Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2016 19:00 Vegagerðin hefur nú til skoðunar að grafa stutt jarðgöng í gegnum efsta hluta Dynjandisheiðar til að taka af snjóþyngsta kaflann. Að öðru leyti yrði framtíðarveglína Vestfjarðavegar yfir heiðina að mestu óbreytt. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Heiðarnar á miðhluta Vestfjarða bjóða upp á eitthvert magnaðasta útsýni sem býðst hérlendis. Að vetrarlagi eru þær hins vegar ein versta samgönguhindrun vegfarenda. Horft af Dynjandisheiði niður í Arnarfjörð. Dynjandisvogur er næst.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Til að leysa af Hrafnseyrarheiði er nú áformað að hefja framkvæmdir við Dýrafjarðargöng á næsta ári. Þau göng duga þó ekki ein og sér; jafnframt er verið að leggja drög að nýjum vegi yfir Dynjandisheiði. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að nú sé nokkurnveginn búið að leggja fram lokatillögur um legu vegarins og verið að vinna að því að ganga frá því formlega í skýrslu. Síðan sé áformað að bjóða vegagerðina út í áföngum. „Það eru fjárveitingar, sú fyrsta á næsta ári og síðan aftur 2018, til þess að hefja það verk,“ segir vegamálastjóri. Vegurinn um Dynjandisheiði er 32 kílómetra langur, allur ómalbikaður og liggur hæst í 525 metra hæð. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, forstöðumanns hönnunarsviðs Vegagerðarinnar, er hugmyndin að nýr vegur fylgi í megindráttum svipaðri veglínu. Þó er nú til skoðunar að gera stutt jarðgöng efst á heiðinni norður af gatnamótum Bíldudalsvegar, vestan Lónfells. Göngin yrðu 1,3 til 2,3 kílómetrar að lengd og myndu liggja í um fjögurhundruð metra hæð en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann, að sögn Kristjáns. Göngin eru merkt með grænum lit. Hugmyndin er að syðri gangamunninn yrði skammt norðan gatnamóta Bíldudalsvegar.Grafík/Guðmundur Björnsson.Þegar spurt er hvenær nýr vegur um Dynjandisheiði klárast svarar vegamálastjóri að það ráðist af fjárveitingum Alþingis en verkefnið verði nú sett inn í langtímaáætlun. Hann segir að, miðað þær áætlanir sem Vegagerðin hafi stillt upp, ljúki verkinu árið 2022, um það bil tveimur árum á eftir Dýrafjarðargöngum. „Og vonandi bara að það gangi eftir. Þannig að þá verður búið að tengja norður- og suðurfirðina með heilsársvegi og komin góð þjónusta þannig að það verði þá ekki nema 150 kílómetrar á milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar í staðinn fyrir þá 600 sem eru í dag yfir vetrartímann,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Alþingi Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Útlendingar aldrei séð aðra eins vegi Vondir vegir koma í veg fyrir að unnt sé að byggja upp heilsársferðaþjónustu á Vestfjörðum, segja eigendur Hótels Flókalundar, sem aðeins hafa opið yfir sumartímann. 28. júní 2014 19:45 Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30 Dýrafjarðargöng komin í alþjóðlegt útboðsferli Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að göngin verði tilbúin árið 2020. 11. maí 2016 20:15 Fiskeldismenn kalla eftir vegabótum á Vestfjörðum Milljarðauppbygging fiskeldis á Vestfjörðum kallar á stórfelldar vegabætur strax, segir framkvæmdastjóri Arnarlax. Vegirnir á Vestfjörðum séu einfaldlega ónýtir. Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki er að flytja alla starfsemi sína frá Norður-Noregi til sunnaverðra Vestfjarða og hyggst byggja þar seiðaeldisstöð, laxasláturhús og fiskréttaverksmiðju í nafni Arnarlax. Náttúrulegar aðstæður í Arnarfirði þykja ákjósanlegar en annað gildir um innviði eins og vegi sem ráðamenn félagsins segja að verði að bæta. "Þetta er mjög einfalt mál. Vegirnir eru ónýtir. 16. mars 2013 21:23 Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Vegagerðin hefur nú til skoðunar að grafa stutt jarðgöng í gegnum efsta hluta Dynjandisheiðar til að taka af snjóþyngsta kaflann. Að öðru leyti yrði framtíðarveglína Vestfjarðavegar yfir heiðina að mestu óbreytt. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Heiðarnar á miðhluta Vestfjarða bjóða upp á eitthvert magnaðasta útsýni sem býðst hérlendis. Að vetrarlagi eru þær hins vegar ein versta samgönguhindrun vegfarenda. Horft af Dynjandisheiði niður í Arnarfjörð. Dynjandisvogur er næst.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Til að leysa af Hrafnseyrarheiði er nú áformað að hefja framkvæmdir við Dýrafjarðargöng á næsta ári. Þau göng duga þó ekki ein og sér; jafnframt er verið að leggja drög að nýjum vegi yfir Dynjandisheiði. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að nú sé nokkurnveginn búið að leggja fram lokatillögur um legu vegarins og verið að vinna að því að ganga frá því formlega í skýrslu. Síðan sé áformað að bjóða vegagerðina út í áföngum. „Það eru fjárveitingar, sú fyrsta á næsta ári og síðan aftur 2018, til þess að hefja það verk,“ segir vegamálastjóri. Vegurinn um Dynjandisheiði er 32 kílómetra langur, allur ómalbikaður og liggur hæst í 525 metra hæð. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, forstöðumanns hönnunarsviðs Vegagerðarinnar, er hugmyndin að nýr vegur fylgi í megindráttum svipaðri veglínu. Þó er nú til skoðunar að gera stutt jarðgöng efst á heiðinni norður af gatnamótum Bíldudalsvegar, vestan Lónfells. Göngin yrðu 1,3 til 2,3 kílómetrar að lengd og myndu liggja í um fjögurhundruð metra hæð en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann, að sögn Kristjáns. Göngin eru merkt með grænum lit. Hugmyndin er að syðri gangamunninn yrði skammt norðan gatnamóta Bíldudalsvegar.Grafík/Guðmundur Björnsson.Þegar spurt er hvenær nýr vegur um Dynjandisheiði klárast svarar vegamálastjóri að það ráðist af fjárveitingum Alþingis en verkefnið verði nú sett inn í langtímaáætlun. Hann segir að, miðað þær áætlanir sem Vegagerðin hafi stillt upp, ljúki verkinu árið 2022, um það bil tveimur árum á eftir Dýrafjarðargöngum. „Og vonandi bara að það gangi eftir. Þannig að þá verður búið að tengja norður- og suðurfirðina með heilsársvegi og komin góð þjónusta þannig að það verði þá ekki nema 150 kílómetrar á milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar í staðinn fyrir þá 600 sem eru í dag yfir vetrartímann,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Alþingi Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Útlendingar aldrei séð aðra eins vegi Vondir vegir koma í veg fyrir að unnt sé að byggja upp heilsársferðaþjónustu á Vestfjörðum, segja eigendur Hótels Flókalundar, sem aðeins hafa opið yfir sumartímann. 28. júní 2014 19:45 Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30 Dýrafjarðargöng komin í alþjóðlegt útboðsferli Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að göngin verði tilbúin árið 2020. 11. maí 2016 20:15 Fiskeldismenn kalla eftir vegabótum á Vestfjörðum Milljarðauppbygging fiskeldis á Vestfjörðum kallar á stórfelldar vegabætur strax, segir framkvæmdastjóri Arnarlax. Vegirnir á Vestfjörðum séu einfaldlega ónýtir. Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki er að flytja alla starfsemi sína frá Norður-Noregi til sunnaverðra Vestfjarða og hyggst byggja þar seiðaeldisstöð, laxasláturhús og fiskréttaverksmiðju í nafni Arnarlax. Náttúrulegar aðstæður í Arnarfirði þykja ákjósanlegar en annað gildir um innviði eins og vegi sem ráðamenn félagsins segja að verði að bæta. "Þetta er mjög einfalt mál. Vegirnir eru ónýtir. 16. mars 2013 21:23 Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00
Útlendingar aldrei séð aðra eins vegi Vondir vegir koma í veg fyrir að unnt sé að byggja upp heilsársferðaþjónustu á Vestfjörðum, segja eigendur Hótels Flókalundar, sem aðeins hafa opið yfir sumartímann. 28. júní 2014 19:45
Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30
Dýrafjarðargöng komin í alþjóðlegt útboðsferli Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að göngin verði tilbúin árið 2020. 11. maí 2016 20:15
Fiskeldismenn kalla eftir vegabótum á Vestfjörðum Milljarðauppbygging fiskeldis á Vestfjörðum kallar á stórfelldar vegabætur strax, segir framkvæmdastjóri Arnarlax. Vegirnir á Vestfjörðum séu einfaldlega ónýtir. Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki er að flytja alla starfsemi sína frá Norður-Noregi til sunnaverðra Vestfjarða og hyggst byggja þar seiðaeldisstöð, laxasláturhús og fiskréttaverksmiðju í nafni Arnarlax. Náttúrulegar aðstæður í Arnarfirði þykja ákjósanlegar en annað gildir um innviði eins og vegi sem ráðamenn félagsins segja að verði að bæta. "Þetta er mjög einfalt mál. Vegirnir eru ónýtir. 16. mars 2013 21:23