Emil: Ef þið viljið klína þessu marki á mig þá get ég alveg tekið það á mig Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 19:07 Emil Hallfreðsson og Kári Árnason eftir leikinn. Vísir/Getty Emil Hallfreðsson kom inná sem varamaður fyrir Aron Einar Gunnarsson og sofnaði á verðinum þegar Ungverjum tókst að jafna metin í lokin. Hann var svekktur í leikslok og allir okkar strákar. Ísland var yfir í fimmtíu mínútur í leiknum en Ungverjum tókst að jafna metin á 89. mínútu þegar Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Emil missti af sínum manni í aðdragandanum. „Þetta gerðist hratt en minn maður slapp inn fyrir mig og ég bjóst ekki alveg við sendingunni," sagði Emil Hallfreðsson eftir leikinn en hann vildi þó ekki alveg taka það á sig. „Það eru margir þættir sem koma að marki og ekki bara einstaklingsmistök. Þeir voru búnir að liggja mikið á okkur allan seinni hálfleikinn. Ef þið vilji klína þessu marki á mig þá get ég alveg tekið það á mig," sagði Emil.Sænskir sjónvarpsmenn greindu jöfnunarmark Ungverja þar sem Emil gleymdi sér.Skjáskot af SVT„Þetta var grautfúlt ef ég segi alveg eins og er. Það er stutt á milli í boltanum, það er stutt í kúkinn og það er stutt í kúkinn," sagði Emil. „Það gekk svolítið illa allan leikinn að halda boltanum og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum eftir að við vorum búnir að skora markið. Þá gekk það extra illa enda við meira í því að sparka boltanum fram þar sem ekkert var í gangi," sagði Emil. „Á stórmóti eins og EM þá er það erfitt að ætla að verjast í 60 mínútur og halda markinu hreinu. Það kemur alltaf að því að það koma upp mistök og þeir geta sett mark. Það getur alltaf gerst," sagði Emil. „Það var mjög gaman að koma inná en þetta er samt bara fótboltaleikur.Það var ótrúlega góð stemmning og gaman að koma inn. Í endann var síðan grautfúlt að fá þetta mark á okkur. Ég er frekar svekktur eftir það," sagði Emil. Íslenska liðið er komið með tvö stig en það lítur út fyrir það að ekkert nema sigur í lokaleiknum komi liðinu áfram í sextán liða úrslitin.Markið má sjá að neðan en myndbandið er aðeins aðgengilegt á Íslandi.Jöfnunarmark Ungverja. 1-1 #EMÍsland https://t.co/xDYd7eXvcV— Síminn (@siminn) June 18, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ragnar: Mjög þungt andrúmsloft í klefanum Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, var sár og svekktur með niðurstöðuna í leikslok þegar hann ræddi við blaðamenn. 18. júní 2016 19:04 Heimir: Enn eina ósigraða liðið í sögu EM Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson sagði að ekkert þýddi annað en að vera upplitsdjarfur fyrir framhaldið í keppninni. 18. júní 2016 19:00 Gylfi: Við vorum eiginlega með þrjú stig í hendi okkar Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi í 1-0 á móti Ungverjalandi og það munaði ekki miklu að markið hans hefði dugað til sigurs. Gylfi var því svekktur eftir leikinn. 18. júní 2016 18:14 Heimir: Aron Einar fékk högg og stífnaði upp Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, stífnaði upp í leiknum gegn Ungverjum í dag og var það ástæðan fyrir því að Aron fór af velli á 66. mínútu í jafnteflinu í dag. 18. júní 2016 18:52 Birkir Már um sjálfsmarkið: Hitti boltann ekki nógu vel Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar Ísland og Ungverjaland mættust í Marseille í F-riðli á EM 2016 í dag. 18. júní 2016 19:06 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Emil Hallfreðsson kom inná sem varamaður fyrir Aron Einar Gunnarsson og sofnaði á verðinum þegar Ungverjum tókst að jafna metin í lokin. Hann var svekktur í leikslok og allir okkar strákar. Ísland var yfir í fimmtíu mínútur í leiknum en Ungverjum tókst að jafna metin á 89. mínútu þegar Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Emil missti af sínum manni í aðdragandanum. „Þetta gerðist hratt en minn maður slapp inn fyrir mig og ég bjóst ekki alveg við sendingunni," sagði Emil Hallfreðsson eftir leikinn en hann vildi þó ekki alveg taka það á sig. „Það eru margir þættir sem koma að marki og ekki bara einstaklingsmistök. Þeir voru búnir að liggja mikið á okkur allan seinni hálfleikinn. Ef þið vilji klína þessu marki á mig þá get ég alveg tekið það á mig," sagði Emil.Sænskir sjónvarpsmenn greindu jöfnunarmark Ungverja þar sem Emil gleymdi sér.Skjáskot af SVT„Þetta var grautfúlt ef ég segi alveg eins og er. Það er stutt á milli í boltanum, það er stutt í kúkinn og það er stutt í kúkinn," sagði Emil. „Það gekk svolítið illa allan leikinn að halda boltanum og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum eftir að við vorum búnir að skora markið. Þá gekk það extra illa enda við meira í því að sparka boltanum fram þar sem ekkert var í gangi," sagði Emil. „Á stórmóti eins og EM þá er það erfitt að ætla að verjast í 60 mínútur og halda markinu hreinu. Það kemur alltaf að því að það koma upp mistök og þeir geta sett mark. Það getur alltaf gerst," sagði Emil. „Það var mjög gaman að koma inná en þetta er samt bara fótboltaleikur.Það var ótrúlega góð stemmning og gaman að koma inn. Í endann var síðan grautfúlt að fá þetta mark á okkur. Ég er frekar svekktur eftir það," sagði Emil. Íslenska liðið er komið með tvö stig en það lítur út fyrir það að ekkert nema sigur í lokaleiknum komi liðinu áfram í sextán liða úrslitin.Markið má sjá að neðan en myndbandið er aðeins aðgengilegt á Íslandi.Jöfnunarmark Ungverja. 1-1 #EMÍsland https://t.co/xDYd7eXvcV— Síminn (@siminn) June 18, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ragnar: Mjög þungt andrúmsloft í klefanum Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, var sár og svekktur með niðurstöðuna í leikslok þegar hann ræddi við blaðamenn. 18. júní 2016 19:04 Heimir: Enn eina ósigraða liðið í sögu EM Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson sagði að ekkert þýddi annað en að vera upplitsdjarfur fyrir framhaldið í keppninni. 18. júní 2016 19:00 Gylfi: Við vorum eiginlega með þrjú stig í hendi okkar Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi í 1-0 á móti Ungverjalandi og það munaði ekki miklu að markið hans hefði dugað til sigurs. Gylfi var því svekktur eftir leikinn. 18. júní 2016 18:14 Heimir: Aron Einar fékk högg og stífnaði upp Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, stífnaði upp í leiknum gegn Ungverjum í dag og var það ástæðan fyrir því að Aron fór af velli á 66. mínútu í jafnteflinu í dag. 18. júní 2016 18:52 Birkir Már um sjálfsmarkið: Hitti boltann ekki nógu vel Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar Ísland og Ungverjaland mættust í Marseille í F-riðli á EM 2016 í dag. 18. júní 2016 19:06 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Ragnar: Mjög þungt andrúmsloft í klefanum Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, var sár og svekktur með niðurstöðuna í leikslok þegar hann ræddi við blaðamenn. 18. júní 2016 19:04
Heimir: Enn eina ósigraða liðið í sögu EM Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson sagði að ekkert þýddi annað en að vera upplitsdjarfur fyrir framhaldið í keppninni. 18. júní 2016 19:00
Gylfi: Við vorum eiginlega með þrjú stig í hendi okkar Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi í 1-0 á móti Ungverjalandi og það munaði ekki miklu að markið hans hefði dugað til sigurs. Gylfi var því svekktur eftir leikinn. 18. júní 2016 18:14
Heimir: Aron Einar fékk högg og stífnaði upp Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, stífnaði upp í leiknum gegn Ungverjum í dag og var það ástæðan fyrir því að Aron fór af velli á 66. mínútu í jafnteflinu í dag. 18. júní 2016 18:52
Birkir Már um sjálfsmarkið: Hitti boltann ekki nógu vel Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar Ísland og Ungverjaland mættust í Marseille í F-riðli á EM 2016 í dag. 18. júní 2016 19:06
Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30