Sigurður Ingi situr á fundi með stjórnarandstöðunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2016 09:48 Það var létt brúnin á forsætisráðherra þegar fundur hans með stjórnarandstöðunni var að hefjast í morgun. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, fundar nú með forystumönnum stjórnarandstöðunnar í Stjórnarráðinu. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að dagsetning verði sett sem allra fyrst á kosningar í haust og að málalisti nýrrar ríkisstjórnar komi fram. Má ætla að fundurinn sé hugsaður til að fara yfir þessi mál en stjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, hafa gefið það út að kosningar verði í haust. Dagsetning þeirra liggur ekki fyrir en þær verða þó í síðasta lagi þann 27. október. Líklegra þykir reyndar að þær verði í september eða fyrri hluta október. Þingfundur er klukkan 13:30 í dag og hefst hann á óundirbúnum fyrirspurnum. Sigurður Ingi mun sitja fyrir svörum auk iðnaðar-og viðskiptaráðherra, félags-og húsnæðismálaráðherra, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra og umhverfis-og auðlindaráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, verður hins vegar fjarri góðu gamni þar sem hann er í London á ráðstefnu Euromoney þar sem fjallað er um íslenskt efnahagslíf og Ísland sem fjárfestingakost. Þá verður fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, einnig fjarverandi á þingi en hann er farinn í ótímabundið leyfi frá þingstörfum. Hjálmar Bogi Hafliðason, fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi, tók því sæti Sigmundar á þingi í gær. Í bréfi sem Sigmundur Davíð sendi Framsóknarmönnum í gær sagði hann að hann hyggist, að loknu fríi með konu sinni og barni, ferðast um landið og ræða stöðuna í samfélaginu við samflokksfólk sitt. Uppfært klukkan 10:51: Fundinum lauk nú á ellefta tímanum. Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð farinn í frí Fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi hefur tekið sæti formannsins á þingi. 11. apríl 2016 16:14 Ráðstefna um efnhagslífið á Íslandi í skugga Panama-skjala: Bjarni Benediktsson á meðal ræðumanna Ráðstefna Euromoney um Ísland sem fjárfestingarkost fer fram í London á morgun. 11. apríl 2016 12:43 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, fundar nú með forystumönnum stjórnarandstöðunnar í Stjórnarráðinu. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að dagsetning verði sett sem allra fyrst á kosningar í haust og að málalisti nýrrar ríkisstjórnar komi fram. Má ætla að fundurinn sé hugsaður til að fara yfir þessi mál en stjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, hafa gefið það út að kosningar verði í haust. Dagsetning þeirra liggur ekki fyrir en þær verða þó í síðasta lagi þann 27. október. Líklegra þykir reyndar að þær verði í september eða fyrri hluta október. Þingfundur er klukkan 13:30 í dag og hefst hann á óundirbúnum fyrirspurnum. Sigurður Ingi mun sitja fyrir svörum auk iðnaðar-og viðskiptaráðherra, félags-og húsnæðismálaráðherra, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra og umhverfis-og auðlindaráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, verður hins vegar fjarri góðu gamni þar sem hann er í London á ráðstefnu Euromoney þar sem fjallað er um íslenskt efnahagslíf og Ísland sem fjárfestingakost. Þá verður fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, einnig fjarverandi á þingi en hann er farinn í ótímabundið leyfi frá þingstörfum. Hjálmar Bogi Hafliðason, fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi, tók því sæti Sigmundar á þingi í gær. Í bréfi sem Sigmundur Davíð sendi Framsóknarmönnum í gær sagði hann að hann hyggist, að loknu fríi með konu sinni og barni, ferðast um landið og ræða stöðuna í samfélaginu við samflokksfólk sitt. Uppfært klukkan 10:51: Fundinum lauk nú á ellefta tímanum.
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð farinn í frí Fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi hefur tekið sæti formannsins á þingi. 11. apríl 2016 16:14 Ráðstefna um efnhagslífið á Íslandi í skugga Panama-skjala: Bjarni Benediktsson á meðal ræðumanna Ráðstefna Euromoney um Ísland sem fjárfestingarkost fer fram í London á morgun. 11. apríl 2016 12:43 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Sigmundur Davíð farinn í frí Fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi hefur tekið sæti formannsins á þingi. 11. apríl 2016 16:14
Ráðstefna um efnhagslífið á Íslandi í skugga Panama-skjala: Bjarni Benediktsson á meðal ræðumanna Ráðstefna Euromoney um Ísland sem fjárfestingarkost fer fram í London á morgun. 11. apríl 2016 12:43