Offramboð eigna og minni eftirspurn er ávísun á verðlækkun skjóðan skrifar 4. maí 2016 11:02 Bæði föstudag og mánudag hrikti í íslensku Kauphöllinni. Tugir milljarða af markaðsvirði skráðra félaga þurrkuðust út og við lok viðskipta á mánudag hafði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um næstum sjö prósent frá því viðskipti hófust á föstudag og frá áramótum hafði hún lækkað um ríflega þrjú pró sent. Ólíklegt er að árshlutauppgjör Icelandair hafi eitt og sér valdið þessari miklu lækkun. Rekstrarhorfur félagsins virðast að mörgu leyti mjög hagstæðar. Ríkisstjórnin segist ætla að lyfta fjármagnshöftum áður en kosið verði til Alþingis í haust. Driffjöður hækkandi eignaverðs undanfarin misseri hefur verið innlend fjárfestingaþörf lífeyrissjóðanna, sem hafa verið læstir í höftum eins og aðrir. Fái þeir í auknum mæli að fjárfesta erlendis blasir við að eftirspurn eftir íslenskum eignum, hvort sem um ræðir verðbréf eða fasteignir, dregst saman. Það leiðir til verðlækkunar. Þá er það yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að selja hratt þær eignir, sem ríkið eignast við uppgjörið við slitabú bankanna. Fyrir voru miklar eignir í eigu ríkisins í gegnum Eignarhaldsfélag Seðlabanka Íslands. Nú bætast við gríðarlegar eignir og þar á meðal Íslandsbanki og í raun og veru Arion banki líka, þó að formlega sé hann enn í eigu kröfuhafa Kaupþings. Fyrir átti ríkið Landsbankann. Mikið hefur verið reynt að finna erlenda kaupendur að nýju bönkunum en algerlega án árangurs. Það er enginn erlendur áhugi á bönkunum. Það breytist ekki þó höftum verði aflétt. Það er gjaldmiðillinn, sem er Þrándur í Götu. Erlendir fjárfestar hafa ekkert traust á íslensku fjárfestingarumhverfi á meðan krónan er gjaldmiðillinn. Þeir vita sem er að einungis er tímaspursmál hvenær haftatökin um hana verða hert að nýju. Hverjir eiga þá að kaupa bankana og öll hin fyrirtækin sem ríkið hyggst nú setja á sölu? Lífeyrissjóðirnir taka kannski þátt í kaupum á einum banka en tæplega tveimur eða þremur. Þegar lífeyrissjóðunum sleppir er fjárfestingageta íslenskra fjárfesta afar takmörkuð. Nokkrir hópar fjárfesta hafa hagnast verulega á að kaupa eignir af bönkum eftir hrun í félagi við lífeyrissjóði en án lífeyrissjóðanna eru þeir engan veginn í stakk búnir til að kaupa banka nema á einhverjum sérstökum vildarvinakjörum, sem við skyldum þó aldrei útiloka að verði í boði fyrir góða borgunarmenn. Í hnotskurn virðist ríkisstjórnin vera að draga úr eftirspurn eftir innlendum eignum með því að lyfta fjármagnshöftum á sama tíma og hún stóreykur framboð á eignum með því að setja á sölu ríkiseignir fyrir hundruð milljarða. Enginn skyldi láta það koma sér á óvart þó að þetta samspil offramboðs og minnkandi eftirspurnar leiði til leiðréttingar á íslenskum eignamörkuðum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Alþingi Skjóðan Mest lesið „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fleiri fréttir Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Sjá meira
Bæði föstudag og mánudag hrikti í íslensku Kauphöllinni. Tugir milljarða af markaðsvirði skráðra félaga þurrkuðust út og við lok viðskipta á mánudag hafði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um næstum sjö prósent frá því viðskipti hófust á föstudag og frá áramótum hafði hún lækkað um ríflega þrjú pró sent. Ólíklegt er að árshlutauppgjör Icelandair hafi eitt og sér valdið þessari miklu lækkun. Rekstrarhorfur félagsins virðast að mörgu leyti mjög hagstæðar. Ríkisstjórnin segist ætla að lyfta fjármagnshöftum áður en kosið verði til Alþingis í haust. Driffjöður hækkandi eignaverðs undanfarin misseri hefur verið innlend fjárfestingaþörf lífeyrissjóðanna, sem hafa verið læstir í höftum eins og aðrir. Fái þeir í auknum mæli að fjárfesta erlendis blasir við að eftirspurn eftir íslenskum eignum, hvort sem um ræðir verðbréf eða fasteignir, dregst saman. Það leiðir til verðlækkunar. Þá er það yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að selja hratt þær eignir, sem ríkið eignast við uppgjörið við slitabú bankanna. Fyrir voru miklar eignir í eigu ríkisins í gegnum Eignarhaldsfélag Seðlabanka Íslands. Nú bætast við gríðarlegar eignir og þar á meðal Íslandsbanki og í raun og veru Arion banki líka, þó að formlega sé hann enn í eigu kröfuhafa Kaupþings. Fyrir átti ríkið Landsbankann. Mikið hefur verið reynt að finna erlenda kaupendur að nýju bönkunum en algerlega án árangurs. Það er enginn erlendur áhugi á bönkunum. Það breytist ekki þó höftum verði aflétt. Það er gjaldmiðillinn, sem er Þrándur í Götu. Erlendir fjárfestar hafa ekkert traust á íslensku fjárfestingarumhverfi á meðan krónan er gjaldmiðillinn. Þeir vita sem er að einungis er tímaspursmál hvenær haftatökin um hana verða hert að nýju. Hverjir eiga þá að kaupa bankana og öll hin fyrirtækin sem ríkið hyggst nú setja á sölu? Lífeyrissjóðirnir taka kannski þátt í kaupum á einum banka en tæplega tveimur eða þremur. Þegar lífeyrissjóðunum sleppir er fjárfestingageta íslenskra fjárfesta afar takmörkuð. Nokkrir hópar fjárfesta hafa hagnast verulega á að kaupa eignir af bönkum eftir hrun í félagi við lífeyrissjóði en án lífeyrissjóðanna eru þeir engan veginn í stakk búnir til að kaupa banka nema á einhverjum sérstökum vildarvinakjörum, sem við skyldum þó aldrei útiloka að verði í boði fyrir góða borgunarmenn. Í hnotskurn virðist ríkisstjórnin vera að draga úr eftirspurn eftir innlendum eignum með því að lyfta fjármagnshöftum á sama tíma og hún stóreykur framboð á eignum með því að setja á sölu ríkiseignir fyrir hundruð milljarða. Enginn skyldi láta það koma sér á óvart þó að þetta samspil offramboðs og minnkandi eftirspurnar leiði til leiðréttingar á íslenskum eignamörkuðum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Alþingi Skjóðan Mest lesið „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fleiri fréttir Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent