Erlent

Nema þyngdarbylgjur í annað sinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vísindamenn hafa í annað sinn á skömmum tíma greint svokallaðar þyngdarbylgjur í alheiminum. Uppgötvunin rennir enn frekari stoðum undir einn mikilvægasta þáttinn í hinni almennu afstæðiskenningu Alberts Einstein frá árinu 1916.

Það voru vísindamenn við LIGO-rannsóknarstöðina í Bandaríkjunum sem fyrstir allra sáu ótvíræð merki um þyngdarbylgjur og greint var frá uppgötvuninni í febrúar síðastliðnum. Þeir hafa nú í annað sinn greint þyngdarbylgjur en merkin bárust þann 25. desember.

Sjá einnig: Vísindamenn finna þyngdarbylgjur: Markar tímamót í stjarnvísindum

Heiti stöðvarinnar, LIGO, stendur fyrir Laser Interferometer Gravitat­ional Wave Observatory. Hún var sett upp árið 1992 í þeim tilgangi að greina þyngdarbylgjur og er með greiningarstöðvar á tveimur stöðum í Bandaríkjunum, í Hanford í Washingtonríki og Livingston í Louisiana.

Þrjú þúsund kílómetrar eru á milli greiningarstöðvanna, en fjarlægðin er nauðsynleg til að greina þyngdarbylgjur.

Sjá einnig: Þyngdarbylgjur á mannamáli

Vísindamennirnir segja að merkin hafi borist frá tveimur svartholum sem snerust hvort um annað og enduðu á því að sogast saman í eitt svarthol.




Tengdar fréttir

Á þátt í merkilegum uppgötvunum LIGO

Íslenskur vísindamaður í Arizona sérhæfir sig í smíði nema sem greina þyngdarbylgjur. Hann starfaði við LIGO-verkefnið í Louisiana í fjölda ára og á því þátt í þeim tímamótum sem urðu þegar tókst að nema þyngdarbylgjur í fy

Þyngdarbylgjur á mannamáli

Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og stjörnuáhugamaður útskýrði uppgötvun gærdagsins á mannamáli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×