Erlent

Fagna 70 ára valdasetu konungsins

Taílendingar fagna því í dag að sjötíu ár eru liðin frá því konungur þeirra, Bhumibol Adulyadej, tók við krúnunni. Hann er sá þjóðhöfðingi í heiminum sem lengst hefur setið við völd. Hátíðarhöldin í landinu byrjuðu með athöfn í höfuðborginni Bangkok sem leidd var af 770 búddamunkum, en sú tala þykir heilög.

Konungurinn sem er áttatíu og átta ára gamall er dýrkaður og dáður af Taílendingum en hann þykir hafa haldið landinu saman í gegnum áratugi af pólitískum óstöðugleika. Gamli maðurinn er hins vegar við slæma heilsu og hefur ekki sést opinberlega í fleiri mánuði.

Heilsan er raunar svo slæm, að í fyrradag gekkst hann undir hjartauppskurð, sem sagður er hafa gengið þokkalega. Ekki er búist við að hann láti sjá sig opinberlega þrátt fyrir tímamótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×