Atvinnufrelsi ökuleiðsögumanna er skert Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2016 07:00 Regluverk um fólksflutninga á landi skerða atvinnufrelsi ökuleiðsögumanna. Í starfi sínu þurfa leiðsögumenn að fara með ferðamenn um hina ýmsu staði til að geta sinnt starfi sínu með eðlilegum hætti. Ökuleiðsögumönnum er hins vegar óheimilt að leiðsegja akandi í farartækjum fyrir færri en átta farþega nema í rútum, breyttum jeppum eða eðalvögnum. Í því felst vandinn. Mjög óhagkvæmt er að leiðsegja litlum hópum í stórum rútum. Í tólf til átján farþega rútu tapast nándin sem ferðamenn sækjast eftir þegar þeir ráða akandi einkaleiðsögumann. Breyttir jeppar eru óþarfir á helstu vegum landsins. Mörgum ferðamönnum þykir auk þess erfitt og hvimleitt að þurfa að klifra upp í breytta jeppa. Almennt séð er engin ástæða til að keyra með ferðamenn á fjallatrukkum og jöklajeppum nema farið sé um fjallvegi, yfir ár eða jökla. Eðalvagnar eru lúxusbílar, væntanlega limósínur og svipuð farartæki. Þessi ökutæki henta ekki í ferðir út fyrir Reykjavík. Engin ástæða er heldur til að notast við eðalvagna þegar ferðamennirnir óska sjálfir eftir sparneytnum fólksbílum. Stofnkostnaðurinn við eðalvagn er óþarflega dýr og getur reynst of stór biti. Þá vilja alls ekki allir ferðamenn ferðast í limósínum. Ferðamennirnir eru ekkert endilega að sækjast eftir lúxus, eðalvagnar höfða ekkert sérstaklega til þeirra. Þeir vilja bara fá að kynnast landi og þjóð í gegnum góðan leiðsögumann sem hjálpar þeim að heimsækja landið og leiðbeinir þeim um landslag, náttúru og sögu sem og þau mörk sem heimamenn hafa. Loftslagsmálin hafa verið mikið til umræðu síðustu mánuði. Það er í takt við þróunina að nota sparneytna bíla. Venjulegir bílar, ekki síst rafmagnsbílar, hljóta að koma sterkar inn í ferðaþjónustuna. Ökuleiðsögumenn eiga að geta nýtt sér þessa bíla.Fagmenntuðum mismunað Leigubílastöðvar auglýsa leiðsögn á leigubílum um náttúruperlur landsins. Búast má við að einhverjir, kannski margir, leigubílstjórar sinni þessari leiðsögn án þess að hafa til þess fagmenntun. Ósanngjarnt er að fagmenntaðir leiðsögumenn sem hafa bæði leigubílapróf og rútupróf megi ekki leiðsegja á allt að átta farþega bílum meðan ófagmenntaðir leigubílstjórar geta gert það í skjóli laga og reglna. Hvaða réttlæti er í því? Fagmenntaðir ökuleiðsögumenn hafa menntun til þess að sinna leiðsögn, þeir eru líka með meirapróf og hafa menntun til að sinna akstri um leið, bæði svokallað leigubílapróf (án þess að það eitt sér nýtist þeim á nokkurn hátt faglega eða starfslega). Einnig eru þeir með próf á litlar og jafnvel stórar rútur. Þessi próf nýtast ekki vegna skerðandi ákvæða í lögum og reglugerðum. Fagmenntuðum ökuleiðsögumönnum er mismunað. Þeir búa ekki við sama atvinnufrelsi og aðrar stéttir. Þeir hafa ekki frelsi til að velja sér þau ökutæki sem þeim þykir best henta í sínu starfi eða rekstri. Þessu þarf að breyta. Engin ástæða er til að skerða atvinnufrelsi ökuleiðsögumanna með þessum hætti. Engin ástæða er til að taka þá út úr og hefta frelsi þeirra umfram aðrar stéttir til að velja sér það atvinnutæki sem þeim þykir best henta til að geta stundað vinnu sína með eðlilegum hætti. Reglugerðarákvæðum þarf því að breyta strax og opna fyrir starfsfrelsi og starfsmöguleika ökuleiðsögumanna að fullu þannig að þeir geti valið það ökutæki sem þeim þykir henta. Þeir þurfa að geta leiðsagt litlum hópum í farartækjum fyrir átta farþega eða færri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Regluverk um fólksflutninga á landi skerða atvinnufrelsi ökuleiðsögumanna. Í starfi sínu þurfa leiðsögumenn að fara með ferðamenn um hina ýmsu staði til að geta sinnt starfi sínu með eðlilegum hætti. Ökuleiðsögumönnum er hins vegar óheimilt að leiðsegja akandi í farartækjum fyrir færri en átta farþega nema í rútum, breyttum jeppum eða eðalvögnum. Í því felst vandinn. Mjög óhagkvæmt er að leiðsegja litlum hópum í stórum rútum. Í tólf til átján farþega rútu tapast nándin sem ferðamenn sækjast eftir þegar þeir ráða akandi einkaleiðsögumann. Breyttir jeppar eru óþarfir á helstu vegum landsins. Mörgum ferðamönnum þykir auk þess erfitt og hvimleitt að þurfa að klifra upp í breytta jeppa. Almennt séð er engin ástæða til að keyra með ferðamenn á fjallatrukkum og jöklajeppum nema farið sé um fjallvegi, yfir ár eða jökla. Eðalvagnar eru lúxusbílar, væntanlega limósínur og svipuð farartæki. Þessi ökutæki henta ekki í ferðir út fyrir Reykjavík. Engin ástæða er heldur til að notast við eðalvagna þegar ferðamennirnir óska sjálfir eftir sparneytnum fólksbílum. Stofnkostnaðurinn við eðalvagn er óþarflega dýr og getur reynst of stór biti. Þá vilja alls ekki allir ferðamenn ferðast í limósínum. Ferðamennirnir eru ekkert endilega að sækjast eftir lúxus, eðalvagnar höfða ekkert sérstaklega til þeirra. Þeir vilja bara fá að kynnast landi og þjóð í gegnum góðan leiðsögumann sem hjálpar þeim að heimsækja landið og leiðbeinir þeim um landslag, náttúru og sögu sem og þau mörk sem heimamenn hafa. Loftslagsmálin hafa verið mikið til umræðu síðustu mánuði. Það er í takt við þróunina að nota sparneytna bíla. Venjulegir bílar, ekki síst rafmagnsbílar, hljóta að koma sterkar inn í ferðaþjónustuna. Ökuleiðsögumenn eiga að geta nýtt sér þessa bíla.Fagmenntuðum mismunað Leigubílastöðvar auglýsa leiðsögn á leigubílum um náttúruperlur landsins. Búast má við að einhverjir, kannski margir, leigubílstjórar sinni þessari leiðsögn án þess að hafa til þess fagmenntun. Ósanngjarnt er að fagmenntaðir leiðsögumenn sem hafa bæði leigubílapróf og rútupróf megi ekki leiðsegja á allt að átta farþega bílum meðan ófagmenntaðir leigubílstjórar geta gert það í skjóli laga og reglna. Hvaða réttlæti er í því? Fagmenntaðir ökuleiðsögumenn hafa menntun til þess að sinna leiðsögn, þeir eru líka með meirapróf og hafa menntun til að sinna akstri um leið, bæði svokallað leigubílapróf (án þess að það eitt sér nýtist þeim á nokkurn hátt faglega eða starfslega). Einnig eru þeir með próf á litlar og jafnvel stórar rútur. Þessi próf nýtast ekki vegna skerðandi ákvæða í lögum og reglugerðum. Fagmenntuðum ökuleiðsögumönnum er mismunað. Þeir búa ekki við sama atvinnufrelsi og aðrar stéttir. Þeir hafa ekki frelsi til að velja sér þau ökutæki sem þeim þykir best henta í sínu starfi eða rekstri. Þessu þarf að breyta. Engin ástæða er til að skerða atvinnufrelsi ökuleiðsögumanna með þessum hætti. Engin ástæða er til að taka þá út úr og hefta frelsi þeirra umfram aðrar stéttir til að velja sér það atvinnutæki sem þeim þykir best henta til að geta stundað vinnu sína með eðlilegum hætti. Reglugerðarákvæðum þarf því að breyta strax og opna fyrir starfsfrelsi og starfsmöguleika ökuleiðsögumanna að fullu þannig að þeir geti valið það ökutæki sem þeim þykir henta. Þeir þurfa að geta leiðsagt litlum hópum í farartækjum fyrir átta farþega eða færri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun