Fjármögnun kennslu heilbrigðisstétta þarf að bæta til muna Páll Óli Ólason skrifar 13. maí 2016 09:00 Rúmlega 13.000 stúdentar stunda nám við Háskóla Íslands. Háskólanum er skipt niður í 5 svið og er eitt þeirra Heilbrigðisvísindasvið. Innan þess eru 6 deildir með alls 2.155 nemum. Það hefur sérstöðu hvað hin sviðin varðar þar sem stór hluti náms innan þess er kenndur inni á hinum mismunandi heilbrigðisstofnunum landsins. Sú heilbrigðisstofnun sem tekur við flestum nemum er Landspítalinn en einnig stunda nemar verknám á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sjúkrahúsinu á Akureyri, svo dæmi séu tekin. Orð fá því varla lýst hversu mikilvægt það er fyrir nema sviðsins að komast í verknám inni á þessum stöðum. Sú reynsla og þau námstækifæri sem nemar fá í vinnu á stöðunum gera það að verkum að þeir eru mun betur undirbúnir þegar kemur að því að vinna innan heilbrigðiskerfisins. Landspítalinn er háskólasjúkrahús. Í því felst að hann er skyldugur til að veita nemum sem stunda nám í heilbrigðisvísindagreinum aðstöðu og tækifæri til verklegrar kennslu. Þannig hefur Landspítalinn gert samning við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Fjölbrautaskólana við Ármúla og í Breiðholti um að annast þessa kennslu. Á hverju ári stunda því að jafnaði rúmlega 1.500 nemar sitt verknám á Landspítalanum. Flestir þeirra koma frá Háskóla Íslands og eru lækna- og hjúkrunarfræðinemar stærsti hópurinn en einnig koma þar við nemar úr öðrum greinum, s.s. ljósmóðurfræði, lyfjafræði, sjúkraþjálfun, tannlæknisfræði, sálfræði, félagsráðgjöf, næringar-, lífeinda- og geislafræði. Samkvæmt samningi, sem fyrst var undirritaður árið 2006 og framlengdur til 5 ára í desember 2012, milli forstjóra Landspítalans og rektors Háskóla Íslands er kennsla hluti af starfi allra klínískra starfsmanna háskólaspítala. Í fjárlögum til spítalans er því fé ekki eyrnamerkt kennslu heldur flokkast kennsla undir „almennan rekstur“ hans. Það er þekkt staðreynd að spítalinn er fjársveltur eins og Háskólinn. Einnig er það þekkt að þeir sem sinna kennslu fá ekki greitt sérstaklega fyrir hana þar sem hún er innifalin í þeirra starfslýsingu. Það veldur því að margir sinna kennslu launalaust. Þetta kemur niður á náminu því eins og gefur að skila er erfitt að sjá hag sinn í að sinna launalausri vinnu, sérstaklega ef tekið er tillit til núverandi ástands heilbrigðiskerfisins. Þetta staðfestir könnun sem Sviðsráð Heilbrigðisvísindasviðs lagði fyrir nema í verknámi á Landspítala síðastliðið haust. Í henni var aðeins fjórðungur sammála þeirri fullyrðingu að kennarar hefðu nægan tíma til að sinna verklegri kennslu. Flestir kennarar eru þó boðnir og búnir til að veita nemum ráðgjöf og kennslu. Fyrir það eiga þeir hrós skilið. Á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins starfa um 200 nemar af Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands við verknám á hverju ári. Eru þetta, líkt og á Landspítalanum, mestmegnis nemar í læknis- og hjúkrunarfræði. Eins og á Landspítalanum flokkast kennsla undir „almennan rekstur“ Heilsugæslunnar. Niðurstaðan er sú sama; kennsla er verulega undirfjármögnuð. Eitt af skilyrðum verklegrar kennslu á sviðinu er að ríkið geri ráð fyrir þeim fjármunum sem þarf til að halda uppi kennslu í fjárlögum til heilbrigðisstofnana. Réttast væri að eyrnamerkja í fjárlögum hversu mikið fjármagn á að fara til kennslu á heilbrigðisstofnunum. Slíkt myndi eyða óvissu um hlut hverrar stofnunar í fjármögnun á kennslu sem og gera það að verkum að þeir sem sinna kennslu fái greitt fyrir það. Eins er rétt að nefna það hér að þrátt fyrir að nám á Heilbrigðisvísindasviði sé í dýrari reikniflokki en nám á öðrum sviðum HÍ er námið gríðarlega undirfjármagnað borið saman við nágrannalönd okkar. Á þetta við um allar námsgreinar sviðsins. Eigi nemendur í heilbrigðisvísindum að koma vel þjálfaðir út úr námi á Íslandi hlýtur það að vera lágmarkskrafa að fjármagna kennslu þeirra við Háskóla Íslands.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Svikin loforð um fjármögnun háskólakerfisins Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé "lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ 10. maí 2016 09:00 Hvað græðum við eiginlega á hugvísindum? 11. maí 2016 09:00 Hvernig væri skóli án kennara? 12. maí 2016 09:00 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Rúmlega 13.000 stúdentar stunda nám við Háskóla Íslands. Háskólanum er skipt niður í 5 svið og er eitt þeirra Heilbrigðisvísindasvið. Innan þess eru 6 deildir með alls 2.155 nemum. Það hefur sérstöðu hvað hin sviðin varðar þar sem stór hluti náms innan þess er kenndur inni á hinum mismunandi heilbrigðisstofnunum landsins. Sú heilbrigðisstofnun sem tekur við flestum nemum er Landspítalinn en einnig stunda nemar verknám á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sjúkrahúsinu á Akureyri, svo dæmi séu tekin. Orð fá því varla lýst hversu mikilvægt það er fyrir nema sviðsins að komast í verknám inni á þessum stöðum. Sú reynsla og þau námstækifæri sem nemar fá í vinnu á stöðunum gera það að verkum að þeir eru mun betur undirbúnir þegar kemur að því að vinna innan heilbrigðiskerfisins. Landspítalinn er háskólasjúkrahús. Í því felst að hann er skyldugur til að veita nemum sem stunda nám í heilbrigðisvísindagreinum aðstöðu og tækifæri til verklegrar kennslu. Þannig hefur Landspítalinn gert samning við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Fjölbrautaskólana við Ármúla og í Breiðholti um að annast þessa kennslu. Á hverju ári stunda því að jafnaði rúmlega 1.500 nemar sitt verknám á Landspítalanum. Flestir þeirra koma frá Háskóla Íslands og eru lækna- og hjúkrunarfræðinemar stærsti hópurinn en einnig koma þar við nemar úr öðrum greinum, s.s. ljósmóðurfræði, lyfjafræði, sjúkraþjálfun, tannlæknisfræði, sálfræði, félagsráðgjöf, næringar-, lífeinda- og geislafræði. Samkvæmt samningi, sem fyrst var undirritaður árið 2006 og framlengdur til 5 ára í desember 2012, milli forstjóra Landspítalans og rektors Háskóla Íslands er kennsla hluti af starfi allra klínískra starfsmanna háskólaspítala. Í fjárlögum til spítalans er því fé ekki eyrnamerkt kennslu heldur flokkast kennsla undir „almennan rekstur“ hans. Það er þekkt staðreynd að spítalinn er fjársveltur eins og Háskólinn. Einnig er það þekkt að þeir sem sinna kennslu fá ekki greitt sérstaklega fyrir hana þar sem hún er innifalin í þeirra starfslýsingu. Það veldur því að margir sinna kennslu launalaust. Þetta kemur niður á náminu því eins og gefur að skila er erfitt að sjá hag sinn í að sinna launalausri vinnu, sérstaklega ef tekið er tillit til núverandi ástands heilbrigðiskerfisins. Þetta staðfestir könnun sem Sviðsráð Heilbrigðisvísindasviðs lagði fyrir nema í verknámi á Landspítala síðastliðið haust. Í henni var aðeins fjórðungur sammála þeirri fullyrðingu að kennarar hefðu nægan tíma til að sinna verklegri kennslu. Flestir kennarar eru þó boðnir og búnir til að veita nemum ráðgjöf og kennslu. Fyrir það eiga þeir hrós skilið. Á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins starfa um 200 nemar af Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands við verknám á hverju ári. Eru þetta, líkt og á Landspítalanum, mestmegnis nemar í læknis- og hjúkrunarfræði. Eins og á Landspítalanum flokkast kennsla undir „almennan rekstur“ Heilsugæslunnar. Niðurstaðan er sú sama; kennsla er verulega undirfjármögnuð. Eitt af skilyrðum verklegrar kennslu á sviðinu er að ríkið geri ráð fyrir þeim fjármunum sem þarf til að halda uppi kennslu í fjárlögum til heilbrigðisstofnana. Réttast væri að eyrnamerkja í fjárlögum hversu mikið fjármagn á að fara til kennslu á heilbrigðisstofnunum. Slíkt myndi eyða óvissu um hlut hverrar stofnunar í fjármögnun á kennslu sem og gera það að verkum að þeir sem sinna kennslu fái greitt fyrir það. Eins er rétt að nefna það hér að þrátt fyrir að nám á Heilbrigðisvísindasviði sé í dýrari reikniflokki en nám á öðrum sviðum HÍ er námið gríðarlega undirfjármagnað borið saman við nágrannalönd okkar. Á þetta við um allar námsgreinar sviðsins. Eigi nemendur í heilbrigðisvísindum að koma vel þjálfaðir út úr námi á Íslandi hlýtur það að vera lágmarkskrafa að fjármagna kennslu þeirra við Háskóla Íslands.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Svikin loforð um fjármögnun háskólakerfisins Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé "lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ 10. maí 2016 09:00
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar