Hér eru 400 taldir bundnir þrældómi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 1. júní 2016 07:00 Tilhugsunin um að hér kunni að eiga sér stað þrælahald er að öllum líkindum flestum landsmönnum fjarlæg. vísir/andri marinó Ísland er í 49. sæti á heimsvísu í nýrri skýrslu Global Slavery Index sem kom út í gær. Talið er að á Íslandi séu 400 vinnuþrælar. Ísland fær einkunnina B sem er með lægstu einkunnum í Vestur-Evrópu þegar kemur að því hvernig stjórnvöld taka á þrælahaldi. rælahald er skilgreint þannig að fólk vinnur við aðstæður sem það getur ekki yfirgefið vegna hótana, ofbeldis, harðstjórnar, valdníðslu eða svika. Flestir þrælar starfa í Norður-Kóreu, þá Úsbekistan og Kambódíu og í heiminum öllum er talið að 45 milljónir séu bundnar í þrældóm. Til samanburðar við þær niðurstöður að á Íslandi eru 400 taldir bundnir þrældómi eru 1.000 taldir vinnuþrælar í allri Danmörku og aðeins 900 í Noregi. Hlutfall þræla er samkvæmt skýrslunni lægra í flestum löndum Vestur-Evrópu. Rannsóknin var unnin af Gallup á heimsvísu með viðtölum. Tekin voru 42 þúsund viðtöl í 167 löndum víða um heim og leiddar líkur að fjölda fólks sem bundið er þrældómi í hverju landi.Brynhildur Pétursdóttirmynd/sigtryggur ariEfni skýrslunnar var rætt á Alþingi í gær. „Mér finnst þetta vera mjög sláandi. Við höfum heyrt ýmis dæmi í fréttum af mansali á Íslandi,“ sagði Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, og sagði ráðherra hljóta að taka niðurstöðurnar alvarlega. „Við getum ekki sætt okkur við að vera á þessum stað,“ sagði Brynhildur og krafði Eygló Harðardóttur, félags og húsnæðismálaráðherra, svara um aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Eygló svaraði því til að það hefði verið að gerast fyrst og fremst á undanförnum vikum og mánuðum að samfélagið hafi verið að átta sig á mansali. „Áður voru menn mjög mikið að horfa á samspil mansals og vændis. Hins vegar höfum við gert okkur betur grein fyrir því að þarna undir geta fallið margvísleg störf sem við höfum verið að huga að,“ sagði Eygló. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherraVísirReyndin er hins vegar sú að töluverð umfjöllun var á síðasta ári um tilvist vinnumansals á Íslandi. Á síðasta ári var til dæmis greint frá auknum fjölda vinnumansalsmála og tilvist verndartolla í ýmsum geirum atvinnulífsins. Þá hefur verið fjallað um ólaunuð störf í ferðamannaiðnaði, rannsókn á vinnumansali í textíliðnaði í Vík í Mýrdal og á hóteli í Reykjavík, undirboð í iðnaði, svo sem byggingariðnaði og ógreidd vinna au-pair-starfsmanna í sveit. Eygló var einnig viðmælandi í fréttum á síðasta ári þar sem hún var krafin svara um árangur af aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Í febrúar sagði Eygló að ekki hafi verið horfst í augu við að mansal nái yfir fjölbreytt mál. Velferðarráðuneytið ber ábyrgð á þremur aðgerðum áætlunar ríkisstjórnar en heildarumsjón með málaflokknum fellur hins vegar undir innanríkisráðuneytið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Ísland er í 49. sæti á heimsvísu í nýrri skýrslu Global Slavery Index sem kom út í gær. Talið er að á Íslandi séu 400 vinnuþrælar. Ísland fær einkunnina B sem er með lægstu einkunnum í Vestur-Evrópu þegar kemur að því hvernig stjórnvöld taka á þrælahaldi. rælahald er skilgreint þannig að fólk vinnur við aðstæður sem það getur ekki yfirgefið vegna hótana, ofbeldis, harðstjórnar, valdníðslu eða svika. Flestir þrælar starfa í Norður-Kóreu, þá Úsbekistan og Kambódíu og í heiminum öllum er talið að 45 milljónir séu bundnar í þrældóm. Til samanburðar við þær niðurstöður að á Íslandi eru 400 taldir bundnir þrældómi eru 1.000 taldir vinnuþrælar í allri Danmörku og aðeins 900 í Noregi. Hlutfall þræla er samkvæmt skýrslunni lægra í flestum löndum Vestur-Evrópu. Rannsóknin var unnin af Gallup á heimsvísu með viðtölum. Tekin voru 42 þúsund viðtöl í 167 löndum víða um heim og leiddar líkur að fjölda fólks sem bundið er þrældómi í hverju landi.Brynhildur Pétursdóttirmynd/sigtryggur ariEfni skýrslunnar var rætt á Alþingi í gær. „Mér finnst þetta vera mjög sláandi. Við höfum heyrt ýmis dæmi í fréttum af mansali á Íslandi,“ sagði Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, og sagði ráðherra hljóta að taka niðurstöðurnar alvarlega. „Við getum ekki sætt okkur við að vera á þessum stað,“ sagði Brynhildur og krafði Eygló Harðardóttur, félags og húsnæðismálaráðherra, svara um aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Eygló svaraði því til að það hefði verið að gerast fyrst og fremst á undanförnum vikum og mánuðum að samfélagið hafi verið að átta sig á mansali. „Áður voru menn mjög mikið að horfa á samspil mansals og vændis. Hins vegar höfum við gert okkur betur grein fyrir því að þarna undir geta fallið margvísleg störf sem við höfum verið að huga að,“ sagði Eygló. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherraVísirReyndin er hins vegar sú að töluverð umfjöllun var á síðasta ári um tilvist vinnumansals á Íslandi. Á síðasta ári var til dæmis greint frá auknum fjölda vinnumansalsmála og tilvist verndartolla í ýmsum geirum atvinnulífsins. Þá hefur verið fjallað um ólaunuð störf í ferðamannaiðnaði, rannsókn á vinnumansali í textíliðnaði í Vík í Mýrdal og á hóteli í Reykjavík, undirboð í iðnaði, svo sem byggingariðnaði og ógreidd vinna au-pair-starfsmanna í sveit. Eygló var einnig viðmælandi í fréttum á síðasta ári þar sem hún var krafin svara um árangur af aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Í febrúar sagði Eygló að ekki hafi verið horfst í augu við að mansal nái yfir fjölbreytt mál. Velferðarráðuneytið ber ábyrgð á þremur aðgerðum áætlunar ríkisstjórnar en heildarumsjón með málaflokknum fellur hins vegar undir innanríkisráðuneytið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira