Heimilislausir námsmenn af landsbyggðinni Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar 17. maí 2016 07:00 Stöðug umræða er um húsnæðisvandamál stúdenta og barnafjölskyldna, enda er staða þeirra grafalvarleg. En á sama tíma er annar hópur í stöðugri húsnæðisleit en er hvergi í forgangi. Þetta er ungt fólk sem flytur af landsbyggðinni til að stunda nám í einhverjum af þrettán framhaldsskólum höfuðborgarsvæðisins. Á höfuðborgarsvæðinu er mesta fjölbreytni landsins í náms- og vinnuframboði og því vel skiljanlegt að unglingar leiti þangað til að fara í framhaldsskóla. Að byrja í framhaldsskóla er mikil breyting. Breytingin er enn meiri fyrir þá sem neyðast til þess að flytja frá fjölskyldu sinni til að stunda það nám sem þeir vilja. Sem betur fer eru heimavistir og nemendagarðar um allt land þar sem nemendur geta búið sér til heimili út skólagönguna. Nema það er ekki í boði á höfuðborgarsvæðinu. Allar lausnir á húsnæðisvanda ungs fólks beinast að barnafólki og háskólafólki. Það þýðir að ef ungmenni vill stunda nám á höfuðborgarsvæðinu þá eru miklar líkur á því að húsnæðisvandamál hefjist á sextánda aldursári. Sumir eru þó heppnir. Ættingjar eða vinafólk gætu boðist til að hýsa nemann út skólagönguna. Svo er bara að krossa fingur um að sambúðin verði góð en það er ekki sjálfgefið. Þeir sem geta ekki leitað til ættingja verða að leigja á almennum markaði. Sú staða er algengust. Dæmi eru um einstaklinga sem leggja ekki í þessar aðstæður og þurfa því að hætta við að stunda nám á höfuðborgarsvæðinu. Því tel ég að heimavist á höfuðborgarsvæðinu sé skref í rétta átt til að betrumbæta stöðu aðfluttra framhaldsskólanema. Á Íslandi eru 12 heimavistir fyrir framhaldsskólanema en engin þeirra er á höfuðborgarsvæðinu. Nemandi á höfuðborgarsvæðinu á betri möguleika á því að stunda nám hvar sem er á landinu heldur en nemandi af landsbyggðinni að stunda nám á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur á Íslandi hafa rétt á því að stunda nám þar sem þeir vilja á grundvelli jafnréttislaga. Ég skora á stjórnvöld að leysa þennan vanda. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 17. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Sjá meira
Stöðug umræða er um húsnæðisvandamál stúdenta og barnafjölskyldna, enda er staða þeirra grafalvarleg. En á sama tíma er annar hópur í stöðugri húsnæðisleit en er hvergi í forgangi. Þetta er ungt fólk sem flytur af landsbyggðinni til að stunda nám í einhverjum af þrettán framhaldsskólum höfuðborgarsvæðisins. Á höfuðborgarsvæðinu er mesta fjölbreytni landsins í náms- og vinnuframboði og því vel skiljanlegt að unglingar leiti þangað til að fara í framhaldsskóla. Að byrja í framhaldsskóla er mikil breyting. Breytingin er enn meiri fyrir þá sem neyðast til þess að flytja frá fjölskyldu sinni til að stunda það nám sem þeir vilja. Sem betur fer eru heimavistir og nemendagarðar um allt land þar sem nemendur geta búið sér til heimili út skólagönguna. Nema það er ekki í boði á höfuðborgarsvæðinu. Allar lausnir á húsnæðisvanda ungs fólks beinast að barnafólki og háskólafólki. Það þýðir að ef ungmenni vill stunda nám á höfuðborgarsvæðinu þá eru miklar líkur á því að húsnæðisvandamál hefjist á sextánda aldursári. Sumir eru þó heppnir. Ættingjar eða vinafólk gætu boðist til að hýsa nemann út skólagönguna. Svo er bara að krossa fingur um að sambúðin verði góð en það er ekki sjálfgefið. Þeir sem geta ekki leitað til ættingja verða að leigja á almennum markaði. Sú staða er algengust. Dæmi eru um einstaklinga sem leggja ekki í þessar aðstæður og þurfa því að hætta við að stunda nám á höfuðborgarsvæðinu. Því tel ég að heimavist á höfuðborgarsvæðinu sé skref í rétta átt til að betrumbæta stöðu aðfluttra framhaldsskólanema. Á Íslandi eru 12 heimavistir fyrir framhaldsskólanema en engin þeirra er á höfuðborgarsvæðinu. Nemandi á höfuðborgarsvæðinu á betri möguleika á því að stunda nám hvar sem er á landinu heldur en nemandi af landsbyggðinni að stunda nám á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur á Íslandi hafa rétt á því að stunda nám þar sem þeir vilja á grundvelli jafnréttislaga. Ég skora á stjórnvöld að leysa þennan vanda. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 17. maí.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun