Píratar leggja til uppsögn samnings kirkjunnar og ríkisins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. júní 2016 15:06 Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Birgitta Jónsdóttir en samflokksmenn hennar á þingi standa einnig að tillögunni. vísir/vilhelm Þingflokkur Pírata hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli ríkisstjórninni að hefja undirbúning að uppsögn samkomulags við þjóðkirkjuna um kirkjujarðir, launagreiðslur presta og starfsmenn þjóðkirkjunnar. Fyrsti flutningsmaður er Birgitta Jónsdóttir. Samkomulagið sem nú er í gildi er frá árinu 1997 en stærstan hluta 20. aldarinnar ríkti talsverð óvissa um eignarrétt á kirkjujörðum. Nefnd var skipuð árið 1982 til að kanna hverjar kirkjueignir væru og gefa álit um réttarstöðu þeirra eigna. Þegar samkomulag milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar var undirritað árið 1997 var horft til álitsgerðar nefndarinnar, „[þ]rátt fyrir að ríkið hafi, á þeim 90 árum sem liðu, hvorki kannað til fullnustu lögmæti fyrri samninga, né heldur hvaða jarðir tilheyrðu honum, matsverð þeirra og rekstraruppgjör var engu síður gerður samningur um áframhaldandi skuldbindingar ríkisins við þjóðkirkjuna.“ Svo segir í greinargerð með ályktuninni. Flutningsmenn tillögunnar telja ljóst að ríkið sé löngu búið að greiða fyrir þær kirkjujarðir sem það fékk afhentar með samkomulaginu um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá árinu 1997. Síðan þá hefur ríkið greitt yfir 30 milljarða til kirkjunnar vegna samningsins eða um 1,5 milljarða á ári. „Á undanförnum áratugum hefur íslenskt samfélag tekið miklum breytingum, t.d. hvað varðar trúarbrögð og trúarvitund fólks. Samkvæmt skoðanakönnunum fer þeim fjölgandi sem eru hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju. Krafan um fullan aðskilnað ríkis og kirkju verður því sífellt háværari sem og krafan um að stuðla skuli að jafnri stöðu allra trúar- og lífsskoðunarfélaga. Það verður því að teljast eðlileg krafa að samningar sem ríkið gerir við þjóðkirkjuna eða önnur trú- og lífsskoðunarfélög byggist á nákvæmari útreikningum og á rökrænum forsendum en ekki á táknrænum grunni,“ segir í greinargerðinni. Greinargerðina má lesa í heild sinni hér. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðlast ekki lengur ólöglegt Frumvarp Pírata sem fellir úr gildi bann við guðlasti var samþykkt á þinginu fyrir skemmstu. 2. júlí 2015 16:13 Vilja afnema sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög Píratar leggja nú fram í annað sinn frumvarp á Alþingi um afnám sjálfkrafa skráningu barna í trú-eða lífsskoðunarfélög. 10. mars 2016 10:18 Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærri en Píratar Bæði Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn bæta örlitlu fylgi við sig í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. 1. júní 2016 22:40 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira
Þingflokkur Pírata hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli ríkisstjórninni að hefja undirbúning að uppsögn samkomulags við þjóðkirkjuna um kirkjujarðir, launagreiðslur presta og starfsmenn þjóðkirkjunnar. Fyrsti flutningsmaður er Birgitta Jónsdóttir. Samkomulagið sem nú er í gildi er frá árinu 1997 en stærstan hluta 20. aldarinnar ríkti talsverð óvissa um eignarrétt á kirkjujörðum. Nefnd var skipuð árið 1982 til að kanna hverjar kirkjueignir væru og gefa álit um réttarstöðu þeirra eigna. Þegar samkomulag milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar var undirritað árið 1997 var horft til álitsgerðar nefndarinnar, „[þ]rátt fyrir að ríkið hafi, á þeim 90 árum sem liðu, hvorki kannað til fullnustu lögmæti fyrri samninga, né heldur hvaða jarðir tilheyrðu honum, matsverð þeirra og rekstraruppgjör var engu síður gerður samningur um áframhaldandi skuldbindingar ríkisins við þjóðkirkjuna.“ Svo segir í greinargerð með ályktuninni. Flutningsmenn tillögunnar telja ljóst að ríkið sé löngu búið að greiða fyrir þær kirkjujarðir sem það fékk afhentar með samkomulaginu um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá árinu 1997. Síðan þá hefur ríkið greitt yfir 30 milljarða til kirkjunnar vegna samningsins eða um 1,5 milljarða á ári. „Á undanförnum áratugum hefur íslenskt samfélag tekið miklum breytingum, t.d. hvað varðar trúarbrögð og trúarvitund fólks. Samkvæmt skoðanakönnunum fer þeim fjölgandi sem eru hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju. Krafan um fullan aðskilnað ríkis og kirkju verður því sífellt háværari sem og krafan um að stuðla skuli að jafnri stöðu allra trúar- og lífsskoðunarfélaga. Það verður því að teljast eðlileg krafa að samningar sem ríkið gerir við þjóðkirkjuna eða önnur trú- og lífsskoðunarfélög byggist á nákvæmari útreikningum og á rökrænum forsendum en ekki á táknrænum grunni,“ segir í greinargerðinni. Greinargerðina má lesa í heild sinni hér.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðlast ekki lengur ólöglegt Frumvarp Pírata sem fellir úr gildi bann við guðlasti var samþykkt á þinginu fyrir skemmstu. 2. júlí 2015 16:13 Vilja afnema sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög Píratar leggja nú fram í annað sinn frumvarp á Alþingi um afnám sjálfkrafa skráningu barna í trú-eða lífsskoðunarfélög. 10. mars 2016 10:18 Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærri en Píratar Bæði Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn bæta örlitlu fylgi við sig í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. 1. júní 2016 22:40 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira
Guðlast ekki lengur ólöglegt Frumvarp Pírata sem fellir úr gildi bann við guðlasti var samþykkt á þinginu fyrir skemmstu. 2. júlí 2015 16:13
Vilja afnema sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög Píratar leggja nú fram í annað sinn frumvarp á Alþingi um afnám sjálfkrafa skráningu barna í trú-eða lífsskoðunarfélög. 10. mars 2016 10:18
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærri en Píratar Bæði Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn bæta örlitlu fylgi við sig í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. 1. júní 2016 22:40