Nýr forseti Orri Vigfússon skrifar 3. júní 2016 07:00 Í júní göngum við Íslendingar að kjörborði til að kjósa okkur nýjan forseta og hafa aldrei jafn mörg boðið sig fram til embættisins. Fjörugar umræður eiga sér stað um forsetaefnin og við spyrjum um þekkingu þeirra, reynslu og viðhorf og hvert og eitt okkar metur síðan hvaða kostir eru mikilvægastir í fari þjóðhöfðingja. Þar ber flestum saman um að þekking, festa og virðing fyrir sögu, menningu og náttúru landsins vegi þyngst. Íslenskur efnahagur hvílir að mestu leyti á nýtingu gjafa náttúrunnar, hvort sem er við matvælaframleiðslu, ferðamennsku eða virkjun orkuauðlinda. Sjálfbærni verður því að sitja í öndvegi til að spilla ekki landinu fyrir komandi kynslóðum. Mikilvægt er að forsetinn brýni okkur sjálf í þessum efnum og geti komið trúverðugri ímynd Íslands um sjálfbæra nýtingu náttúrunnar hér á landi á framfæri við alþjóðasamfélagið. Íslenskir stjórnmálamenn eru ekki allir vel að sér í umhverfismálum og halda sig margir til hlés þegar rætt er um náttúruvernd og málefni umhverfisins; suma virðist skorta skilning í þessum efnum sbr. úrræðaleysi á helstu ferðamannastöðum landsins. Mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar er nú ferðaþjónusta og hreinleiki náttúru landsins er helsta söluvaran. Erlendir neytendur borga fyrir þá fullvissu að íslenskar vörur séu vistvænar afurðir og ferðamenn koma hingað vegna þess að íslensk náttúra hefur enn orð á sér fyrir að vera hrein og óspillt. Þetta þýðir á markaðsmáli að ímynd Íslands á heimsvísu einkennist af hreinleika og sjálfbærni. Falli blettur á þá ímynd verður erfitt að má hann brott. Menn horfa til forsetans í þessum efnum, að hann haldi á lofti gildum sjálfbærni í umhverfismálum. Hafi sjálfstæði verið baráttumál á 19. öld og útfærsla landhelginnar á 20. öld, þá er náttúruvernd með sjálfbærni í huga keppikeflið á 21. öld, ekki aðeins hér á landi heldur um allan heim. Náttúruvernd og sjálfbærni eru í raun sameiginlegt markmið mannkynsins, óháð stjórnmálastefnum og trúarbrögðum. Andri Snær Magnason forsetaframbjóðandi hefur þegar vakið verðskuldaða athygli á erlendri grund fyrir bækur sínar og sjónarmið í umhverfismálum. Á hann er hlustað meira en nokkurn annan Íslending á þessum vettvangi. Þekking hans, hugmyndafræði og trúverðugleiki marka honum skýran sess. Á forsetastóli yrði hann enn öflugri málsvari þeirra meginatriða sem ráða munu afkomu þjóða heimsins næstu áratugina – og aldirnar. Jafnframt hef ég persónulega reynslu af því að Andri Snær er heillandi mannasættir og hann mun móta forsetaembættið með þeim alþýðlega virðuleika sem þjóðin kallar eftir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Í júní göngum við Íslendingar að kjörborði til að kjósa okkur nýjan forseta og hafa aldrei jafn mörg boðið sig fram til embættisins. Fjörugar umræður eiga sér stað um forsetaefnin og við spyrjum um þekkingu þeirra, reynslu og viðhorf og hvert og eitt okkar metur síðan hvaða kostir eru mikilvægastir í fari þjóðhöfðingja. Þar ber flestum saman um að þekking, festa og virðing fyrir sögu, menningu og náttúru landsins vegi þyngst. Íslenskur efnahagur hvílir að mestu leyti á nýtingu gjafa náttúrunnar, hvort sem er við matvælaframleiðslu, ferðamennsku eða virkjun orkuauðlinda. Sjálfbærni verður því að sitja í öndvegi til að spilla ekki landinu fyrir komandi kynslóðum. Mikilvægt er að forsetinn brýni okkur sjálf í þessum efnum og geti komið trúverðugri ímynd Íslands um sjálfbæra nýtingu náttúrunnar hér á landi á framfæri við alþjóðasamfélagið. Íslenskir stjórnmálamenn eru ekki allir vel að sér í umhverfismálum og halda sig margir til hlés þegar rætt er um náttúruvernd og málefni umhverfisins; suma virðist skorta skilning í þessum efnum sbr. úrræðaleysi á helstu ferðamannastöðum landsins. Mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar er nú ferðaþjónusta og hreinleiki náttúru landsins er helsta söluvaran. Erlendir neytendur borga fyrir þá fullvissu að íslenskar vörur séu vistvænar afurðir og ferðamenn koma hingað vegna þess að íslensk náttúra hefur enn orð á sér fyrir að vera hrein og óspillt. Þetta þýðir á markaðsmáli að ímynd Íslands á heimsvísu einkennist af hreinleika og sjálfbærni. Falli blettur á þá ímynd verður erfitt að má hann brott. Menn horfa til forsetans í þessum efnum, að hann haldi á lofti gildum sjálfbærni í umhverfismálum. Hafi sjálfstæði verið baráttumál á 19. öld og útfærsla landhelginnar á 20. öld, þá er náttúruvernd með sjálfbærni í huga keppikeflið á 21. öld, ekki aðeins hér á landi heldur um allan heim. Náttúruvernd og sjálfbærni eru í raun sameiginlegt markmið mannkynsins, óháð stjórnmálastefnum og trúarbrögðum. Andri Snær Magnason forsetaframbjóðandi hefur þegar vakið verðskuldaða athygli á erlendri grund fyrir bækur sínar og sjónarmið í umhverfismálum. Á hann er hlustað meira en nokkurn annan Íslending á þessum vettvangi. Þekking hans, hugmyndafræði og trúverðugleiki marka honum skýran sess. Á forsetastóli yrði hann enn öflugri málsvari þeirra meginatriða sem ráða munu afkomu þjóða heimsins næstu áratugina – og aldirnar. Jafnframt hef ég persónulega reynslu af því að Andri Snær er heillandi mannasættir og hann mun móta forsetaembættið með þeim alþýðlega virðuleika sem þjóðin kallar eftir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar