Tómas fagnar rannsókn á plastbarkamálinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. maí 2016 19:56 Tómas Þór Guðbjartsson læknir og Andamarian Beyene sumarið 2012. Barkaígræðslan er meðal annars rannsökuð af sænsku lögreglunni. vísir/vilhelm Tómas Guðbjartsson, læknir og einn þeirra sem kom að plastbarkaígræðslu sem framkvæmd var á Andemariam Beyene, segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. Hann fagnar rannsókn málsins.Siðfræðistofnun hefur sagt plastbarkamálið vera eitt alvarlegasta siðferðisslys í heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum og vill stofnunin að komið verði á fót sérstakri rannsóknarnefnd til þess að rannsaka hlut Íslands í málinu. Tómas segir í yfirlýsingu að stofnunin hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér um sögu og ferli málsins sem hann segir vera flókna. Fyrsta plastbarkaígræðslan var framkvæmd á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Andemariam lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina en að henni komu tvær íslenskir læknar, Tómas og Óskar Einarsson. Tómas fagnar því að málið verði rannsakað en Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra telur eðlilegt og æskilegt að Alþingi tæki til skoðunar að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til þess að skoða þátt íslenskra sérfræðinga í málinu. Svíar hafa þegar hafið rannsókn og hafa rannsakendur frá Svíþjóð komið til Íslands til þess að afla sér upplýsinga. Segir Tómas að hann hafi veitt rannsakendum frá Svíþjóð aðgang að öllum gögnum sem óskað var eftir að höfðu samráði við yfirmenn Tómasar. „Það er rétt að halda því til haga að ákvörðunin um aðgerðina var tekin í Stokkhólmi og þar fór aðgerðin fram líkt og mestur hluti eftirfylgdar að henni lokinni. Ég tel ekki rétt að tjá mig frekar að svo stöddu þar sem rannsóknir lykilnefnda í Svíþjóð er enn ólokið, en mun hér eftir eins og hingað til veita rannsóknaraðilum sem hafa til þess umboð og eftir því leita aðgang að öllum nauðsynlegum gögnum tengdum aðdraganda hennar,“ segir Tómas.Landspítalinn hefur lokið eigin rannsókn á aðkomu íslensku læknanna, sem sætt hafa hörðum ásökunum í Svíþjóð vegna aðkomu þeirra að fyrstu gervibarkaígræðslu sem framkvæmd var í heiminum. Framkvæmdastjóri lækninga segir ásakanirnar ekki eiga við nein rök að styðjast. Ítalski barkaskurðlæknirinn Paolo Macchiarini Macchiarini þróaði barkaígræðslu sem felst í því að skipta út barka fólks með gervibarka úr plasti. Hann græddi plastbarka í átta sjúklinga en sex þeirra eru látnir í dag og fátt sem bendir til þess að aðgerðin hafi haft nokkur áhrif. Yfirlýsing Tómasar í heild sinni„Ígræðsla gervibarka með stofnfrumum hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum síðastliðna daga í kjölfar svara heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Elínar Hirst alþingismanns um hvort Alþingi eigi að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til að rannsaka þátt íslenskra stofnana í barkamálinu. Um er að ræða viðbrögð ráðuneytisins við fyrirspurn Elínar sem hún lagði fram á Alþingi í febrúar síðastliðnum. Í fréttum hefur einnig verið vísað til bréfs Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands til ráðherra frá 31. maí, en rétt er taka fram að starfsmenn Siðfræðinefndar hafa ekki leitað eftir upplýsingum frá undirrituðum um sögu og feril þessa flókna máls.Til að taka af öll tvímæli þá fagna ég því að þetta flókna mál sé rannsakað, líkt og aðrir samstarfsmenn mínir á Landspítala, en forsendur slíkra rannsókna hljóta þó að vera að rannsakendur hafa aðgang að nauðsynlegum gögnum bæði hérlendis og í Svíþjóð. Nýlega komu fulltrúar sænskrar rannsóknanefndar til landsins og kynntu sér gögn málsins. Undirritaður veitti þeim aðgang að öllum þeim gögnum sem óskað var eftir, að höfðu samráði við yfirmenn á Landspítala. Fleiri nefndir munu þó vera að rannsaka málið í Svíþjóð og hafa nokkrar þeirra þegar haft samband við mig og samstarfsmenn mína.Það er rangt sem haldið hefur verið fram af fulltrúum Siðræðistofnunar HÍ að helstu rannsakendur í Svíþjóð hafi ekki aðgang að öllum málsgögnum hér á landi, svo sem tölvupóstum. Síðastliðinn vetur var látið reyna á það sérstaklega fyrir íslenskum dómstólum hvort leyfilegt væri fyrir Landspítala að afhenda viðkvæm gögn eins og upplýsingar úr sjúkraskrá til sænskrar rannsóknarnefndar og reyndist það heimilt.Það er rétt að halda því til haga að ákvörðunin um aðgerðina var tekin í Stokkhólmi og þar fór aðgerðin fram líkt og mestur hluti eftirfylgdar að henni lokinni. Ég tel ekki rétt að tjá mig frekar að svo stöddu þar sem rannsóknir lykilnefnda í Svíþjóð er enn ólokið, en mun hér eftir eins og hingað til veita rannsóknaraðilum sem hafa til þess umboð og eftir því leita aðgang að öllum nauðsynlegum gögnum tengdum aðdraganda hennar.“ Alþingi Plastbarkamálið Tengdar fréttir Barkaígræðsla sögð siðferðislegt stórslys Í bréfi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands til heilbrigðisráðherra er talið mikilvægt að rannsaka þátt íslenskra stofnana í barkaígræðslumálinu svokallaða. Heilbrigðisráðherra vill að þingið skoði möguleika á rannsóknarnefn 31. maí 2016 07:00 Rektor Karolinska segir af sér vegna meints vísindalegs misferlis Macchiarini Tveir íslenskir læknar komu að fyrstu gervibarkaígræðslu ítalska læknisins og núverandi landlæknir var að auki forstjóri Karolinska sjúkrahússins þegar aðgerðirnar voru gerðar. 13. febrúar 2016 16:01 Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, læknir og einn þeirra sem kom að plastbarkaígræðslu sem framkvæmd var á Andemariam Beyene, segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. Hann fagnar rannsókn málsins.Siðfræðistofnun hefur sagt plastbarkamálið vera eitt alvarlegasta siðferðisslys í heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum og vill stofnunin að komið verði á fót sérstakri rannsóknarnefnd til þess að rannsaka hlut Íslands í málinu. Tómas segir í yfirlýsingu að stofnunin hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér um sögu og ferli málsins sem hann segir vera flókna. Fyrsta plastbarkaígræðslan var framkvæmd á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Andemariam lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina en að henni komu tvær íslenskir læknar, Tómas og Óskar Einarsson. Tómas fagnar því að málið verði rannsakað en Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra telur eðlilegt og æskilegt að Alþingi tæki til skoðunar að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til þess að skoða þátt íslenskra sérfræðinga í málinu. Svíar hafa þegar hafið rannsókn og hafa rannsakendur frá Svíþjóð komið til Íslands til þess að afla sér upplýsinga. Segir Tómas að hann hafi veitt rannsakendum frá Svíþjóð aðgang að öllum gögnum sem óskað var eftir að höfðu samráði við yfirmenn Tómasar. „Það er rétt að halda því til haga að ákvörðunin um aðgerðina var tekin í Stokkhólmi og þar fór aðgerðin fram líkt og mestur hluti eftirfylgdar að henni lokinni. Ég tel ekki rétt að tjá mig frekar að svo stöddu þar sem rannsóknir lykilnefnda í Svíþjóð er enn ólokið, en mun hér eftir eins og hingað til veita rannsóknaraðilum sem hafa til þess umboð og eftir því leita aðgang að öllum nauðsynlegum gögnum tengdum aðdraganda hennar,“ segir Tómas.Landspítalinn hefur lokið eigin rannsókn á aðkomu íslensku læknanna, sem sætt hafa hörðum ásökunum í Svíþjóð vegna aðkomu þeirra að fyrstu gervibarkaígræðslu sem framkvæmd var í heiminum. Framkvæmdastjóri lækninga segir ásakanirnar ekki eiga við nein rök að styðjast. Ítalski barkaskurðlæknirinn Paolo Macchiarini Macchiarini þróaði barkaígræðslu sem felst í því að skipta út barka fólks með gervibarka úr plasti. Hann græddi plastbarka í átta sjúklinga en sex þeirra eru látnir í dag og fátt sem bendir til þess að aðgerðin hafi haft nokkur áhrif. Yfirlýsing Tómasar í heild sinni„Ígræðsla gervibarka með stofnfrumum hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum síðastliðna daga í kjölfar svara heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Elínar Hirst alþingismanns um hvort Alþingi eigi að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til að rannsaka þátt íslenskra stofnana í barkamálinu. Um er að ræða viðbrögð ráðuneytisins við fyrirspurn Elínar sem hún lagði fram á Alþingi í febrúar síðastliðnum. Í fréttum hefur einnig verið vísað til bréfs Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands til ráðherra frá 31. maí, en rétt er taka fram að starfsmenn Siðfræðinefndar hafa ekki leitað eftir upplýsingum frá undirrituðum um sögu og feril þessa flókna máls.Til að taka af öll tvímæli þá fagna ég því að þetta flókna mál sé rannsakað, líkt og aðrir samstarfsmenn mínir á Landspítala, en forsendur slíkra rannsókna hljóta þó að vera að rannsakendur hafa aðgang að nauðsynlegum gögnum bæði hérlendis og í Svíþjóð. Nýlega komu fulltrúar sænskrar rannsóknanefndar til landsins og kynntu sér gögn málsins. Undirritaður veitti þeim aðgang að öllum þeim gögnum sem óskað var eftir, að höfðu samráði við yfirmenn á Landspítala. Fleiri nefndir munu þó vera að rannsaka málið í Svíþjóð og hafa nokkrar þeirra þegar haft samband við mig og samstarfsmenn mína.Það er rangt sem haldið hefur verið fram af fulltrúum Siðræðistofnunar HÍ að helstu rannsakendur í Svíþjóð hafi ekki aðgang að öllum málsgögnum hér á landi, svo sem tölvupóstum. Síðastliðinn vetur var látið reyna á það sérstaklega fyrir íslenskum dómstólum hvort leyfilegt væri fyrir Landspítala að afhenda viðkvæm gögn eins og upplýsingar úr sjúkraskrá til sænskrar rannsóknarnefndar og reyndist það heimilt.Það er rétt að halda því til haga að ákvörðunin um aðgerðina var tekin í Stokkhólmi og þar fór aðgerðin fram líkt og mestur hluti eftirfylgdar að henni lokinni. Ég tel ekki rétt að tjá mig frekar að svo stöddu þar sem rannsóknir lykilnefnda í Svíþjóð er enn ólokið, en mun hér eftir eins og hingað til veita rannsóknaraðilum sem hafa til þess umboð og eftir því leita aðgang að öllum nauðsynlegum gögnum tengdum aðdraganda hennar.“
Alþingi Plastbarkamálið Tengdar fréttir Barkaígræðsla sögð siðferðislegt stórslys Í bréfi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands til heilbrigðisráðherra er talið mikilvægt að rannsaka þátt íslenskra stofnana í barkaígræðslumálinu svokallaða. Heilbrigðisráðherra vill að þingið skoði möguleika á rannsóknarnefn 31. maí 2016 07:00 Rektor Karolinska segir af sér vegna meints vísindalegs misferlis Macchiarini Tveir íslenskir læknar komu að fyrstu gervibarkaígræðslu ítalska læknisins og núverandi landlæknir var að auki forstjóri Karolinska sjúkrahússins þegar aðgerðirnar voru gerðar. 13. febrúar 2016 16:01 Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Barkaígræðsla sögð siðferðislegt stórslys Í bréfi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands til heilbrigðisráðherra er talið mikilvægt að rannsaka þátt íslenskra stofnana í barkaígræðslumálinu svokallaða. Heilbrigðisráðherra vill að þingið skoði möguleika á rannsóknarnefn 31. maí 2016 07:00
Rektor Karolinska segir af sér vegna meints vísindalegs misferlis Macchiarini Tveir íslenskir læknar komu að fyrstu gervibarkaígræðslu ítalska læknisins og núverandi landlæknir var að auki forstjóri Karolinska sjúkrahússins þegar aðgerðirnar voru gerðar. 13. febrúar 2016 16:01
Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07