Ásta Kristín í skaðabótamál við ríkið: Orðstír hennar sagður hafa beðið hnekki Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2016 11:44 Ásta Kristín við uppkvaðningu sýknudómsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Stefán Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur hefur gert bótakröfu á hendur íslenska ríkinu vegna fjártjóns og miska sem hún varð fyrir vegna sakamálarannsóknar og ákæru á hendur sér. Var Ásta Kristín sökuð um yfirsjón í starfi sem leiddi til dauða sjúklings á gjörgæsludeild Landspítalans 3. október árið 2012. Hún var sýknuð af ákæru embættis ríkissaksóknara og ákvað embættið að áfrýja þeim dómi ekki fyrir Hæstarétti og var því þar með lokið. Í tilkynningu frá lögmanni hennar, Einari Gauti Steingrímssyni, byggist fjárkrafa hennar annars vegar á launatekjutapi vegna breytinga á starfi hennar meðan hún var undir ákæru og hins vegar á launtekjutapi erlendis en henni var ókleift að vinna þar meðan hún var undir ákæru. Er krafan um miska er reist á nokkrum atriðum, að því er fram kemur í tilkynningunni. Nefnir Einar Gautur að í fyrsta lagi hafi samspil spítalarannsóknar og lögreglurannsóknar orðið til þess að Ástu var í raun talin trú um að hún væri völd að dauða manns. Það hefði ekki gerst ef lögreglan hefði sjálf séð um fyrstu yfirheyrslu og lögmaður komið að málinu að mati Einars. „Sömuleiðis ef spítalinn hefði klárað það sem hann byrjaði á í rannsókn þess. Við réttarhöldin kom í loks í ljós að atvik gátu ekki hafa gerst með þeim hætti sem talið var og hún sýknuð,“ skrifar Einar. Í öðru lagi er byggt á því að lagaumgjörðin um rannsókn málsins hafi verið í andstöðu við stjórnarskrá og það hafi verið aðalástæða þess hvernig fór. „Spítalinn var settur í þá aðstöðu að eiga að rannsaka atvikið og senda tilkynningu til lögregluyfirvalda. Spítalinn rannsakar málið í fyrirbyggjandi tilgangi og hefur þá eðlilega ekki í huga réttarreglur sakamálalaga sem eiga að koma í veg fyrir að saklaust fólk liggi undir grun. Lögreglu var síðan ætlað að framkvæma hina eiginlegu rannsókn. Í stað þess að rannsaka málið í þaula hrapaði lögreglan að þeirri niðurstöðu að málið lægi ljóst fyrir í stað. Það er síðan ekki fyrr en við aðalmeðferð málsins fyrir dómi að endanlega kemur í ljós að enginn glæpur hafði verið framinn og þar með gat enginn hafa gerst sekur um hann.“ Í þriðja lagi er tiltekið hve lengi Ásta var undir grun og ákæru. Það hafi valdið henni og fjölskyldu hennar mikilli vanlíðan og skaðaði hana bæði á líkama og sál og er fjölmiðlaumfjöllun sögð ekki hafa bætt úr. Í fjórða lagi hefur orðstír hennar sagður hafa beðið hnekki og segir Einar Gautur að það breyti engu þó Ásta Kristín hafi verið hvítþvegin fyrir dómstólum. „Almennt er fólk ekki svo vel lesið í málinu að hún verði hvítþvegin í huga margra samborgara sinna. Orðstír hennar mun því alltaf bíða hnekki.“ Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Dómsmál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34 Ásta Kristín: Þriggja ára martröð lokið Glöð að sjá að dómararnir trúðu henni. 9. desember 2015 14:10 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur hefur gert bótakröfu á hendur íslenska ríkinu vegna fjártjóns og miska sem hún varð fyrir vegna sakamálarannsóknar og ákæru á hendur sér. Var Ásta Kristín sökuð um yfirsjón í starfi sem leiddi til dauða sjúklings á gjörgæsludeild Landspítalans 3. október árið 2012. Hún var sýknuð af ákæru embættis ríkissaksóknara og ákvað embættið að áfrýja þeim dómi ekki fyrir Hæstarétti og var því þar með lokið. Í tilkynningu frá lögmanni hennar, Einari Gauti Steingrímssyni, byggist fjárkrafa hennar annars vegar á launatekjutapi vegna breytinga á starfi hennar meðan hún var undir ákæru og hins vegar á launtekjutapi erlendis en henni var ókleift að vinna þar meðan hún var undir ákæru. Er krafan um miska er reist á nokkrum atriðum, að því er fram kemur í tilkynningunni. Nefnir Einar Gautur að í fyrsta lagi hafi samspil spítalarannsóknar og lögreglurannsóknar orðið til þess að Ástu var í raun talin trú um að hún væri völd að dauða manns. Það hefði ekki gerst ef lögreglan hefði sjálf séð um fyrstu yfirheyrslu og lögmaður komið að málinu að mati Einars. „Sömuleiðis ef spítalinn hefði klárað það sem hann byrjaði á í rannsókn þess. Við réttarhöldin kom í loks í ljós að atvik gátu ekki hafa gerst með þeim hætti sem talið var og hún sýknuð,“ skrifar Einar. Í öðru lagi er byggt á því að lagaumgjörðin um rannsókn málsins hafi verið í andstöðu við stjórnarskrá og það hafi verið aðalástæða þess hvernig fór. „Spítalinn var settur í þá aðstöðu að eiga að rannsaka atvikið og senda tilkynningu til lögregluyfirvalda. Spítalinn rannsakar málið í fyrirbyggjandi tilgangi og hefur þá eðlilega ekki í huga réttarreglur sakamálalaga sem eiga að koma í veg fyrir að saklaust fólk liggi undir grun. Lögreglu var síðan ætlað að framkvæma hina eiginlegu rannsókn. Í stað þess að rannsaka málið í þaula hrapaði lögreglan að þeirri niðurstöðu að málið lægi ljóst fyrir í stað. Það er síðan ekki fyrr en við aðalmeðferð málsins fyrir dómi að endanlega kemur í ljós að enginn glæpur hafði verið framinn og þar með gat enginn hafa gerst sekur um hann.“ Í þriðja lagi er tiltekið hve lengi Ásta var undir grun og ákæru. Það hafi valdið henni og fjölskyldu hennar mikilli vanlíðan og skaðaði hana bæði á líkama og sál og er fjölmiðlaumfjöllun sögð ekki hafa bætt úr. Í fjórða lagi hefur orðstír hennar sagður hafa beðið hnekki og segir Einar Gautur að það breyti engu þó Ásta Kristín hafi verið hvítþvegin fyrir dómstólum. „Almennt er fólk ekki svo vel lesið í málinu að hún verði hvítþvegin í huga margra samborgara sinna. Orðstír hennar mun því alltaf bíða hnekki.“
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Dómsmál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34 Ásta Kristín: Þriggja ára martröð lokið Glöð að sjá að dómararnir trúðu henni. 9. desember 2015 14:10 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34
Ásta Kristín: Þriggja ára martröð lokið Glöð að sjá að dómararnir trúðu henni. 9. desember 2015 14:10