Fjórtán tíma málþóf á þingi vegna árásarinnar í Orlando Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2016 10:30 Chris Murphy. Vísir/Getty Öldungadeildarþingmaðurinn og Demókratinn Chris Murphy leiddi í gær tæplega fimmtán klukkustunda málþóf á öldungadeildarþingi Bandaríkjanna. Með málþófi sínu vildi Murphy fá í gegn að kosið yrði um frumvarp um hert lög varðandi byssueign. Að mestu talaði Murphy fyrir nánast tómum þingsal en aðrir þingmenn Demókrata fluttu einnig ræður. Byssur af gerðinni AR-15 hafa verið notaðar í tíu mannskæðar skotárásir frá árinu 2011.Vísir/GraphicNews Tilefnið er skotárásin á skemmtistaðinn Pulse í Orlando um helgina. 49 voru myrtir og 53 særðir, þar af nokkrir alvarlega. Frumvarpið sem Murphy vill að kosið verði um felur í sér umfangsmeiri bakgrunnskannanir byssukaupenda og að ólöglegt væri að selja skotvopn til grunaðra hryðjuverkamanna. Þegar Murphy steig úr pontu sagðist hann hafa fengið vilyrði Repúblikana um að kosið yrði um tillögur hans, en ólíklegt er að þær verði samþykktar á öldungaþinginu þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Murphy er þingmaður frá Connecticut þar sem Sandy Hook fjöldamorðið var framið árið 2012. 20 börn og sex kennarar voru skotin til bana af árásarmanni. Þingmaðurinn sagði að hann gæti ekki horft í augu ættingja þeirra barna sem voru myrt og sagt þeim að síðan þá hefði þingheimur ekkert brugðist við til að draga úr aðgengi fólks að kraftmiklum skotvopnum. Þingmaðurinn endaði málþóf sitt á að fjalla um ungan dreng sem var myrtur í Sandy Hook en myndband af þeim hluta má sjá hér að neðan. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir 200 hommar brustu í söng fyrir fórnarlömbin í Orlando út á götu í London Þúsundir manna mættu á minningarathöfn fyrir fórnarlömbin í Orlando sem haldin var í hjarta Lundúna í gær. 14. júní 2016 10:44 Eiginkona Mateen reyndi af tala hann ofan af árásinni á Pulse Kona árásarmannsins sem skaut 49 manns til bana á skemmtistaðnum Pulse í Orlando hefur sagt fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar FBI að hún hafi reynt að tala eiginmann sinn ofan af árásinni. 14. júní 2016 16:55 Fastakúnnar á Pulse segja Mateen hafa stundað staðinn og notað app fyrir samkynhneigða Mateen réðst að skemmtistaðnum Pulse sem er sérstaklega fyrir samkynhneigða. Hann var kúnni þar sjálfur. 14. júní 2016 08:45 Frambjóðendur rökræða um hvernig skilgreina skuli árásina Forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum hafa deilt um skilgreiningar á skotárásinni í Orlandó á sunnudag. 14. júní 2016 07:00 Árásarmaðurinn í Orlando: Ofbeldisfullur og innblásinn af hugmyndafræði öfgasamtaka Omar Mateen fæddist árið 1986 í New York en foreldrar hans eru frá Afganistan. Mateen var búsettur í Fort Pierce sem er suðaustur af Orlando. Hann giftist árið 2009 en árið 2011 sótti hann um skilnað. 13. júní 2016 16:40 Eiginkona Mateen mögulega ákærð Noor Salman vissi af áætlunum eiginmanns síns um að skjóta fjölda fólks til bana. 15. júní 2016 10:21 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn og Demókratinn Chris Murphy leiddi í gær tæplega fimmtán klukkustunda málþóf á öldungadeildarþingi Bandaríkjanna. Með málþófi sínu vildi Murphy fá í gegn að kosið yrði um frumvarp um hert lög varðandi byssueign. Að mestu talaði Murphy fyrir nánast tómum þingsal en aðrir þingmenn Demókrata fluttu einnig ræður. Byssur af gerðinni AR-15 hafa verið notaðar í tíu mannskæðar skotárásir frá árinu 2011.Vísir/GraphicNews Tilefnið er skotárásin á skemmtistaðinn Pulse í Orlando um helgina. 49 voru myrtir og 53 særðir, þar af nokkrir alvarlega. Frumvarpið sem Murphy vill að kosið verði um felur í sér umfangsmeiri bakgrunnskannanir byssukaupenda og að ólöglegt væri að selja skotvopn til grunaðra hryðjuverkamanna. Þegar Murphy steig úr pontu sagðist hann hafa fengið vilyrði Repúblikana um að kosið yrði um tillögur hans, en ólíklegt er að þær verði samþykktar á öldungaþinginu þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Murphy er þingmaður frá Connecticut þar sem Sandy Hook fjöldamorðið var framið árið 2012. 20 börn og sex kennarar voru skotin til bana af árásarmanni. Þingmaðurinn sagði að hann gæti ekki horft í augu ættingja þeirra barna sem voru myrt og sagt þeim að síðan þá hefði þingheimur ekkert brugðist við til að draga úr aðgengi fólks að kraftmiklum skotvopnum. Þingmaðurinn endaði málþóf sitt á að fjalla um ungan dreng sem var myrtur í Sandy Hook en myndband af þeim hluta má sjá hér að neðan.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir 200 hommar brustu í söng fyrir fórnarlömbin í Orlando út á götu í London Þúsundir manna mættu á minningarathöfn fyrir fórnarlömbin í Orlando sem haldin var í hjarta Lundúna í gær. 14. júní 2016 10:44 Eiginkona Mateen reyndi af tala hann ofan af árásinni á Pulse Kona árásarmannsins sem skaut 49 manns til bana á skemmtistaðnum Pulse í Orlando hefur sagt fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar FBI að hún hafi reynt að tala eiginmann sinn ofan af árásinni. 14. júní 2016 16:55 Fastakúnnar á Pulse segja Mateen hafa stundað staðinn og notað app fyrir samkynhneigða Mateen réðst að skemmtistaðnum Pulse sem er sérstaklega fyrir samkynhneigða. Hann var kúnni þar sjálfur. 14. júní 2016 08:45 Frambjóðendur rökræða um hvernig skilgreina skuli árásina Forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum hafa deilt um skilgreiningar á skotárásinni í Orlandó á sunnudag. 14. júní 2016 07:00 Árásarmaðurinn í Orlando: Ofbeldisfullur og innblásinn af hugmyndafræði öfgasamtaka Omar Mateen fæddist árið 1986 í New York en foreldrar hans eru frá Afganistan. Mateen var búsettur í Fort Pierce sem er suðaustur af Orlando. Hann giftist árið 2009 en árið 2011 sótti hann um skilnað. 13. júní 2016 16:40 Eiginkona Mateen mögulega ákærð Noor Salman vissi af áætlunum eiginmanns síns um að skjóta fjölda fólks til bana. 15. júní 2016 10:21 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
200 hommar brustu í söng fyrir fórnarlömbin í Orlando út á götu í London Þúsundir manna mættu á minningarathöfn fyrir fórnarlömbin í Orlando sem haldin var í hjarta Lundúna í gær. 14. júní 2016 10:44
Eiginkona Mateen reyndi af tala hann ofan af árásinni á Pulse Kona árásarmannsins sem skaut 49 manns til bana á skemmtistaðnum Pulse í Orlando hefur sagt fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar FBI að hún hafi reynt að tala eiginmann sinn ofan af árásinni. 14. júní 2016 16:55
Fastakúnnar á Pulse segja Mateen hafa stundað staðinn og notað app fyrir samkynhneigða Mateen réðst að skemmtistaðnum Pulse sem er sérstaklega fyrir samkynhneigða. Hann var kúnni þar sjálfur. 14. júní 2016 08:45
Frambjóðendur rökræða um hvernig skilgreina skuli árásina Forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum hafa deilt um skilgreiningar á skotárásinni í Orlandó á sunnudag. 14. júní 2016 07:00
Árásarmaðurinn í Orlando: Ofbeldisfullur og innblásinn af hugmyndafræði öfgasamtaka Omar Mateen fæddist árið 1986 í New York en foreldrar hans eru frá Afganistan. Mateen var búsettur í Fort Pierce sem er suðaustur af Orlando. Hann giftist árið 2009 en árið 2011 sótti hann um skilnað. 13. júní 2016 16:40
Eiginkona Mateen mögulega ákærð Noor Salman vissi af áætlunum eiginmanns síns um að skjóta fjölda fólks til bana. 15. júní 2016 10:21