23 í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu í handbolta í Frakklandi í janúar í Laugardalshöll. Ísland var 13-10 yfir í hálfleik.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í dag og tók meðfylgjandi myndir. Ísland fer því með þriggja marka forystu til Portúgal þar sem liðin mætast í seinni leik umspilsins á fimmtudaginn. Ísland lék öfluga vörn í leiknum og var markvarsla Björgvins Páls Gústavssonar frábær. Björgvin var stórbrotinn í fyrri hálfleik og góður eftir hlé en sóknarlega getur íslenska liðið leikið mun betur. Íslenska liðið náði frumkvæðinu er leið á fyrri hálfleikinn og komst fimm mörkum yfir snemma í seinni hálfleik. Lið Portúgals er gott og bitu gestirnir hressilega frá sér og náði Ísland aldrei stærra forskoti í leiknum. Guðjón Valur Sigurðsson og Vignir Svavarsson voru ekki með Íslandi vegna meiðsla og var Guðjóns helst saknað í hraðaupphlaupunum þar sem hann er í sérflokki. Bjarki Már Elísson fékk tækifærið í vinsta horninu og stóð sig vel en hraðaupphlaupin vantaði sárlega. Seinni bylgjan hjá Íslandi var vart til staðar og lítil ógn af hröðum sóknum liðsins. Sóknarleikurinn var á köflum hægur og getur íslenska liðið mun betur þar en liðið sýndi í dag. Að fara með þrjú mörk til Portúgals er ekki mikið forskot og ljóst að íslenska liðið þarf að leika sinn besta leik þar til að tryggja sæti á HM í Frakklandi. Portúgalska liðið er sterkt. Liðið er gott varnarlega og með öfluga leikmenn í flestum stöðum í sókninni. Björgvin Páll bar af í íslenska liðinu í kvöld og varði 20 skot í markinu. Aron Pálmarsson náði sér vel á strik í seinni hálfleik eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skotunum framan af leik. Rúnar Kárason átti góða innkomu en fór illa með gott færi seint í leiknum sem hefði getað komið Íslandi fimm mörkum yfir. Kári Kristján Kristjánsson lék allan leikinn á línunni og stóð sig mjög vel. Hann nýtti öll skotin sín auk þess að fiska fjögur vítaköst og er ekki við hann að sakast að vítaskyttur Íslands í leiknum hafi látið verja þau öll frá sér.Aron: Fékk fiðring í magann Aron Pálmarsson bar fyrirliðabandið í kvöld og var þetta í fyrsta sinn sem hann leiddi íslenska A-landsliðið inn á keppnisvöll. „Það var gæsahúð. Maður var pínu smeykur við áhorfendafjöldan en ég er fáránlega stoltur að labba inn í þetta, full höll,“ sagði Aron. „Geir spurði mig hvort ég væri klár í þetta í hádeginu og svaraði því auðvitað játandi og ég viðurkenni það að ég fékk fiðring í magann. Þetta var aðeins öðruvísi en það er alveg hægt að venjast þessu.“ Umgjörðin hjá HSÍ var frábær fyrir þennan leik. Mikið um að vera fyrir áhorfendur fyrir leik og öllu tjaldað til. „Þetta var algjörlega meiriháttar. Aðstæður eru erfiðar og fótboltinn er eðlilega búinn að taka mikla athygli og maður er sjálfur mjög spenntur fyrir EM í fótbolta en HSÍ gerði þetta hrikalega vel og við sjáum að þjóðinni þykir enn vænt um handboltann,“ sagði Aron en Laugardalshöllinn var full í kvöld. „Ég bjóst við leiknum svona en þegar við náðum fimm marka forystu í seinni hálfleik þá hefði ég viljað gjörsamlega klára þá og ná sjötta, sjöunda og enda kannski þar. „Þrjú mörk í handbolta er ekki neitt en mér finnst við vera með það betra lið að við eigum að fara til Portúgals og vinna. Við eigum ekki að reyna að verja þessi mörk en ef við förum í þannig pælingar er gott að þeir skoruðu ekki mikið. Ef við förum yfir 23 mörk þá erum við komnir með fjórða markið þannig séð. „Við eigum bara að einbeita okkur að okkur sjálfum og fara í þann leik 0-0 og vinna hann,“ sagði Aron en íslenska liðið á mikið inni sóknarlega fyrir seinni leikinn og þá ekki síst í hröðum upphlaupum. „Seinni bylgjan var mjög léleg hjá okkur. Hún var óskipulögð og við hlupum illa. Við töluðum um það í hálfleik. Það var eina sem vantaði. Við fengum færin sóknarlega. Það var ekki vesenið en hann er flottur í markinu hjá þeim. „Markvarslan og vörnin var geggjuð í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik en við þurfum að vera skipulagðari sóknarlega. Manni leið ekki vel að hlaupa. Við vorum ekki nógu mikið með eitthvað í gangi en við lögum það fyrir seinni leikinn,“ sagði Aron.Geir: Lögðum áherslu á vörn og markvörslu Geir Sveinsson þjálfari Íslands var fyrst og fremst ánægður með að vinna leikinn í dag gegn Portúgal. „Við fengum sigur. Þetta gengur út á það að vinna. Það er bara hálfleikur, 3-0,“ sagði Geir Sveinsson strax eftir leikinn. „Við lögðum áherslu á vörn og markvörslu, að það myndi vinna vel saman og ég held að það hafi tekist að mestu leyti. Það er nokkuð gott að halda þeim í 23 mörkum. Í síðustu 10 leikjum þeirra hafa þeir skorað að meðaltali 30 mörk. „Markmiðið okkur var að halda þeim niðri. Við gefum þeim að auki tvö, þrjú hraðaupphlaupsmörk sem var algjör óþarfi. Þetta hefði getað verið enn betra. „Frammi erum við ekki að nýta okkar tækifæri nægjanlega vel. Hann fer full mikið í markinu og tekur fjögur vítaköst. Síðan nýtum við varnarvinnuna og markvörslu Björgvins ekki nógu vel í hraðaupphlaupum,“ sagði Geir en Íslandi tókst ekki að nýta seinni bylgjuna sem skildi og keyra á Portúgal eftir að boltinn vannst. „Við leggjum upp ákveðna hluti hvað seinni bylgjuna varðar. Það var ekki alveg að virka. Ég á eftir að skoða það betur en fljótt á litið var það fljótfærni. Það vantaði yfirsýnina. Við vorum ekki að velja rétt í þeirri stöðu sem kemur upp.“ Ísland náði mest fimm marka forystu í leiknum en Geir spáir ekki mikið í þeim vangaveltum. „Ég held að við getum verið sammála um það að fimm mörk á 35. mínútu er ekki neitt. Þá eru 25 mínútur eftir. Auðvitað reynum við að byggja ofan á það en þetta sýnir okkur hvað portúgalska liðið er gott. „Það hættir aldrei og kemur stöðugt til baka og refsar fyrir hver einustu mistök,“ sagði Geir Sveinsson.Bjarki Már Elísson: Þeir eru mjög seigir Bjarki Már Elísson fékk tækifæri í byrjunarliði Íslands í dag vegna meiðsla Guðjóns Vals Sigurðsson og stóð fyrir sínu. „Já ég frétti það bara í hádeginu að hann væri meiddur og svo fékk ég að vita inn í klefa að ég fengi að byrja,“ sagði Bjarki Már en hann og Stefán Rafn Sigurmannsson berjast um stöðuna hans Guðjóns. „Það er alltaf skemmtilegt að spila í Laugardalshöllinni en ég hefði viljað gera betur í tveimur færum en annars er ég bara sáttur.“ Bjarki sagði erfitt við portúgalska liðið að eiga enda vel mannað lið á uppleið. „Þeir eru mjög seigir og með góða leikmenn. Þeir eru með öflugar skyttur, góðan markmann og fljóta hornamenn sem nýta færin sín vel. Þeir eru með erfiðan línumann, þeir eru með góða menn í öllum stöðum. „Við getum verið nokkuð sáttir með sigur þó hann hefði auðveldlega getað verið aðeins stærri. Það er hægt að byggja á þremur mörkum. „Við verðum að ná góðri endurheimt núna, skoða þá vel og mæta öflugir til leiks í Portúgal,“ sagði Bjarki Már.Kári: Kom með kaldan haus Kári Kristján Kristjánsson lék allan leikinn á línunni hjá Íslandi og náði sér vel á strik. Hann nýtti öll færin sín í leiknum og nældi að auki í fjögur vítaköst. Portúgalska vörnin þurfti að hafa hann í strangri gæslu allan leikinn. „Ég er búinn að vera duglegur síðan tímabilið með ÍBV var búið og ég mætti vel einbeittur í þessa leiki,“ sagði Kári. „Ég veit að strákarnir sem eru að koma að utan hafa verið á löngu og ströngu tímabili og hausinn kannski aðeins farinn að þreytast. Ég kom með smá forskot að koma með kaldan haus því það er langt síðan tímabilið var búið hjá mér og ég gat farið að hugsa um þessa leiki. „Þetta var eins og við bjuggumst við. Þeir lágu aftarlega og eru með líkamlega sterka stráka. Við náðum að nýta okkur það og ég var mikið með boltann. Fiskaði einhver vítaköst og skoraði þrjú mörk. „Það er möguleiki á að þeir þurfi að stíga eitt skref lengra í Portúgal og þá erum við með meira pláss og jafnvel fyrir mig. Svo verður Aron Pálmarsson með 12 mörk úti og allt í gangi,“ sagði Kári brattur að vanda. Ísland fer með þriggja marka forystu til Portúgals sem er ekki stórt forskot en Kári segir að það haldi mönnum á tánum. „Þetta er gott forskot. Mér finnst að fara ekki með of mikið því þá geta menn ekki mætt værukærir til leiks úti. „Það eru tveir reynslumiklir leikmenn ekki í hóp í dag sem við eigum mögulega inni fyrir útileikinn. Við vinnum þetta úti,“ sagði Kári að lokum.Samherjar Kára voru ekki nógu duglegir að nýta vítin sem hann fiskaði.vísir/stefánAron bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn í A-landsleik.vísir/stefánGeir stýrði íslenska liðinu í fyrsta sinn í mótsleik í dag.vísir/stefánBjarki Már nýtti tækifærið sitt vel í dag.vísir/stefán Handbolti Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Sjá meira
Ísland lagði Portúgal 26-23 í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu í handbolta í Frakklandi í janúar í Laugardalshöll. Ísland var 13-10 yfir í hálfleik.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í dag og tók meðfylgjandi myndir. Ísland fer því með þriggja marka forystu til Portúgal þar sem liðin mætast í seinni leik umspilsins á fimmtudaginn. Ísland lék öfluga vörn í leiknum og var markvarsla Björgvins Páls Gústavssonar frábær. Björgvin var stórbrotinn í fyrri hálfleik og góður eftir hlé en sóknarlega getur íslenska liðið leikið mun betur. Íslenska liðið náði frumkvæðinu er leið á fyrri hálfleikinn og komst fimm mörkum yfir snemma í seinni hálfleik. Lið Portúgals er gott og bitu gestirnir hressilega frá sér og náði Ísland aldrei stærra forskoti í leiknum. Guðjón Valur Sigurðsson og Vignir Svavarsson voru ekki með Íslandi vegna meiðsla og var Guðjóns helst saknað í hraðaupphlaupunum þar sem hann er í sérflokki. Bjarki Már Elísson fékk tækifærið í vinsta horninu og stóð sig vel en hraðaupphlaupin vantaði sárlega. Seinni bylgjan hjá Íslandi var vart til staðar og lítil ógn af hröðum sóknum liðsins. Sóknarleikurinn var á köflum hægur og getur íslenska liðið mun betur þar en liðið sýndi í dag. Að fara með þrjú mörk til Portúgals er ekki mikið forskot og ljóst að íslenska liðið þarf að leika sinn besta leik þar til að tryggja sæti á HM í Frakklandi. Portúgalska liðið er sterkt. Liðið er gott varnarlega og með öfluga leikmenn í flestum stöðum í sókninni. Björgvin Páll bar af í íslenska liðinu í kvöld og varði 20 skot í markinu. Aron Pálmarsson náði sér vel á strik í seinni hálfleik eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skotunum framan af leik. Rúnar Kárason átti góða innkomu en fór illa með gott færi seint í leiknum sem hefði getað komið Íslandi fimm mörkum yfir. Kári Kristján Kristjánsson lék allan leikinn á línunni og stóð sig mjög vel. Hann nýtti öll skotin sín auk þess að fiska fjögur vítaköst og er ekki við hann að sakast að vítaskyttur Íslands í leiknum hafi látið verja þau öll frá sér.Aron: Fékk fiðring í magann Aron Pálmarsson bar fyrirliðabandið í kvöld og var þetta í fyrsta sinn sem hann leiddi íslenska A-landsliðið inn á keppnisvöll. „Það var gæsahúð. Maður var pínu smeykur við áhorfendafjöldan en ég er fáránlega stoltur að labba inn í þetta, full höll,“ sagði Aron. „Geir spurði mig hvort ég væri klár í þetta í hádeginu og svaraði því auðvitað játandi og ég viðurkenni það að ég fékk fiðring í magann. Þetta var aðeins öðruvísi en það er alveg hægt að venjast þessu.“ Umgjörðin hjá HSÍ var frábær fyrir þennan leik. Mikið um að vera fyrir áhorfendur fyrir leik og öllu tjaldað til. „Þetta var algjörlega meiriháttar. Aðstæður eru erfiðar og fótboltinn er eðlilega búinn að taka mikla athygli og maður er sjálfur mjög spenntur fyrir EM í fótbolta en HSÍ gerði þetta hrikalega vel og við sjáum að þjóðinni þykir enn vænt um handboltann,“ sagði Aron en Laugardalshöllinn var full í kvöld. „Ég bjóst við leiknum svona en þegar við náðum fimm marka forystu í seinni hálfleik þá hefði ég viljað gjörsamlega klára þá og ná sjötta, sjöunda og enda kannski þar. „Þrjú mörk í handbolta er ekki neitt en mér finnst við vera með það betra lið að við eigum að fara til Portúgals og vinna. Við eigum ekki að reyna að verja þessi mörk en ef við förum í þannig pælingar er gott að þeir skoruðu ekki mikið. Ef við förum yfir 23 mörk þá erum við komnir með fjórða markið þannig séð. „Við eigum bara að einbeita okkur að okkur sjálfum og fara í þann leik 0-0 og vinna hann,“ sagði Aron en íslenska liðið á mikið inni sóknarlega fyrir seinni leikinn og þá ekki síst í hröðum upphlaupum. „Seinni bylgjan var mjög léleg hjá okkur. Hún var óskipulögð og við hlupum illa. Við töluðum um það í hálfleik. Það var eina sem vantaði. Við fengum færin sóknarlega. Það var ekki vesenið en hann er flottur í markinu hjá þeim. „Markvarslan og vörnin var geggjuð í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik en við þurfum að vera skipulagðari sóknarlega. Manni leið ekki vel að hlaupa. Við vorum ekki nógu mikið með eitthvað í gangi en við lögum það fyrir seinni leikinn,“ sagði Aron.Geir: Lögðum áherslu á vörn og markvörslu Geir Sveinsson þjálfari Íslands var fyrst og fremst ánægður með að vinna leikinn í dag gegn Portúgal. „Við fengum sigur. Þetta gengur út á það að vinna. Það er bara hálfleikur, 3-0,“ sagði Geir Sveinsson strax eftir leikinn. „Við lögðum áherslu á vörn og markvörslu, að það myndi vinna vel saman og ég held að það hafi tekist að mestu leyti. Það er nokkuð gott að halda þeim í 23 mörkum. Í síðustu 10 leikjum þeirra hafa þeir skorað að meðaltali 30 mörk. „Markmiðið okkur var að halda þeim niðri. Við gefum þeim að auki tvö, þrjú hraðaupphlaupsmörk sem var algjör óþarfi. Þetta hefði getað verið enn betra. „Frammi erum við ekki að nýta okkar tækifæri nægjanlega vel. Hann fer full mikið í markinu og tekur fjögur vítaköst. Síðan nýtum við varnarvinnuna og markvörslu Björgvins ekki nógu vel í hraðaupphlaupum,“ sagði Geir en Íslandi tókst ekki að nýta seinni bylgjuna sem skildi og keyra á Portúgal eftir að boltinn vannst. „Við leggjum upp ákveðna hluti hvað seinni bylgjuna varðar. Það var ekki alveg að virka. Ég á eftir að skoða það betur en fljótt á litið var það fljótfærni. Það vantaði yfirsýnina. Við vorum ekki að velja rétt í þeirri stöðu sem kemur upp.“ Ísland náði mest fimm marka forystu í leiknum en Geir spáir ekki mikið í þeim vangaveltum. „Ég held að við getum verið sammála um það að fimm mörk á 35. mínútu er ekki neitt. Þá eru 25 mínútur eftir. Auðvitað reynum við að byggja ofan á það en þetta sýnir okkur hvað portúgalska liðið er gott. „Það hættir aldrei og kemur stöðugt til baka og refsar fyrir hver einustu mistök,“ sagði Geir Sveinsson.Bjarki Már Elísson: Þeir eru mjög seigir Bjarki Már Elísson fékk tækifæri í byrjunarliði Íslands í dag vegna meiðsla Guðjóns Vals Sigurðsson og stóð fyrir sínu. „Já ég frétti það bara í hádeginu að hann væri meiddur og svo fékk ég að vita inn í klefa að ég fengi að byrja,“ sagði Bjarki Már en hann og Stefán Rafn Sigurmannsson berjast um stöðuna hans Guðjóns. „Það er alltaf skemmtilegt að spila í Laugardalshöllinni en ég hefði viljað gera betur í tveimur færum en annars er ég bara sáttur.“ Bjarki sagði erfitt við portúgalska liðið að eiga enda vel mannað lið á uppleið. „Þeir eru mjög seigir og með góða leikmenn. Þeir eru með öflugar skyttur, góðan markmann og fljóta hornamenn sem nýta færin sín vel. Þeir eru með erfiðan línumann, þeir eru með góða menn í öllum stöðum. „Við getum verið nokkuð sáttir með sigur þó hann hefði auðveldlega getað verið aðeins stærri. Það er hægt að byggja á þremur mörkum. „Við verðum að ná góðri endurheimt núna, skoða þá vel og mæta öflugir til leiks í Portúgal,“ sagði Bjarki Már.Kári: Kom með kaldan haus Kári Kristján Kristjánsson lék allan leikinn á línunni hjá Íslandi og náði sér vel á strik. Hann nýtti öll færin sín í leiknum og nældi að auki í fjögur vítaköst. Portúgalska vörnin þurfti að hafa hann í strangri gæslu allan leikinn. „Ég er búinn að vera duglegur síðan tímabilið með ÍBV var búið og ég mætti vel einbeittur í þessa leiki,“ sagði Kári. „Ég veit að strákarnir sem eru að koma að utan hafa verið á löngu og ströngu tímabili og hausinn kannski aðeins farinn að þreytast. Ég kom með smá forskot að koma með kaldan haus því það er langt síðan tímabilið var búið hjá mér og ég gat farið að hugsa um þessa leiki. „Þetta var eins og við bjuggumst við. Þeir lágu aftarlega og eru með líkamlega sterka stráka. Við náðum að nýta okkur það og ég var mikið með boltann. Fiskaði einhver vítaköst og skoraði þrjú mörk. „Það er möguleiki á að þeir þurfi að stíga eitt skref lengra í Portúgal og þá erum við með meira pláss og jafnvel fyrir mig. Svo verður Aron Pálmarsson með 12 mörk úti og allt í gangi,“ sagði Kári brattur að vanda. Ísland fer með þriggja marka forystu til Portúgals sem er ekki stórt forskot en Kári segir að það haldi mönnum á tánum. „Þetta er gott forskot. Mér finnst að fara ekki með of mikið því þá geta menn ekki mætt værukærir til leiks úti. „Það eru tveir reynslumiklir leikmenn ekki í hóp í dag sem við eigum mögulega inni fyrir útileikinn. Við vinnum þetta úti,“ sagði Kári að lokum.Samherjar Kára voru ekki nógu duglegir að nýta vítin sem hann fiskaði.vísir/stefánAron bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn í A-landsleik.vísir/stefánGeir stýrði íslenska liðinu í fyrsta sinn í mótsleik í dag.vísir/stefánBjarki Már nýtti tækifærið sitt vel í dag.vísir/stefán
Handbolti Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Sjá meira