Sjálfstæðismenn og Píratar eru jafnir Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. maí 2016 07:00 Þróun fylgis á kjörtímabilinu Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Pírata er nánast jafnt, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Tæp 32 prósent svarenda myndu kjósa Pírata en 29,9 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Fjórtán prósent myndu kjósa Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn eru jafnstór og myndu rúm átta prósent kjósa hvorn flokk. Björt framtíð er með fjögurra prósent fylgi. Samkvæmt því myndi Björt framtíð ekki fá kjörinn þingmann í alþingiskosningum. Yrðu þetta niðurstöður kosninga fengju Píratar hins vegar 22 þingmenn kjörna og yrði stærsti stjórnmálaflokkurinn á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 21 þingmann kjörinn, Vinstri græn níu, Samfylkingin sex og Framsóknarflokkurinn fimm. Talsverð hreyfing virðist vera á fylginu frá fyrri könnunum Fréttablaðsins. VG bætir við sig fylgi á sama tíma og Píratar tapa nokkru fylgi. Samfylkingin bætir hins vegar ekki við sig. „Maður spyr sig hvernig standi á því. Af hverju þeir fá ekki aukið fylgi eins og VG?“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Hann segir það greinilegt að VG sé að sækja í sig veðrið.Dr. Grétar Þór Eyþórsson„Það er skýr vísbending um það. Og Sjálfstæðisflokkurinn líka. Það er mín tilgáta að VG sé að fá eitthvað af því fylgi sem er að rjátlast af Pírötum. Núna stendur fólk frammi fyrir þeim veruleika að kosningar eru miklu fyrr en það hélt. Það kann að vera hluti af skýringunni á því að óánægðir leiti eitthvað annað. Að þeir hafi verið í vist hjá Pírötum yfir mitt kjörtímabilið eða frá því í fyrra, ef svo má að orði komast.“ Grétar segir að ekki megi gleyma því að Píratar mælist enn með mjög mikið fylgi. „Það er ekkert eins og þeir séu að hrynja. Við verðum að halda því til haga. Þeir hafa verið ótrúlega háir í öllum mælingum í eitt ár. Og ég myndi nú vilja segja það að þeir séu enn ótrúlega háir.“ Nýlega hafa birst tvær kannanir á fylgi stjórnmálaflokkanna sem sýna að Sjálfstæðisflokkurinn sækir á Pírata og að VG stækkar. Grétar segir könnun Fréttablaðsins vera endanlega staðfestingu á hreyfingu á fylginu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Fleiri fréttir Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Sjá meira
Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Pírata er nánast jafnt, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Tæp 32 prósent svarenda myndu kjósa Pírata en 29,9 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Fjórtán prósent myndu kjósa Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn eru jafnstór og myndu rúm átta prósent kjósa hvorn flokk. Björt framtíð er með fjögurra prósent fylgi. Samkvæmt því myndi Björt framtíð ekki fá kjörinn þingmann í alþingiskosningum. Yrðu þetta niðurstöður kosninga fengju Píratar hins vegar 22 þingmenn kjörna og yrði stærsti stjórnmálaflokkurinn á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 21 þingmann kjörinn, Vinstri græn níu, Samfylkingin sex og Framsóknarflokkurinn fimm. Talsverð hreyfing virðist vera á fylginu frá fyrri könnunum Fréttablaðsins. VG bætir við sig fylgi á sama tíma og Píratar tapa nokkru fylgi. Samfylkingin bætir hins vegar ekki við sig. „Maður spyr sig hvernig standi á því. Af hverju þeir fá ekki aukið fylgi eins og VG?“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Hann segir það greinilegt að VG sé að sækja í sig veðrið.Dr. Grétar Þór Eyþórsson„Það er skýr vísbending um það. Og Sjálfstæðisflokkurinn líka. Það er mín tilgáta að VG sé að fá eitthvað af því fylgi sem er að rjátlast af Pírötum. Núna stendur fólk frammi fyrir þeim veruleika að kosningar eru miklu fyrr en það hélt. Það kann að vera hluti af skýringunni á því að óánægðir leiti eitthvað annað. Að þeir hafi verið í vist hjá Pírötum yfir mitt kjörtímabilið eða frá því í fyrra, ef svo má að orði komast.“ Grétar segir að ekki megi gleyma því að Píratar mælist enn með mjög mikið fylgi. „Það er ekkert eins og þeir séu að hrynja. Við verðum að halda því til haga. Þeir hafa verið ótrúlega háir í öllum mælingum í eitt ár. Og ég myndi nú vilja segja það að þeir séu enn ótrúlega háir.“ Nýlega hafa birst tvær kannanir á fylgi stjórnmálaflokkanna sem sýna að Sjálfstæðisflokkurinn sækir á Pírata og að VG stækkar. Grétar segir könnun Fréttablaðsins vera endanlega staðfestingu á hreyfingu á fylginu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Fleiri fréttir Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Sjá meira