Nýr forseti Orri Vigfússon skrifar 3. júní 2016 07:00 Í júní göngum við Íslendingar að kjörborði til að kjósa okkur nýjan forseta og hafa aldrei jafn mörg boðið sig fram til embættisins. Fjörugar umræður eiga sér stað um forsetaefnin og við spyrjum um þekkingu þeirra, reynslu og viðhorf og hvert og eitt okkar metur síðan hvaða kostir eru mikilvægastir í fari þjóðhöfðingja. Þar ber flestum saman um að þekking, festa og virðing fyrir sögu, menningu og náttúru landsins vegi þyngst. Íslenskur efnahagur hvílir að mestu leyti á nýtingu gjafa náttúrunnar, hvort sem er við matvælaframleiðslu, ferðamennsku eða virkjun orkuauðlinda. Sjálfbærni verður því að sitja í öndvegi til að spilla ekki landinu fyrir komandi kynslóðum. Mikilvægt er að forsetinn brýni okkur sjálf í þessum efnum og geti komið trúverðugri ímynd Íslands um sjálfbæra nýtingu náttúrunnar hér á landi á framfæri við alþjóðasamfélagið. Íslenskir stjórnmálamenn eru ekki allir vel að sér í umhverfismálum og halda sig margir til hlés þegar rætt er um náttúruvernd og málefni umhverfisins; suma virðist skorta skilning í þessum efnum sbr. úrræðaleysi á helstu ferðamannastöðum landsins. Mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar er nú ferðaþjónusta og hreinleiki náttúru landsins er helsta söluvaran. Erlendir neytendur borga fyrir þá fullvissu að íslenskar vörur séu vistvænar afurðir og ferðamenn koma hingað vegna þess að íslensk náttúra hefur enn orð á sér fyrir að vera hrein og óspillt. Þetta þýðir á markaðsmáli að ímynd Íslands á heimsvísu einkennist af hreinleika og sjálfbærni. Falli blettur á þá ímynd verður erfitt að má hann brott. Menn horfa til forsetans í þessum efnum, að hann haldi á lofti gildum sjálfbærni í umhverfismálum. Hafi sjálfstæði verið baráttumál á 19. öld og útfærsla landhelginnar á 20. öld, þá er náttúruvernd með sjálfbærni í huga keppikeflið á 21. öld, ekki aðeins hér á landi heldur um allan heim. Náttúruvernd og sjálfbærni eru í raun sameiginlegt markmið mannkynsins, óháð stjórnmálastefnum og trúarbrögðum. Andri Snær Magnason forsetaframbjóðandi hefur þegar vakið verðskuldaða athygli á erlendri grund fyrir bækur sínar og sjónarmið í umhverfismálum. Á hann er hlustað meira en nokkurn annan Íslending á þessum vettvangi. Þekking hans, hugmyndafræði og trúverðugleiki marka honum skýran sess. Á forsetastóli yrði hann enn öflugri málsvari þeirra meginatriða sem ráða munu afkomu þjóða heimsins næstu áratugina – og aldirnar. Jafnframt hef ég persónulega reynslu af því að Andri Snær er heillandi mannasættir og hann mun móta forsetaembættið með þeim alþýðlega virðuleika sem þjóðin kallar eftir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í júní göngum við Íslendingar að kjörborði til að kjósa okkur nýjan forseta og hafa aldrei jafn mörg boðið sig fram til embættisins. Fjörugar umræður eiga sér stað um forsetaefnin og við spyrjum um þekkingu þeirra, reynslu og viðhorf og hvert og eitt okkar metur síðan hvaða kostir eru mikilvægastir í fari þjóðhöfðingja. Þar ber flestum saman um að þekking, festa og virðing fyrir sögu, menningu og náttúru landsins vegi þyngst. Íslenskur efnahagur hvílir að mestu leyti á nýtingu gjafa náttúrunnar, hvort sem er við matvælaframleiðslu, ferðamennsku eða virkjun orkuauðlinda. Sjálfbærni verður því að sitja í öndvegi til að spilla ekki landinu fyrir komandi kynslóðum. Mikilvægt er að forsetinn brýni okkur sjálf í þessum efnum og geti komið trúverðugri ímynd Íslands um sjálfbæra nýtingu náttúrunnar hér á landi á framfæri við alþjóðasamfélagið. Íslenskir stjórnmálamenn eru ekki allir vel að sér í umhverfismálum og halda sig margir til hlés þegar rætt er um náttúruvernd og málefni umhverfisins; suma virðist skorta skilning í þessum efnum sbr. úrræðaleysi á helstu ferðamannastöðum landsins. Mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar er nú ferðaþjónusta og hreinleiki náttúru landsins er helsta söluvaran. Erlendir neytendur borga fyrir þá fullvissu að íslenskar vörur séu vistvænar afurðir og ferðamenn koma hingað vegna þess að íslensk náttúra hefur enn orð á sér fyrir að vera hrein og óspillt. Þetta þýðir á markaðsmáli að ímynd Íslands á heimsvísu einkennist af hreinleika og sjálfbærni. Falli blettur á þá ímynd verður erfitt að má hann brott. Menn horfa til forsetans í þessum efnum, að hann haldi á lofti gildum sjálfbærni í umhverfismálum. Hafi sjálfstæði verið baráttumál á 19. öld og útfærsla landhelginnar á 20. öld, þá er náttúruvernd með sjálfbærni í huga keppikeflið á 21. öld, ekki aðeins hér á landi heldur um allan heim. Náttúruvernd og sjálfbærni eru í raun sameiginlegt markmið mannkynsins, óháð stjórnmálastefnum og trúarbrögðum. Andri Snær Magnason forsetaframbjóðandi hefur þegar vakið verðskuldaða athygli á erlendri grund fyrir bækur sínar og sjónarmið í umhverfismálum. Á hann er hlustað meira en nokkurn annan Íslending á þessum vettvangi. Þekking hans, hugmyndafræði og trúverðugleiki marka honum skýran sess. Á forsetastóli yrði hann enn öflugri málsvari þeirra meginatriða sem ráða munu afkomu þjóða heimsins næstu áratugina – og aldirnar. Jafnframt hef ég persónulega reynslu af því að Andri Snær er heillandi mannasættir og hann mun móta forsetaembættið með þeim alþýðlega virðuleika sem þjóðin kallar eftir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun