Rakalausar ásakanir gegn íslenskum læknum Una Sighvatsdóttir skrifar 1. september 2015 19:15 Landspítalinn hefur nú lokið eigin rannsókn á aðkomu tveggja lækna, sem sætt hafa hörðum ásökunum í Svíþjóð vegna aðkomu þeirra að fyrstu gervibarkaígræðslu sem framkvæmd var í heiminum. Framkvæmdastjóri lækninga segir ásakanirnar ekki eiga við nein rök að styðjast. Þeir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson áttu milligöngu um að Erítreumaðurinn Andemariam Beyene gengist undir barkaígræðslu á Karolinska sjúkrahúsinu í Svíþjóð árið 2011. Aðgerðin var sú fyrsta sinnar tegundar og vakti heimsathygli, en Andemariam lést rúmum tveimur árum síðar og hefur skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina verið rannsakaður í Svíþjóð vegna ásakana um vísindalegt misferli. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, segir að í ljósi þeirrar staðreyndar að sjúklingurinn lá á Landspítalanum bæði fyrir og eftir skurðaðgerðina hafi spítalinn séð sig knúinn til að ráðast í ítarlega rótargreiningu á málinu. Svona mál séu afar þungbær bæði sjúklingum og aðstandendum, en starfsfólki ekki síður. „Þetta mál var mjög sérstakt að því leyti að tveir af okkar færustu og farsælustu læknum urðu fyrir mjög alvarlegum ásökunum, meðal annars í fjölmiðlum í Svíþjóð. En niðurstaðan var í stuttu máli sú að læknum spítalans og starfsfólki spítalans tókst að bjarga lífi þessa sjúklings og síðan í framhaldi, með samvinnu við aðra, að lengja líf hans umfram það sem búast mátti við." Verklagsreglur vera bættar Þetta er í 17 sinn sem svo kölluð rótargreining er framkvæmd á Landspítalanum, að sögn Ólafs til að bæta öryggismenningu spítalans. Greiningin tók um tvo mánuði og var framkvæmd af tveimur starfsmönnum, lækni og hjúkrunarfræðingi, sem setið hafa námskeið hjá sérfræðingum frá bresku heilbrigðisþjónustunni. Markmiðið er að greina alvarleg vandamál sem koma upp í heilbrigðiskerfinu og finna rót vandans. Þótt engar athugasemdir séu gerðar við störf læknanna tveggja, og málið hafi því ekki frekari afleiðingar af hálfu Landspítalans, verður samt dreginn lærdómur af því að sögn Ólafs. „Lærdómurinn í þessu tilfelli er að við þurfum að bæta verklagsreglur þegar sjúklingar eru sendir til útlanda og það má líka alltaf bæta skráningu. En þessar miklu ásakanir sem sérstaklega læknarnir urðu fyrir, þær eiga ekki við rök að styðjast hvað varðar meðferðina á Landspítalanum." Plastbarkamálið Landspítalinn Tengdar fréttir Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48 Gervibarkaígræðsla ítalska læknisins telst ekki vísindalegt misferli "Þungu fargi af mér létt,“ segir Tómas Guðbjartsson en hann kom að aðgerðinni. 28. ágúst 2015 14:58 Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Landspítalinn hefur nú lokið eigin rannsókn á aðkomu tveggja lækna, sem sætt hafa hörðum ásökunum í Svíþjóð vegna aðkomu þeirra að fyrstu gervibarkaígræðslu sem framkvæmd var í heiminum. Framkvæmdastjóri lækninga segir ásakanirnar ekki eiga við nein rök að styðjast. Þeir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson áttu milligöngu um að Erítreumaðurinn Andemariam Beyene gengist undir barkaígræðslu á Karolinska sjúkrahúsinu í Svíþjóð árið 2011. Aðgerðin var sú fyrsta sinnar tegundar og vakti heimsathygli, en Andemariam lést rúmum tveimur árum síðar og hefur skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina verið rannsakaður í Svíþjóð vegna ásakana um vísindalegt misferli. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, segir að í ljósi þeirrar staðreyndar að sjúklingurinn lá á Landspítalanum bæði fyrir og eftir skurðaðgerðina hafi spítalinn séð sig knúinn til að ráðast í ítarlega rótargreiningu á málinu. Svona mál séu afar þungbær bæði sjúklingum og aðstandendum, en starfsfólki ekki síður. „Þetta mál var mjög sérstakt að því leyti að tveir af okkar færustu og farsælustu læknum urðu fyrir mjög alvarlegum ásökunum, meðal annars í fjölmiðlum í Svíþjóð. En niðurstaðan var í stuttu máli sú að læknum spítalans og starfsfólki spítalans tókst að bjarga lífi þessa sjúklings og síðan í framhaldi, með samvinnu við aðra, að lengja líf hans umfram það sem búast mátti við." Verklagsreglur vera bættar Þetta er í 17 sinn sem svo kölluð rótargreining er framkvæmd á Landspítalanum, að sögn Ólafs til að bæta öryggismenningu spítalans. Greiningin tók um tvo mánuði og var framkvæmd af tveimur starfsmönnum, lækni og hjúkrunarfræðingi, sem setið hafa námskeið hjá sérfræðingum frá bresku heilbrigðisþjónustunni. Markmiðið er að greina alvarleg vandamál sem koma upp í heilbrigðiskerfinu og finna rót vandans. Þótt engar athugasemdir séu gerðar við störf læknanna tveggja, og málið hafi því ekki frekari afleiðingar af hálfu Landspítalans, verður samt dreginn lærdómur af því að sögn Ólafs. „Lærdómurinn í þessu tilfelli er að við þurfum að bæta verklagsreglur þegar sjúklingar eru sendir til útlanda og það má líka alltaf bæta skráningu. En þessar miklu ásakanir sem sérstaklega læknarnir urðu fyrir, þær eiga ekki við rök að styðjast hvað varðar meðferðina á Landspítalanum."
Plastbarkamálið Landspítalinn Tengdar fréttir Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48 Gervibarkaígræðsla ítalska læknisins telst ekki vísindalegt misferli "Þungu fargi af mér létt,“ segir Tómas Guðbjartsson en hann kom að aðgerðinni. 28. ágúst 2015 14:58 Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48
Gervibarkaígræðsla ítalska læknisins telst ekki vísindalegt misferli "Þungu fargi af mér létt,“ segir Tómas Guðbjartsson en hann kom að aðgerðinni. 28. ágúst 2015 14:58
Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53