Samtakamáttur lífeyrissjóðanna Bolli Héðinsson skrifar 20. apríl 2016 09:30 Þora lífeyrissjóðirnir að beita samtakamætti sínum? Sem meirihlutaeigendur í flestum stærri fyrirtækjum landsins gefst lífeyrissjóðum færi á að nýta þann mátt til framfara sem eignarhaldið færir þeim. Eins og til lífeyrissjóðanna er stofnað, sem sjóða til að tryggja launafólki lífeyri, þá hafa þeir skyldum að gegna þ. á m. að koma böndum á ofurlaun og kaupauka þeirra hálaunamanna sem þeir ráða til starfa í fyrirtækjum í eigu sjóðanna. Eins og málum háttar nú eru stjórnir fyrirtækjanna oftar en ekki leiksoppar heimaríkra stjórnenda sem ná sínu fram vegna samráðsleysis eigendanna, lífeyrissjóðanna. Launafólk býr við þær aðstæður að Samtök atvinnulífsins semja um kaup og kjör við launamenn. Þegar kemur að stjórnendum og möguleikum til að koma böndum á ofurlaun stjórnenda í fyrirtækjum sem eru í eigu lífeyrissjóða íslensks launafólks þá skortir aftur á móti allt samráð. Með „kjararáði“ væri verið að beita sömu aðferðum gagnvart stjórnendum og beitt er nú gagnvart venjulegu launafólki. „Kjararáð lífeyrissjóðanna“ gæti verið sjálfstæð nefnd sem lífeyrissjóðirnir stofnuðu til og starfaði með svipuðum hætti og hin opinbera kjaranefnd ríkisins starfar nú, sem ákvarðar kaup og kjör æðstu embættismanna ríkisins. Kjararáðið yrði einfaldlega tæki sem lífeyrissjóðunum byðist til að auðvelda samræmda launaákvörðun stjórnenda í fyrirtækjum í þeirra eigu. Eftir að bankar í eigu ríkisins voru hlutafélagavæddir um síðustu aldamót þá hófst strax sjálftaka stjórnenda þeirra. Þeir sem höfðu uppi mótbárur lyppuðust hins vegar fljótlega niður þegar stjórnendurnir sögðu „þetta tíðkast víða erlendis“! Þar með hófst sú veisla á kostnað þjóðarinnar, sem lauk svo eftirminnilega á haustdögum 2008. Fulltrúar vinnuveitenda í stjórnum sjóðanna hljóta að taka þessari hugmynd opnum örmum því þeir eru tilnefndir af samtökum sem bjóða launþegum einungis samræmdar launahækkanir. Þeir hljóta að taka því fagnandi að fá með kjararáðinu tæki upp í hendurnar til að láta sama ganga yfir stjórnendur og nú gildir um launþega. Sjálfsagt er að kjararáðið bjóði öðrum að færa sér í nyt þjónustu þess. Einboðið væri að Bankasýsla ríkisins notfærði sér þjónustu kjararáðsins sem leið til að brjótast út úr þeim vítahring launahækkana stjórnenda sem fyrirtæki lífeyrissjóðanna, Bankasýslunnar og fleiri eru föst í. Spurningin er munu eigendurnir (lífeyrissjóðirnir) þora að taka slaginn við ráðríka stjórnendur í þeim fyrirtækjum sem þeir eiga nú þegar og eiga eftir að eignast síðar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun „Words are wind“ Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Words are wind“ skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Sjá meira
Þora lífeyrissjóðirnir að beita samtakamætti sínum? Sem meirihlutaeigendur í flestum stærri fyrirtækjum landsins gefst lífeyrissjóðum færi á að nýta þann mátt til framfara sem eignarhaldið færir þeim. Eins og til lífeyrissjóðanna er stofnað, sem sjóða til að tryggja launafólki lífeyri, þá hafa þeir skyldum að gegna þ. á m. að koma böndum á ofurlaun og kaupauka þeirra hálaunamanna sem þeir ráða til starfa í fyrirtækjum í eigu sjóðanna. Eins og málum háttar nú eru stjórnir fyrirtækjanna oftar en ekki leiksoppar heimaríkra stjórnenda sem ná sínu fram vegna samráðsleysis eigendanna, lífeyrissjóðanna. Launafólk býr við þær aðstæður að Samtök atvinnulífsins semja um kaup og kjör við launamenn. Þegar kemur að stjórnendum og möguleikum til að koma böndum á ofurlaun stjórnenda í fyrirtækjum sem eru í eigu lífeyrissjóða íslensks launafólks þá skortir aftur á móti allt samráð. Með „kjararáði“ væri verið að beita sömu aðferðum gagnvart stjórnendum og beitt er nú gagnvart venjulegu launafólki. „Kjararáð lífeyrissjóðanna“ gæti verið sjálfstæð nefnd sem lífeyrissjóðirnir stofnuðu til og starfaði með svipuðum hætti og hin opinbera kjaranefnd ríkisins starfar nú, sem ákvarðar kaup og kjör æðstu embættismanna ríkisins. Kjararáðið yrði einfaldlega tæki sem lífeyrissjóðunum byðist til að auðvelda samræmda launaákvörðun stjórnenda í fyrirtækjum í þeirra eigu. Eftir að bankar í eigu ríkisins voru hlutafélagavæddir um síðustu aldamót þá hófst strax sjálftaka stjórnenda þeirra. Þeir sem höfðu uppi mótbárur lyppuðust hins vegar fljótlega niður þegar stjórnendurnir sögðu „þetta tíðkast víða erlendis“! Þar með hófst sú veisla á kostnað þjóðarinnar, sem lauk svo eftirminnilega á haustdögum 2008. Fulltrúar vinnuveitenda í stjórnum sjóðanna hljóta að taka þessari hugmynd opnum örmum því þeir eru tilnefndir af samtökum sem bjóða launþegum einungis samræmdar launahækkanir. Þeir hljóta að taka því fagnandi að fá með kjararáðinu tæki upp í hendurnar til að láta sama ganga yfir stjórnendur og nú gildir um launþega. Sjálfsagt er að kjararáðið bjóði öðrum að færa sér í nyt þjónustu þess. Einboðið væri að Bankasýsla ríkisins notfærði sér þjónustu kjararáðsins sem leið til að brjótast út úr þeim vítahring launahækkana stjórnenda sem fyrirtæki lífeyrissjóðanna, Bankasýslunnar og fleiri eru föst í. Spurningin er munu eigendurnir (lífeyrissjóðirnir) þora að taka slaginn við ráðríka stjórnendur í þeim fyrirtækjum sem þeir eiga nú þegar og eiga eftir að eignast síðar?
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun