Sótsvört neyslustýring Sigríður Á. Andersen skrifar 28. apríl 2016 07:00 Á síðasta kjörtímabili voru skattar á bensín og bensínbíla hækkaðir verulega umfram skatta á dísilolíu og dísilbíla. Þessi neyslustýring skýrir hvers vegna bensínlítrinn er 10-15 krónum dýrari á bensínstöðvunum en dísillítrinn og hví sumar tegundir bensínbíla eru vart fáanlegar í bílaumboðum lengur. En er þessi mismunun gegn bensínbílnum ekki réttlætanleg vegna mengunar? Nei. Bensínbíll kann vissulega að gefa frá sér nokkuð meira af gróðurhúsalofttegundum en sambærilegur dísilbíll. Aðeins má þó rekja um 4% af heildarútblæstri gróðurhúsalofttegunda hér á landi til bíla. Það hefur því litla þýðingu að eltast við bíleigendur sé ætlunin að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi svo nokkru nemi. Frá dísilbílnum streymir hins vegar margfalt meira sót og svokölluð NOx en frá bensínbílum. Sót og NOx eru talin skaða öndunarfæri vegfarenda. Það er því í meira lagi hæpið að skattleggja eigi bensínbíla meira en dísilbíla vegna mengunar. Dísilbílar eru almennt dýrari í innkaupum til landsins en bensínbílar og varahlutir trúlega líka. Það kemur því ekki á óvart að þar sem skattlagning er hlutlaus og engin neyslustýring til staðar eru bensínbílar vinsælli en dísilbílar. Þetta var raunin hér á landi þar til hreina vinstri stjórnin skattlagði bensínbílana út af markaðnum. Dísilbílar hafa vissulega sína kosti en ekkert virðist réttlæta að bensínbílar séu skattlagðir umfram dísilbílana. Mér sýnist því niðurstaðan af þessari neyslustýringu vera sú að landsmenn hafi á undanförnum árum keypt dýrari og meira mengandi bíla en þeir hefðu ella gert. Hreina vinstri stjórnin ýtti undir óhreinni útblástur frá bílaumferð, og það jafnvel áður en tekið er tillit til nýlegra frétta af mengunarvarnarbúnaði dísilbíla. Það er mikil þróun í hönnun bíla þessi misserin. Ný tæki og nýjar útfærslur á gamalli tækni skjóta daglega upp kollinum. Ekki er gott að spá um hvað af þessari tækni nær fótfestu. Þess vegna er mikilvægt að stjórnvöld gæti hlutleysis við skattlagningu og lagasetningu um þessi mál. Það er ekki til velfarnaðar að við stjórnmálamenn reynum að stýra þessari tækniþróun.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Tengdar fréttir Óvissa um framtíð LÍN Flestir gera sér grein fyrir þeim verðmætum sem felast í menntun og mikilvægi þess að fólk hafi jafnan aðgang að námi. Menntun er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka í samfélaginu. 28. apríl 2016 07:00 Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili voru skattar á bensín og bensínbíla hækkaðir verulega umfram skatta á dísilolíu og dísilbíla. Þessi neyslustýring skýrir hvers vegna bensínlítrinn er 10-15 krónum dýrari á bensínstöðvunum en dísillítrinn og hví sumar tegundir bensínbíla eru vart fáanlegar í bílaumboðum lengur. En er þessi mismunun gegn bensínbílnum ekki réttlætanleg vegna mengunar? Nei. Bensínbíll kann vissulega að gefa frá sér nokkuð meira af gróðurhúsalofttegundum en sambærilegur dísilbíll. Aðeins má þó rekja um 4% af heildarútblæstri gróðurhúsalofttegunda hér á landi til bíla. Það hefur því litla þýðingu að eltast við bíleigendur sé ætlunin að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi svo nokkru nemi. Frá dísilbílnum streymir hins vegar margfalt meira sót og svokölluð NOx en frá bensínbílum. Sót og NOx eru talin skaða öndunarfæri vegfarenda. Það er því í meira lagi hæpið að skattleggja eigi bensínbíla meira en dísilbíla vegna mengunar. Dísilbílar eru almennt dýrari í innkaupum til landsins en bensínbílar og varahlutir trúlega líka. Það kemur því ekki á óvart að þar sem skattlagning er hlutlaus og engin neyslustýring til staðar eru bensínbílar vinsælli en dísilbílar. Þetta var raunin hér á landi þar til hreina vinstri stjórnin skattlagði bensínbílana út af markaðnum. Dísilbílar hafa vissulega sína kosti en ekkert virðist réttlæta að bensínbílar séu skattlagðir umfram dísilbílana. Mér sýnist því niðurstaðan af þessari neyslustýringu vera sú að landsmenn hafi á undanförnum árum keypt dýrari og meira mengandi bíla en þeir hefðu ella gert. Hreina vinstri stjórnin ýtti undir óhreinni útblástur frá bílaumferð, og það jafnvel áður en tekið er tillit til nýlegra frétta af mengunarvarnarbúnaði dísilbíla. Það er mikil þróun í hönnun bíla þessi misserin. Ný tæki og nýjar útfærslur á gamalli tækni skjóta daglega upp kollinum. Ekki er gott að spá um hvað af þessari tækni nær fótfestu. Þess vegna er mikilvægt að stjórnvöld gæti hlutleysis við skattlagningu og lagasetningu um þessi mál. Það er ekki til velfarnaðar að við stjórnmálamenn reynum að stýra þessari tækniþróun.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Óvissa um framtíð LÍN Flestir gera sér grein fyrir þeim verðmætum sem felast í menntun og mikilvægi þess að fólk hafi jafnan aðgang að námi. Menntun er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka í samfélaginu. 28. apríl 2016 07:00
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar