Ég trúi á framtíðina Halla Tómasdóttir skrifar 11. maí 2016 08:00 Mótmælin sem spruttu upp í kjölfar uppljóstrana í Panama-skjölunum snerust ekki eingöngu um lögfræðileg álitaefni og réttmætar skattgreiðslur, heldur voru Íslendingar að mótmæla siðferðilegri hegðun forystufólks og óska eftir umbreytingum í formi nýrra grunngilda í okkar samfélagi. Ég býð mig fram til embættis forseta Íslands til að gera gagn og láta gott af mér leiða. Ég set á oddinn það verkefni sem blasir við, sem er að horfa til framtíðar og byggja samfélag okkar á: heiðarleika, réttlæti, jafnrétti og virðingu. Það skiptir mig máli að búa í samfélagi þar sem þessi gildi eru í hávegum höfð. Ég veit að ég er ekki ein um það, því slembiúrtak þjóðarinnar valdi þessi gildi sem leiðarljós samfélagsins á Þjóðfundi árið 2009. Ég er stolt af því að hafa verið ein þeirra sem hrinti Þjóðfundinum í framkvæmd og mig langar að bretta upp ermar og halda þessu verkefni áfram. Þetta er langtímaverkefni sem krefst ekki aðeins víðtækrar umræðu í samfélaginu, heldur einnig leiðtoga á öllum sviðum sem sýna gott fordæmi bæði í orði og á borði. Ísland er fyrirmynd annarra þjóða í ýmsum málum þó margt þurfi að bæta. Stærsta verkefnið er brostið traust, og það lögum við ekki með ósætti og ótta. Sameiginleg gildi og skýrar leikreglur leggja grunn að samfélagslegri sátt. Því er mikilvægt að ljúka endurskoðun stjórnarskrárinnar og skýra þar með leikreglur okkar samfélags. Sú staða sem nú er uppi í aðdraganda forsetakosninga sýnir svart á hvítu margt sem þarf að laga.Verði ekki háðar geðþótta forseta Stjórnarskrár þeirra lýðræðissamfélaga sem við Íslendingar berum okkur helst saman við kveða á um hversu lengi forseti getur setið í embætti. Fyrir slíkum ákvæðum eru góðar og gildar ástæður enda hefur ítrekað komið í ljós að það getur reynst valdhöfum erfitt að þekkja sinn vitjunartíma. Þá er mikilvægt að breyta kosningafyrirkomulagi á þann veg að komið sé í veg fyrir að tiltölulega lítill hluti kjósenda geti staðið að baki kjörs forseta. Einnig mætti endurskoða tímaramma kosninga sem og kröfur sem gerðar eru til frambjóðenda. Síðast en ekki síst tel ég nauðsynlegt að stjórnarskráin tryggi að veigamiklar ákvarðanir um lýðræðið verði ekki háðar geðþótta forseta. Þær aðstæður sem nú eru uppi í okkar samfélagi kalla á engan máta á ótta eða óöryggi. Lítum frekar á þær sem tækifæri til að ræða heiðarlega hvernig við getum innleitt þau grunngildi sem samstaða er um, hvernig við drögum lærdóm af reynslunni og skýrum leikreglur okkar í stjórnarskrá. Við Íslendingar stöndum á tímamótum og höfum nú tækifæri til að velja á milli fortíðar, meira af því sem verið hefur, eða framtíðar á grunni góðra gilda og skýrra leikreglna svo hér megi byggja upp traust á ný og sameina og sætta þjóðina. Ég býðst til að leiða það starf, því þannig samfélag vil ég. Lítil stúlka sem heimsótti kosningaskrifstofu mína fyrir skemmstu spurði mig um hlutverk forseta og lýsti svari mínu í framhaldi fyrir móður sinni með þessum orðum: Forseti hittir margt fólk og hvetur okkur til að haga okkur vel og vera góð við hvert annað. Þannig forseti vil ég vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Mótmælin sem spruttu upp í kjölfar uppljóstrana í Panama-skjölunum snerust ekki eingöngu um lögfræðileg álitaefni og réttmætar skattgreiðslur, heldur voru Íslendingar að mótmæla siðferðilegri hegðun forystufólks og óska eftir umbreytingum í formi nýrra grunngilda í okkar samfélagi. Ég býð mig fram til embættis forseta Íslands til að gera gagn og láta gott af mér leiða. Ég set á oddinn það verkefni sem blasir við, sem er að horfa til framtíðar og byggja samfélag okkar á: heiðarleika, réttlæti, jafnrétti og virðingu. Það skiptir mig máli að búa í samfélagi þar sem þessi gildi eru í hávegum höfð. Ég veit að ég er ekki ein um það, því slembiúrtak þjóðarinnar valdi þessi gildi sem leiðarljós samfélagsins á Þjóðfundi árið 2009. Ég er stolt af því að hafa verið ein þeirra sem hrinti Þjóðfundinum í framkvæmd og mig langar að bretta upp ermar og halda þessu verkefni áfram. Þetta er langtímaverkefni sem krefst ekki aðeins víðtækrar umræðu í samfélaginu, heldur einnig leiðtoga á öllum sviðum sem sýna gott fordæmi bæði í orði og á borði. Ísland er fyrirmynd annarra þjóða í ýmsum málum þó margt þurfi að bæta. Stærsta verkefnið er brostið traust, og það lögum við ekki með ósætti og ótta. Sameiginleg gildi og skýrar leikreglur leggja grunn að samfélagslegri sátt. Því er mikilvægt að ljúka endurskoðun stjórnarskrárinnar og skýra þar með leikreglur okkar samfélags. Sú staða sem nú er uppi í aðdraganda forsetakosninga sýnir svart á hvítu margt sem þarf að laga.Verði ekki háðar geðþótta forseta Stjórnarskrár þeirra lýðræðissamfélaga sem við Íslendingar berum okkur helst saman við kveða á um hversu lengi forseti getur setið í embætti. Fyrir slíkum ákvæðum eru góðar og gildar ástæður enda hefur ítrekað komið í ljós að það getur reynst valdhöfum erfitt að þekkja sinn vitjunartíma. Þá er mikilvægt að breyta kosningafyrirkomulagi á þann veg að komið sé í veg fyrir að tiltölulega lítill hluti kjósenda geti staðið að baki kjörs forseta. Einnig mætti endurskoða tímaramma kosninga sem og kröfur sem gerðar eru til frambjóðenda. Síðast en ekki síst tel ég nauðsynlegt að stjórnarskráin tryggi að veigamiklar ákvarðanir um lýðræðið verði ekki háðar geðþótta forseta. Þær aðstæður sem nú eru uppi í okkar samfélagi kalla á engan máta á ótta eða óöryggi. Lítum frekar á þær sem tækifæri til að ræða heiðarlega hvernig við getum innleitt þau grunngildi sem samstaða er um, hvernig við drögum lærdóm af reynslunni og skýrum leikreglur okkar í stjórnarskrá. Við Íslendingar stöndum á tímamótum og höfum nú tækifæri til að velja á milli fortíðar, meira af því sem verið hefur, eða framtíðar á grunni góðra gilda og skýrra leikreglna svo hér megi byggja upp traust á ný og sameina og sætta þjóðina. Ég býðst til að leiða það starf, því þannig samfélag vil ég. Lítil stúlka sem heimsótti kosningaskrifstofu mína fyrir skemmstu spurði mig um hlutverk forseta og lýsti svari mínu í framhaldi fyrir móður sinni með þessum orðum: Forseti hittir margt fólk og hvetur okkur til að haga okkur vel og vera góð við hvert annað. Þannig forseti vil ég vera.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun