Gestasprettur í borginni Jakob Frímann Magnússon skrifar 1. júní 2016 07:00 Fáa hefði órað fyrir því árið 2003 að 300 þúsund erlendir ferðamenn þess árs á Íslandi yrðu orðnir að heilum 2 milljónum árið 2017. Sú staðreynd blasir nú við. Dulbúin gæfa fólst í Eyjafjallajökulsgosinu 2010 og þeim vel ígrunduðu ráðstöfunum sem gripið var til í kjölfar þess við markaðssetningu á áfangastaðnum Íslandi, ekki síst að vetrarlagi, en á þeim árstíma hefur vöxturinn orðið hlutfallslega hraðastur. Þetta skýrir að nokkru þann búhnykk sem glætt hefur efnahag landsins að undanförnu og samkvæmt nýjum spám Samtaka atvinnulífsins mun framlag ferðaþjónustunnar til þjóðarbúsins verða margfalt á við fiskveiðar, landbúnað og álbræðslu innan fárra ára. Fylgifiskar þessa hraða vaxtar blasa síðan við í þeim fjölda nýrra hótela og annarra gistirýma sem sprottið hafa upp og ekki sér fyrir endann á. Hröð uppbygging þessa mætir þó engan veginn brýnustu þörfum og ef AirBnB nyti ekki við, væri útilokað að veita væntanlegum tveimur milljónum gesta gistingu á komandi ári. AirBnB veitir fjölda Íslendinga hlutdeild í þessari nýju ofurbúgrein og á vafalítið þátt í að sætta almenning við þær hliðarverkanir sem óhjákvæmilega fylgja þeim umbreytingum sem yfirstandandi eru um þessar mundir og ýmsir líkja við e.k. hernámsástand.Nafli alheimsins? Mikið framboð á fjármagni til hótelbygginga og annarra innviða ferðaþjónustunnar hefur valdið umtalsverðum vaxtarverkjum, ekki síst í miðborginni. Þolrif rekstraraðila, einkum á Laugavegi og Hverfisgötu, hafa verið þanin til hins ýtrasta á undanförnum misserum en nú sér sem betur fer fyrir endann á því helsta: Stækkunarframkvæmdum á Hótel Öldu við Laugaveg 66-70 er að mestu lokið, sama gildir um Sandholt bakarí, Laugavegi 34, stefnt er að því að framkvæmdum á Laugavegshlið Frakkastígsreits verði lokið fyrir 17. júní og senn er lokið meginframkvæmdum á Hljómalindarreit, a.m.k. á því húsnæði sem snýr að Laugavegi 17-19 og að Hverfisgötu þar sem Icelandair mun opna nýtt hótel á næstu vikum. Við Laugaveg 4-6 eru hins vegar nýhafnar framkvæmdir á lítilli miðborgarkringlu á þremur hæðum sem standa munu yfir næstu 2-3 misseri og fela m.a. í sér opið flæði milli Skólavörðustígs og Laugavegs . Þá reyndist óhjákvæmilegt að endurgera Smiðjustíg milli Laugavegs og Hverfisgötu m.a. vegna hæðarmunar á gamla stígnum og nýja Hljómalindarreitnum. Í framhaldi af því þótti skynsamlegt að ljúka endurgerð á Hverfisgötu frá Smiðjustíg að Klapparstíg með tilheyrandi jarðvegsskiptum og endurgerð lagna og skolpræsakerfis sem rekja má heila öld aftur í tímann. Að því verki loknu á einungis eftir að lagfæra vestasta hluta Hverfisgötunnar, frá Smiðjustíg að Lækjargötu og er horft til lúkningar þess fyrir 2018. Mætti að því verki loknu halda því fram með gildum rökum að Hverfisgata verðskuldi sæmdarheitið „glæstasta breiðgata landsins“, sannkölluð Boulevard sem skartar fjölmörgum af fegurstu byggingum höfuðborgarinnar. Ýmislegt fleira mætti hér nefna en að öllu samanlögðu og frágengnu blasir við ein fallegasta, skemmtilegasta og aðgengilegasta miðborg Evrópu.Spámenn annars föðurlands Mælingar undanfarinna ára hafa speglað mikla ánægju erlendra ferðamanna. 92%-98% þeirra sem sótt hafa Reykjavík heim á mismunandi árstímum lýsa mikilli ánægju með höfuðborgina okkar og mæla eindregið með heimsókn hingað. Það þarf ekki að koma á óvart. Þúsundir viðburða af ólíkum toga prýða borgina á ári hverju , þ.m.t. 75 veglegar hátíðir. Hátíð hafsins er ein þeirra og verður nú um helgina, með tilheyrandi Fiskisúpudegi og skemmtilegheitum. Skapandi greinar blómstra hér sem aldrei fyrr og sérstaða miðborgarinnar okkar felst ekki bara í rótgrónum sjarma heldur því hve upplifunarstaðir og möguleikar þeim tengdir eru fjölbreytilegir og í þægilegri fjarlægð hver frá öðrum. 95% þeirra sem heimsækja Ísland heimsækja og sjálfa miðborgina. Það er mikilvægt að við sem hér búum minnum hvert annað á hve lánsöm við í raun erum í þessum efnum. Við eigum frábæra borg, fágæta miðborg. Á nýlegri ráðstefnu í Hörpu þar sem menningarborgirnar Berlín og Reykjavík voru teknar til umfjöllunar og samanburðar sem áfangastaðir ferðamanna, áttu forsvarsmenn hinnar þýsku sendinefndar lokaorðin: Svo virðist sem framtíð áfangastaðarins Reykjavíkur sé einstaklega björt og glæsileg. Þið þurfið að líkindum engu að kvíða!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fáa hefði órað fyrir því árið 2003 að 300 þúsund erlendir ferðamenn þess árs á Íslandi yrðu orðnir að heilum 2 milljónum árið 2017. Sú staðreynd blasir nú við. Dulbúin gæfa fólst í Eyjafjallajökulsgosinu 2010 og þeim vel ígrunduðu ráðstöfunum sem gripið var til í kjölfar þess við markaðssetningu á áfangastaðnum Íslandi, ekki síst að vetrarlagi, en á þeim árstíma hefur vöxturinn orðið hlutfallslega hraðastur. Þetta skýrir að nokkru þann búhnykk sem glætt hefur efnahag landsins að undanförnu og samkvæmt nýjum spám Samtaka atvinnulífsins mun framlag ferðaþjónustunnar til þjóðarbúsins verða margfalt á við fiskveiðar, landbúnað og álbræðslu innan fárra ára. Fylgifiskar þessa hraða vaxtar blasa síðan við í þeim fjölda nýrra hótela og annarra gistirýma sem sprottið hafa upp og ekki sér fyrir endann á. Hröð uppbygging þessa mætir þó engan veginn brýnustu þörfum og ef AirBnB nyti ekki við, væri útilokað að veita væntanlegum tveimur milljónum gesta gistingu á komandi ári. AirBnB veitir fjölda Íslendinga hlutdeild í þessari nýju ofurbúgrein og á vafalítið þátt í að sætta almenning við þær hliðarverkanir sem óhjákvæmilega fylgja þeim umbreytingum sem yfirstandandi eru um þessar mundir og ýmsir líkja við e.k. hernámsástand.Nafli alheimsins? Mikið framboð á fjármagni til hótelbygginga og annarra innviða ferðaþjónustunnar hefur valdið umtalsverðum vaxtarverkjum, ekki síst í miðborginni. Þolrif rekstraraðila, einkum á Laugavegi og Hverfisgötu, hafa verið þanin til hins ýtrasta á undanförnum misserum en nú sér sem betur fer fyrir endann á því helsta: Stækkunarframkvæmdum á Hótel Öldu við Laugaveg 66-70 er að mestu lokið, sama gildir um Sandholt bakarí, Laugavegi 34, stefnt er að því að framkvæmdum á Laugavegshlið Frakkastígsreits verði lokið fyrir 17. júní og senn er lokið meginframkvæmdum á Hljómalindarreit, a.m.k. á því húsnæði sem snýr að Laugavegi 17-19 og að Hverfisgötu þar sem Icelandair mun opna nýtt hótel á næstu vikum. Við Laugaveg 4-6 eru hins vegar nýhafnar framkvæmdir á lítilli miðborgarkringlu á þremur hæðum sem standa munu yfir næstu 2-3 misseri og fela m.a. í sér opið flæði milli Skólavörðustígs og Laugavegs . Þá reyndist óhjákvæmilegt að endurgera Smiðjustíg milli Laugavegs og Hverfisgötu m.a. vegna hæðarmunar á gamla stígnum og nýja Hljómalindarreitnum. Í framhaldi af því þótti skynsamlegt að ljúka endurgerð á Hverfisgötu frá Smiðjustíg að Klapparstíg með tilheyrandi jarðvegsskiptum og endurgerð lagna og skolpræsakerfis sem rekja má heila öld aftur í tímann. Að því verki loknu á einungis eftir að lagfæra vestasta hluta Hverfisgötunnar, frá Smiðjustíg að Lækjargötu og er horft til lúkningar þess fyrir 2018. Mætti að því verki loknu halda því fram með gildum rökum að Hverfisgata verðskuldi sæmdarheitið „glæstasta breiðgata landsins“, sannkölluð Boulevard sem skartar fjölmörgum af fegurstu byggingum höfuðborgarinnar. Ýmislegt fleira mætti hér nefna en að öllu samanlögðu og frágengnu blasir við ein fallegasta, skemmtilegasta og aðgengilegasta miðborg Evrópu.Spámenn annars föðurlands Mælingar undanfarinna ára hafa speglað mikla ánægju erlendra ferðamanna. 92%-98% þeirra sem sótt hafa Reykjavík heim á mismunandi árstímum lýsa mikilli ánægju með höfuðborgina okkar og mæla eindregið með heimsókn hingað. Það þarf ekki að koma á óvart. Þúsundir viðburða af ólíkum toga prýða borgina á ári hverju , þ.m.t. 75 veglegar hátíðir. Hátíð hafsins er ein þeirra og verður nú um helgina, með tilheyrandi Fiskisúpudegi og skemmtilegheitum. Skapandi greinar blómstra hér sem aldrei fyrr og sérstaða miðborgarinnar okkar felst ekki bara í rótgrónum sjarma heldur því hve upplifunarstaðir og möguleikar þeim tengdir eru fjölbreytilegir og í þægilegri fjarlægð hver frá öðrum. 95% þeirra sem heimsækja Ísland heimsækja og sjálfa miðborgina. Það er mikilvægt að við sem hér búum minnum hvert annað á hve lánsöm við í raun erum í þessum efnum. Við eigum frábæra borg, fágæta miðborg. Á nýlegri ráðstefnu í Hörpu þar sem menningarborgirnar Berlín og Reykjavík voru teknar til umfjöllunar og samanburðar sem áfangastaðir ferðamanna, áttu forsvarsmenn hinnar þýsku sendinefndar lokaorðin: Svo virðist sem framtíð áfangastaðarins Reykjavíkur sé einstaklega björt og glæsileg. Þið þurfið að líkindum engu að kvíða!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun