Heimilislausir námsmenn af landsbyggðinni Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar 17. maí 2016 07:00 Stöðug umræða er um húsnæðisvandamál stúdenta og barnafjölskyldna, enda er staða þeirra grafalvarleg. En á sama tíma er annar hópur í stöðugri húsnæðisleit en er hvergi í forgangi. Þetta er ungt fólk sem flytur af landsbyggðinni til að stunda nám í einhverjum af þrettán framhaldsskólum höfuðborgarsvæðisins. Á höfuðborgarsvæðinu er mesta fjölbreytni landsins í náms- og vinnuframboði og því vel skiljanlegt að unglingar leiti þangað til að fara í framhaldsskóla. Að byrja í framhaldsskóla er mikil breyting. Breytingin er enn meiri fyrir þá sem neyðast til þess að flytja frá fjölskyldu sinni til að stunda það nám sem þeir vilja. Sem betur fer eru heimavistir og nemendagarðar um allt land þar sem nemendur geta búið sér til heimili út skólagönguna. Nema það er ekki í boði á höfuðborgarsvæðinu. Allar lausnir á húsnæðisvanda ungs fólks beinast að barnafólki og háskólafólki. Það þýðir að ef ungmenni vill stunda nám á höfuðborgarsvæðinu þá eru miklar líkur á því að húsnæðisvandamál hefjist á sextánda aldursári. Sumir eru þó heppnir. Ættingjar eða vinafólk gætu boðist til að hýsa nemann út skólagönguna. Svo er bara að krossa fingur um að sambúðin verði góð en það er ekki sjálfgefið. Þeir sem geta ekki leitað til ættingja verða að leigja á almennum markaði. Sú staða er algengust. Dæmi eru um einstaklinga sem leggja ekki í þessar aðstæður og þurfa því að hætta við að stunda nám á höfuðborgarsvæðinu. Því tel ég að heimavist á höfuðborgarsvæðinu sé skref í rétta átt til að betrumbæta stöðu aðfluttra framhaldsskólanema. Á Íslandi eru 12 heimavistir fyrir framhaldsskólanema en engin þeirra er á höfuðborgarsvæðinu. Nemandi á höfuðborgarsvæðinu á betri möguleika á því að stunda nám hvar sem er á landinu heldur en nemandi af landsbyggðinni að stunda nám á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur á Íslandi hafa rétt á því að stunda nám þar sem þeir vilja á grundvelli jafnréttislaga. Ég skora á stjórnvöld að leysa þennan vanda. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 17. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Stöðug umræða er um húsnæðisvandamál stúdenta og barnafjölskyldna, enda er staða þeirra grafalvarleg. En á sama tíma er annar hópur í stöðugri húsnæðisleit en er hvergi í forgangi. Þetta er ungt fólk sem flytur af landsbyggðinni til að stunda nám í einhverjum af þrettán framhaldsskólum höfuðborgarsvæðisins. Á höfuðborgarsvæðinu er mesta fjölbreytni landsins í náms- og vinnuframboði og því vel skiljanlegt að unglingar leiti þangað til að fara í framhaldsskóla. Að byrja í framhaldsskóla er mikil breyting. Breytingin er enn meiri fyrir þá sem neyðast til þess að flytja frá fjölskyldu sinni til að stunda það nám sem þeir vilja. Sem betur fer eru heimavistir og nemendagarðar um allt land þar sem nemendur geta búið sér til heimili út skólagönguna. Nema það er ekki í boði á höfuðborgarsvæðinu. Allar lausnir á húsnæðisvanda ungs fólks beinast að barnafólki og háskólafólki. Það þýðir að ef ungmenni vill stunda nám á höfuðborgarsvæðinu þá eru miklar líkur á því að húsnæðisvandamál hefjist á sextánda aldursári. Sumir eru þó heppnir. Ættingjar eða vinafólk gætu boðist til að hýsa nemann út skólagönguna. Svo er bara að krossa fingur um að sambúðin verði góð en það er ekki sjálfgefið. Þeir sem geta ekki leitað til ættingja verða að leigja á almennum markaði. Sú staða er algengust. Dæmi eru um einstaklinga sem leggja ekki í þessar aðstæður og þurfa því að hætta við að stunda nám á höfuðborgarsvæðinu. Því tel ég að heimavist á höfuðborgarsvæðinu sé skref í rétta átt til að betrumbæta stöðu aðfluttra framhaldsskólanema. Á Íslandi eru 12 heimavistir fyrir framhaldsskólanema en engin þeirra er á höfuðborgarsvæðinu. Nemandi á höfuðborgarsvæðinu á betri möguleika á því að stunda nám hvar sem er á landinu heldur en nemandi af landsbyggðinni að stunda nám á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur á Íslandi hafa rétt á því að stunda nám þar sem þeir vilja á grundvelli jafnréttislaga. Ég skora á stjórnvöld að leysa þennan vanda. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 17. maí.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun