Sjálfstæður réttur barna til beggja foreldra Þóra Jónsdóttir skrifar 30. apríl 2016 07:00 Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er gengið út frá því að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt vera foreldrum efst í huga. Jafnframt er meginreglan sú að börn skuli ekki aðskilin frá foreldrum sínum gegn vilja þeirra nema nauðsyn beri til, svo sem ef barn sætir misnotkun eða er vanrækt. Í formála Barnasáttmálans er því lýst að hvert barn eigi að alast upp í fjölskylduumhverfi þar sem ríkir hamingja, ást og skilningur. Sem betur fer býr meirihluti barna á Íslandi við slíkt nærandi og hvetjandi umhverfi. Þegar foreldrar slíta samvistum, getur veröld barna og foreldra þeirra farið á hvolf og djúp sár geta myndast sem tekur tíma og vinnu að græða. Í flestum tilfellum ganga skilnaðir tiltölulega vel. Samkvæmt rannsóknum ná foreldrar í um 80% tilvika að semja um skilnaðarskilmála án sérstakrar aðstoðar. Í öðrum tilfellum ganga skilnaðir hins vegar ekki jafn vel. Þar ríkir jafnan mikil reiði á milli foreldra, særindi, ásakanir og spenna, og börnin líða þjáningar vegna þess. Þeim er jafnvel gert að taka afstöðu með öðru hvoru foreldrinu gegn hinu og þannig verða þau á milli sem eins konar vopn í valdabaráttu foreldra sinna. Barnaheill telja að gefa þurfi stöðu og líðan barna sem verða á milli í átökum foreldra eftir skilnað meiri gaum. Sérstaklega af börnum sem missa tengsl við annað foreldri sitt vegna þessara aðstæðna. Börn bera ekki ábyrgð á vellíðan foreldra sinna og þeim má ekki beita sem vopni í baráttu þeirra um völd. Foreldrum ber skylda til að greiða úr samskiptaerfiðleikum án þess að leggja ábyrgð á börn sín í því verkefni. Börn eiga sjálfstæðan rétt á að umgangast og þekkja báða foreldra sína og báðum foreldrum ber að stuðla að því að umgengni gangi vel fyrir barnið, í undantekningartilfellum þarf þó stuðning eða eftirilit yfirvalda. Barnaheill – Save the Children á Íslandi skora á foreldra, stjórnvöld og samfélagið allt að gæta þess að börn séu ekki látin bera ábyrgð í deilum foreldra og að börn séu ekki útilokuð frá samvistum við annað foreldri sitt nema að öryggi þeirra sé í raun ógnað. Samtökin biðla til foreldra að hafa hagsmuni barna sinna í forgrunni við allar ákvarðanir sem þau varða. Öll börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi, vanrækslu og óæskilegum áhrifum, svo sem hatursorðræðu og ógnandi aðstæðum. Þau eiga rétt á að njóta sömu tækifæra til að lifa hamingjuríku lífi og okkur ber öllum skylda til að gæta sameiginlega að því að svo megi verða. Barnaheill vilja ítreka að börn eru viðkvæmur hópur sem eiga rétt á sérstakri vernd og þau eiga rétt á því að vera virt sem einstaklingar með sjálfstæð réttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er gengið út frá því að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt vera foreldrum efst í huga. Jafnframt er meginreglan sú að börn skuli ekki aðskilin frá foreldrum sínum gegn vilja þeirra nema nauðsyn beri til, svo sem ef barn sætir misnotkun eða er vanrækt. Í formála Barnasáttmálans er því lýst að hvert barn eigi að alast upp í fjölskylduumhverfi þar sem ríkir hamingja, ást og skilningur. Sem betur fer býr meirihluti barna á Íslandi við slíkt nærandi og hvetjandi umhverfi. Þegar foreldrar slíta samvistum, getur veröld barna og foreldra þeirra farið á hvolf og djúp sár geta myndast sem tekur tíma og vinnu að græða. Í flestum tilfellum ganga skilnaðir tiltölulega vel. Samkvæmt rannsóknum ná foreldrar í um 80% tilvika að semja um skilnaðarskilmála án sérstakrar aðstoðar. Í öðrum tilfellum ganga skilnaðir hins vegar ekki jafn vel. Þar ríkir jafnan mikil reiði á milli foreldra, særindi, ásakanir og spenna, og börnin líða þjáningar vegna þess. Þeim er jafnvel gert að taka afstöðu með öðru hvoru foreldrinu gegn hinu og þannig verða þau á milli sem eins konar vopn í valdabaráttu foreldra sinna. Barnaheill telja að gefa þurfi stöðu og líðan barna sem verða á milli í átökum foreldra eftir skilnað meiri gaum. Sérstaklega af börnum sem missa tengsl við annað foreldri sitt vegna þessara aðstæðna. Börn bera ekki ábyrgð á vellíðan foreldra sinna og þeim má ekki beita sem vopni í baráttu þeirra um völd. Foreldrum ber skylda til að greiða úr samskiptaerfiðleikum án þess að leggja ábyrgð á börn sín í því verkefni. Börn eiga sjálfstæðan rétt á að umgangast og þekkja báða foreldra sína og báðum foreldrum ber að stuðla að því að umgengni gangi vel fyrir barnið, í undantekningartilfellum þarf þó stuðning eða eftirilit yfirvalda. Barnaheill – Save the Children á Íslandi skora á foreldra, stjórnvöld og samfélagið allt að gæta þess að börn séu ekki látin bera ábyrgð í deilum foreldra og að börn séu ekki útilokuð frá samvistum við annað foreldri sitt nema að öryggi þeirra sé í raun ógnað. Samtökin biðla til foreldra að hafa hagsmuni barna sinna í forgrunni við allar ákvarðanir sem þau varða. Öll börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi, vanrækslu og óæskilegum áhrifum, svo sem hatursorðræðu og ógnandi aðstæðum. Þau eiga rétt á að njóta sömu tækifæra til að lifa hamingjuríku lífi og okkur ber öllum skylda til að gæta sameiginlega að því að svo megi verða. Barnaheill vilja ítreka að börn eru viðkvæmur hópur sem eiga rétt á sérstakri vernd og þau eiga rétt á því að vera virt sem einstaklingar með sjálfstæð réttindi.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar