Höggva á hnútinn vegna „mikilvægra almannahagsmuna sem eru í húfi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2016 15:52 Ólöf Nordal innanríkisráðherra mælti fyrir frumvarpi vegna kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Anton/Heiða Ólöf Nordal innanríkisráðherra mælti fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um kjaramál flugumferðarstjóra á Alþingi í dag. Í frumvarpinu segir að ríkir almannahagsmunir séu í húfi fyrir því að stöðva kjaradeiluna. „Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs samningafundar eftir fund deiluaðila 3. júní sl. og því rétt að löggjafinn stígi inn í viðræður aðila og höggvi á hnútinn með frumvarpi þessu vegna þeirra mikilvægu almannahagsmuna sem eru í húfi,“ segir í frumvarpinu.Sjá einnig: Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt.Með frumvarpinu er lagt til að verkfallsaðgerðir Félags íslenska flugumferðarstjóra verði samstundis óheimilar verði frumvarpið að lögum. Lagt er til að hafi aðilar ekki undirritað kjarasamning fyrir 24. júní skipi innanríkisráðherra þrjá aðila í gerðardóm sem skal fyrir 18. júlí ákveða kaup og kjör þeirra félagsmanna sem frumvarpið nær til. Í frumvarpinu segir að sú röskun sem verði vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra geri ríkinu ekki kleyft að að sinna lögbundnum skyldum sínum og þjónustu, einnig séu undir heildarhagsmunar heillrar atvinnugreinar, ferðaþjónustunnar.Sjá einnig: Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semjaKjaradeilan hafi haft áhrif á um 220 þúsund farþega Icelandair og Wow og hafi hún bæði áhrif rekstur og orðspor íslenskrar ferðaþjónustu sem hvíli fyrst og fremst á því að flugsamgöngur til og frá landinu séu öruggar og áreiðanlegar. „Ljóst er að vinnudeila aðila hefur skaðleg áhrif á samgöngur til og frá landinu, þjónustu sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að veita á Norður-Atlantshafi sem og á íslenska ferðaþjónustu. Einnig hafa aðgerðirnar haft neikvæð áhrif á innanlandsflug með sama hætti og á millilandaflug,“ segir í frumvarpinu. Gerðardómur skal við ákvarðanir um laun og önnur starfskjör félagsmanna Félags íslenskra flugumferðarstjóra fyrst og fremst taka mið af launaþróun samkvæmt þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði síðustu misseri. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Yfirvinnubannið verður strax óheimilt ef stjórnarfrumvarpið nær í gegn Frumvarp um lagasetningu í kjaradeilu flugumferðarstjóra tekið fyrir á þingfundi klukkan þrjú. 8. júní 2016 14:26 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra mælti fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um kjaramál flugumferðarstjóra á Alþingi í dag. Í frumvarpinu segir að ríkir almannahagsmunir séu í húfi fyrir því að stöðva kjaradeiluna. „Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs samningafundar eftir fund deiluaðila 3. júní sl. og því rétt að löggjafinn stígi inn í viðræður aðila og höggvi á hnútinn með frumvarpi þessu vegna þeirra mikilvægu almannahagsmuna sem eru í húfi,“ segir í frumvarpinu.Sjá einnig: Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt.Með frumvarpinu er lagt til að verkfallsaðgerðir Félags íslenska flugumferðarstjóra verði samstundis óheimilar verði frumvarpið að lögum. Lagt er til að hafi aðilar ekki undirritað kjarasamning fyrir 24. júní skipi innanríkisráðherra þrjá aðila í gerðardóm sem skal fyrir 18. júlí ákveða kaup og kjör þeirra félagsmanna sem frumvarpið nær til. Í frumvarpinu segir að sú röskun sem verði vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra geri ríkinu ekki kleyft að að sinna lögbundnum skyldum sínum og þjónustu, einnig séu undir heildarhagsmunar heillrar atvinnugreinar, ferðaþjónustunnar.Sjá einnig: Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semjaKjaradeilan hafi haft áhrif á um 220 þúsund farþega Icelandair og Wow og hafi hún bæði áhrif rekstur og orðspor íslenskrar ferðaþjónustu sem hvíli fyrst og fremst á því að flugsamgöngur til og frá landinu séu öruggar og áreiðanlegar. „Ljóst er að vinnudeila aðila hefur skaðleg áhrif á samgöngur til og frá landinu, þjónustu sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að veita á Norður-Atlantshafi sem og á íslenska ferðaþjónustu. Einnig hafa aðgerðirnar haft neikvæð áhrif á innanlandsflug með sama hætti og á millilandaflug,“ segir í frumvarpinu. Gerðardómur skal við ákvarðanir um laun og önnur starfskjör félagsmanna Félags íslenskra flugumferðarstjóra fyrst og fremst taka mið af launaþróun samkvæmt þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði síðustu misseri.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Yfirvinnubannið verður strax óheimilt ef stjórnarfrumvarpið nær í gegn Frumvarp um lagasetningu í kjaradeilu flugumferðarstjóra tekið fyrir á þingfundi klukkan þrjú. 8. júní 2016 14:26 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38
Yfirvinnubannið verður strax óheimilt ef stjórnarfrumvarpið nær í gegn Frumvarp um lagasetningu í kjaradeilu flugumferðarstjóra tekið fyrir á þingfundi klukkan þrjú. 8. júní 2016 14:26
Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10