Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2016 13:26 Stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnarmeirihlutann á Alþingi harðlega í morgun fyrir að bregðast ekki við aflandsmálum ráðherra og annarra sem tengjast stjórnarflokkunum. Vísir/Ernir Stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnarmeirihlutann á Alþingi harðlega í morgun fyrir að bregðast ekki við aflandsmálum ráðherra og annarra sem tengjast stjórnarflokkunum og sökuðu stjórnina um að spila pólitískan leik fyrir kosningar. Fjármálaráðherra skoraði á stjórnarandstöðuna að bera upp vantraust á einstaka ráðherra í stað þess að eyða tíma Alþingis í umræður um dagskrá þingsins. Þingfundur átti að hefjast með óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra klukkan hálf ellefu í morgun en stjórnarandstöðuþingmenn tóku fyrst hálftíma í að ræða fundarstjórn forseta. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar reið á vaðið og sagði að aflandseyjahneykslið, eins og hann orðaði það, hafi orðið til þess að forsætisráðherra sagði af sér og ýmsir aðir lægra settir hefðu sagt upp störfum. „En áfram situr fjármálaráðherra hér og neitar að horfast í augu við þau áhrif sem aflandseyjahneykslið hefur haft fyrir stöðu einstakra ráðherra og ríkisstjórnina. Neitar að rjúfa þetta þing og boða til kosninga. Það er kominn tími til að hæstvirtur fjármálaráðherra horfist í augu við það að hann nýtur ekki trausts til að aflétta höftum eða selja þær ríkiseignir sem hér eru,“ sagði Helgi. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna mælti á svipuðum nótum. „Ráðherra skattamála, skattamálaráðherra Íslands situr enn, en er sjálfur í Panamaskjölunum. Forseti, þetta gengur ekki. Þetta er algerlega óásættanlegt,“ sagði Svandís. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði áhyggjuefni að stjórnarandstaðan treysti sér ekki til að ræða þau fjölmörgu mál sem lægju fyrir þinginu og væru í meðförum nefnda þess. „Það sem við skulum bara gera er að nýta þetta þing þá daga sem eru framundan til að ljúka þeim málum. Við höfum á fundum með forystu stjórnarandstöðunnar margítrekað hvernig við viljum vinna að framgangi þessara mála. Svo göngum við til fundar við kjósendur til kosninga með haustinu,“ sagði Bjarni. Róbert Marshall þingmaður Bjartrar framtíðar sagði stjórnarflokkana reyna að bæta ímynd sína. „Það sem nú er að gerast er að Sjálfstæðisflokkurinn er að kaupa sér tíma til að reyna að hífa upp fylgi Framsóknarflokksins. Vegna þess að enginn annar ætlar með þeim í stjórn. Það vill enginn annar fara með þeim í stjórn. Hverjum myndi detta það í hug þegar afrekaskráin er eins og hún er,“ spurði Róbert. Fjármálaráðherra minnti á að flutt hafi verið vantrausttillaga á ríkisstjórnina. „Það var rætt hér vantraust á ríkisstjórnina og það var fellt. Ríkisstjórnin ákvað að eigin frumkvæði að ljúka þessu þingi, ljúka stórum og mikilvægum málum og hefur boðað að það verði kosið í haust. Fyrir þessu er mjög ríkur meirihluti hér í þinginu og það er ekki nema lýðræðislegt að fylgja því. Ef einstaka þingmenn vilja koma hér með vantrausttillögu á ráðherra skulu þeir bara gera það. En það á ekki að vera að eyða góðum tíma þingsins í svona umræðu undir dagskrá þingsins, sagði Bjarni og bætti við: „Og talandi um traust. Mættu ekki sumir þeirra sem stigu hér upp líta kannski örlítið í eigin barm og spyrja sig; hvernig er traustið til viðkomandi stjórnmálaflokka,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnarmeirihlutann á Alþingi harðlega í morgun fyrir að bregðast ekki við aflandsmálum ráðherra og annarra sem tengjast stjórnarflokkunum og sökuðu stjórnina um að spila pólitískan leik fyrir kosningar. Fjármálaráðherra skoraði á stjórnarandstöðuna að bera upp vantraust á einstaka ráðherra í stað þess að eyða tíma Alþingis í umræður um dagskrá þingsins. Þingfundur átti að hefjast með óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra klukkan hálf ellefu í morgun en stjórnarandstöðuþingmenn tóku fyrst hálftíma í að ræða fundarstjórn forseta. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar reið á vaðið og sagði að aflandseyjahneykslið, eins og hann orðaði það, hafi orðið til þess að forsætisráðherra sagði af sér og ýmsir aðir lægra settir hefðu sagt upp störfum. „En áfram situr fjármálaráðherra hér og neitar að horfast í augu við þau áhrif sem aflandseyjahneykslið hefur haft fyrir stöðu einstakra ráðherra og ríkisstjórnina. Neitar að rjúfa þetta þing og boða til kosninga. Það er kominn tími til að hæstvirtur fjármálaráðherra horfist í augu við það að hann nýtur ekki trausts til að aflétta höftum eða selja þær ríkiseignir sem hér eru,“ sagði Helgi. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna mælti á svipuðum nótum. „Ráðherra skattamála, skattamálaráðherra Íslands situr enn, en er sjálfur í Panamaskjölunum. Forseti, þetta gengur ekki. Þetta er algerlega óásættanlegt,“ sagði Svandís. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði áhyggjuefni að stjórnarandstaðan treysti sér ekki til að ræða þau fjölmörgu mál sem lægju fyrir þinginu og væru í meðförum nefnda þess. „Það sem við skulum bara gera er að nýta þetta þing þá daga sem eru framundan til að ljúka þeim málum. Við höfum á fundum með forystu stjórnarandstöðunnar margítrekað hvernig við viljum vinna að framgangi þessara mála. Svo göngum við til fundar við kjósendur til kosninga með haustinu,“ sagði Bjarni. Róbert Marshall þingmaður Bjartrar framtíðar sagði stjórnarflokkana reyna að bæta ímynd sína. „Það sem nú er að gerast er að Sjálfstæðisflokkurinn er að kaupa sér tíma til að reyna að hífa upp fylgi Framsóknarflokksins. Vegna þess að enginn annar ætlar með þeim í stjórn. Það vill enginn annar fara með þeim í stjórn. Hverjum myndi detta það í hug þegar afrekaskráin er eins og hún er,“ spurði Róbert. Fjármálaráðherra minnti á að flutt hafi verið vantrausttillaga á ríkisstjórnina. „Það var rætt hér vantraust á ríkisstjórnina og það var fellt. Ríkisstjórnin ákvað að eigin frumkvæði að ljúka þessu þingi, ljúka stórum og mikilvægum málum og hefur boðað að það verði kosið í haust. Fyrir þessu er mjög ríkur meirihluti hér í þinginu og það er ekki nema lýðræðislegt að fylgja því. Ef einstaka þingmenn vilja koma hér með vantrausttillögu á ráðherra skulu þeir bara gera það. En það á ekki að vera að eyða góðum tíma þingsins í svona umræðu undir dagskrá þingsins, sagði Bjarni og bætti við: „Og talandi um traust. Mættu ekki sumir þeirra sem stigu hér upp líta kannski örlítið í eigin barm og spyrja sig; hvernig er traustið til viðkomandi stjórnmálaflokka,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira