Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 9. maí 2016 20:45 Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra með nýrri brú yfir Hornafjarðarfljót, sem áætlað er að kosti yfir fjóra milljarða króna. Brúarsmíðin hefst á næsta ári, samkvæmt samgönguáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi. Gamla brúin er orðin 55 ára gömul, byggð árið 1961, en hún var á þeim tíma sú næstlengsta á Íslandi, á eftir Lagarfljótsbrú, 255 metra löng. En hún er fyrir löngu orðin barn síns tíma, einbreið, sem veldur því að aðeins er hægt að aka yfir hana í aðra áttina í einu, og vegna þess hversu löng hún er myndast iðulega biðraðir við brúarendana meðan bílstjórar bíða eftir því að komast yfir.Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót var sú næstlengsta á landinu þar til brýrnar yfir Skeiðarársand voru opnaðar árið 1974.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þá er hún líka sérlega óslétt sem þýðir að menn verða að aka rólega, ætli menn ekki að hossast þeim mun meira. Í frétt Stöðvar 2 í kvöld má einmitt sjá hvernig bílarnir hossast þegar ekið er eftir bugðóttu brúargólfinu. Núverandi þjóðvegur um Hornafjörð liggur meðfram fjöllunum í talsverðum hlykk. Með nýju brúarstæði er hægt að taka hann af og ná þannig 11,8 kílómetra styttingu með því að leggja veginn sunnar. Og svona mun nýja brúin líta út, samkvæmt tölvuteikningu en hún verður 250 metra löng og 10 metra breið. Vegagerðin áætlar að heildarkostnaður við brú og vegagerð nemi 4.250 milljónum króna.Svona mun nýja brúin yfir Hornafjarðarfljót líta út. Útsýni verður til jöklanna á Mýrum.Tölvuteikning/Vegagerðin.Samgönguáætlun, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, miðar við að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Hvenær verkinu lýkur ræðst af fjárveitingum en líklegt að vegafarendur þurfi enn að bíða í þrjú til fjögur ár eftir að aka á nýrri brú yfir Hornafjarðarfljót. Ásamt Vaðlaheiðargöngum verður hún mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. Mestu viðbrigðin verða þó væntanlega fyrir íbúa sveitanna vestan Hornafjarðar, Mýra, Suðursveitar og Öræfasveitar, sem sækja þjónustu til Hafnar. Ferð í verslun eða skóla styttist þannig um 24 kílómetra, fram og til baka. Mikilvægi nýrrar brúar var meðal annars lýst á Stöð 2 í þættinum Um land allt, um ferðaþjónustuna á Smyrlabjörgum. Alþingi Hornafjörður Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Bændagisting með stærsta veitingasal Suðausturlands Lítil bændagisting, sem barnmörg hjón byrjuðu með á Smyrlabjörgum í Suðursveit árið 1990, hefur vaxið upp í að verða eitt veglegasta sveitahótel landsins og þar er nú stærsti veitingasalur Suðausturlands. 4. nóvember 2013 18:45 Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra með nýrri brú yfir Hornafjarðarfljót, sem áætlað er að kosti yfir fjóra milljarða króna. Brúarsmíðin hefst á næsta ári, samkvæmt samgönguáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi. Gamla brúin er orðin 55 ára gömul, byggð árið 1961, en hún var á þeim tíma sú næstlengsta á Íslandi, á eftir Lagarfljótsbrú, 255 metra löng. En hún er fyrir löngu orðin barn síns tíma, einbreið, sem veldur því að aðeins er hægt að aka yfir hana í aðra áttina í einu, og vegna þess hversu löng hún er myndast iðulega biðraðir við brúarendana meðan bílstjórar bíða eftir því að komast yfir.Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót var sú næstlengsta á landinu þar til brýrnar yfir Skeiðarársand voru opnaðar árið 1974.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þá er hún líka sérlega óslétt sem þýðir að menn verða að aka rólega, ætli menn ekki að hossast þeim mun meira. Í frétt Stöðvar 2 í kvöld má einmitt sjá hvernig bílarnir hossast þegar ekið er eftir bugðóttu brúargólfinu. Núverandi þjóðvegur um Hornafjörð liggur meðfram fjöllunum í talsverðum hlykk. Með nýju brúarstæði er hægt að taka hann af og ná þannig 11,8 kílómetra styttingu með því að leggja veginn sunnar. Og svona mun nýja brúin líta út, samkvæmt tölvuteikningu en hún verður 250 metra löng og 10 metra breið. Vegagerðin áætlar að heildarkostnaður við brú og vegagerð nemi 4.250 milljónum króna.Svona mun nýja brúin yfir Hornafjarðarfljót líta út. Útsýni verður til jöklanna á Mýrum.Tölvuteikning/Vegagerðin.Samgönguáætlun, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, miðar við að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Hvenær verkinu lýkur ræðst af fjárveitingum en líklegt að vegafarendur þurfi enn að bíða í þrjú til fjögur ár eftir að aka á nýrri brú yfir Hornafjarðarfljót. Ásamt Vaðlaheiðargöngum verður hún mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. Mestu viðbrigðin verða þó væntanlega fyrir íbúa sveitanna vestan Hornafjarðar, Mýra, Suðursveitar og Öræfasveitar, sem sækja þjónustu til Hafnar. Ferð í verslun eða skóla styttist þannig um 24 kílómetra, fram og til baka. Mikilvægi nýrrar brúar var meðal annars lýst á Stöð 2 í þættinum Um land allt, um ferðaþjónustuna á Smyrlabjörgum.
Alþingi Hornafjörður Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Bændagisting með stærsta veitingasal Suðausturlands Lítil bændagisting, sem barnmörg hjón byrjuðu með á Smyrlabjörgum í Suðursveit árið 1990, hefur vaxið upp í að verða eitt veglegasta sveitahótel landsins og þar er nú stærsti veitingasalur Suðausturlands. 4. nóvember 2013 18:45 Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00
Bændagisting með stærsta veitingasal Suðausturlands Lítil bændagisting, sem barnmörg hjón byrjuðu með á Smyrlabjörgum í Suðursveit árið 1990, hefur vaxið upp í að verða eitt veglegasta sveitahótel landsins og þar er nú stærsti veitingasalur Suðausturlands. 4. nóvember 2013 18:45
Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30