Þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland samþykkt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. apríl 2016 18:56 Herþota við Keflavíkurflugvöll. vísir/Vilhelm Alþingi samþykkti í dag þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. 42 þingmenn greiddu atkvæði með og sex sátu hjá. Er þetta í fyrsta sinn sem þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland er samþykkt. Þingmenn flestra flokka fögnuðu því að stefnan hafi verið samþykkt. „Þetta eru mjög merkileg tímamót. Alþingi hefur, í fyrsta skipti í lýðveldissögunni, samþykkt þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Sú þverpólitíska sátt sem náðst hefur hér á Alþingi um þennan mikilvæga málaflokk er sérstakt ánægjuefni,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir nýr utanríkisráðherra á Alþingi í dag. Þjóðaröryggisstefnan nær jafnt til virkrar utanríkisstefnu, varnarstefnu og almannaöryggis og gerir meðal annars ráð fyrir að sett verði á fót sérstakt þjóðaröryggisráð sem hafi yfirsýn með framkvæmd þjóðaröryggisstefnunnar og stuðli að virkri umræðu um öryggis- og varnarmál. Þjóðaröryggisstefnan hefur verið í mótun frá því að Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráðherra, lagði fram þingsályktunartillögu um stefnuna árið 2011 eftir að áhættumatsnefnd skilaði inn áhættumatsskýrslu til utanríkisráðherra árið 2009. Sagði Össur Skarphéðinsson í umræðum á Alþingi í dag að samþykkt stefnunnar væri söguleg. „Þetta er sögulegt augnablik hér á Alþingi. Þrír utanríkisráðherrar hafa komið að málinu. Einn lagði stefnuna fram, annar hjó á mikilvægan hnút sem að máli kom og það mun koma í hlut þessa þriðja að leggja fram frumvarp sem hrindir stefnunni til framkvæmda,“ sagði Össur. Alþingi Tengdar fréttir Þjóðaröryggisstefna mótuð Tillaga utanríkisráðherra um þingsályktun um mótun öryggisstefnu Íslands í þjóðaröryggismálum var rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Tillagan verður lögð fram á þingflokksfundum í næstu viku, en efnislega vill utanríkisráðuneytið ekki gefa upplýsingar um tillöguna fyrr en hún hefur verið kynnt þingflokkunum. 26. mars 2011 08:30 Nefnd um þjóðaröryggi vill íslenskt þjóðaröryggisráð Stjórnvöld ættu sterklega að íhuga að sameina yfirstjórn öryggismála í sérstöku þjóðaröryggisráði að mati nefndar um mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. 11. mars 2014 08:22 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. 42 þingmenn greiddu atkvæði með og sex sátu hjá. Er þetta í fyrsta sinn sem þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland er samþykkt. Þingmenn flestra flokka fögnuðu því að stefnan hafi verið samþykkt. „Þetta eru mjög merkileg tímamót. Alþingi hefur, í fyrsta skipti í lýðveldissögunni, samþykkt þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Sú þverpólitíska sátt sem náðst hefur hér á Alþingi um þennan mikilvæga málaflokk er sérstakt ánægjuefni,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir nýr utanríkisráðherra á Alþingi í dag. Þjóðaröryggisstefnan nær jafnt til virkrar utanríkisstefnu, varnarstefnu og almannaöryggis og gerir meðal annars ráð fyrir að sett verði á fót sérstakt þjóðaröryggisráð sem hafi yfirsýn með framkvæmd þjóðaröryggisstefnunnar og stuðli að virkri umræðu um öryggis- og varnarmál. Þjóðaröryggisstefnan hefur verið í mótun frá því að Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráðherra, lagði fram þingsályktunartillögu um stefnuna árið 2011 eftir að áhættumatsnefnd skilaði inn áhættumatsskýrslu til utanríkisráðherra árið 2009. Sagði Össur Skarphéðinsson í umræðum á Alþingi í dag að samþykkt stefnunnar væri söguleg. „Þetta er sögulegt augnablik hér á Alþingi. Þrír utanríkisráðherrar hafa komið að málinu. Einn lagði stefnuna fram, annar hjó á mikilvægan hnút sem að máli kom og það mun koma í hlut þessa þriðja að leggja fram frumvarp sem hrindir stefnunni til framkvæmda,“ sagði Össur.
Alþingi Tengdar fréttir Þjóðaröryggisstefna mótuð Tillaga utanríkisráðherra um þingsályktun um mótun öryggisstefnu Íslands í þjóðaröryggismálum var rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Tillagan verður lögð fram á þingflokksfundum í næstu viku, en efnislega vill utanríkisráðuneytið ekki gefa upplýsingar um tillöguna fyrr en hún hefur verið kynnt þingflokkunum. 26. mars 2011 08:30 Nefnd um þjóðaröryggi vill íslenskt þjóðaröryggisráð Stjórnvöld ættu sterklega að íhuga að sameina yfirstjórn öryggismála í sérstöku þjóðaröryggisráði að mati nefndar um mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. 11. mars 2014 08:22 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira
Þjóðaröryggisstefna mótuð Tillaga utanríkisráðherra um þingsályktun um mótun öryggisstefnu Íslands í þjóðaröryggismálum var rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Tillagan verður lögð fram á þingflokksfundum í næstu viku, en efnislega vill utanríkisráðuneytið ekki gefa upplýsingar um tillöguna fyrr en hún hefur verið kynnt þingflokkunum. 26. mars 2011 08:30
Nefnd um þjóðaröryggi vill íslenskt þjóðaröryggisráð Stjórnvöld ættu sterklega að íhuga að sameina yfirstjórn öryggismála í sérstöku þjóðaröryggisráði að mati nefndar um mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. 11. mars 2014 08:22