Þorsteinn Már: Ég mæti bara og spila fótbolta 19. apríl 2016 09:30 Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ólafsvík 11. sætinu í Pepsi-deild karla eins og kom fram í morgun. Sóknarmaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson segir að það sé þó skýrt hjá hans mönnum að Víkingur muni ekki falla úr Pepsi-deildinni í ár. „Það kemur okkur ekki á óvart að þið spáið okkur falli enda nýliðar í deildinni. En við reynum bara að afsanna það,“ sagði Þorsteinn Már en viðtalið má sjá allt hér fyrir ofan. Hann segir að Víkingar séu sáttir við undirbúningstímabilið. „Við töpuðum ekki leik og fengum fá mörk á okkur. En við erum með tvö hópa - annan í Ólafsvík og hinn í Reykjavík og það mætti auðvitað vera betra. En við vorum að koma frá Spáni og erum að verða tilbúnir.“Eins og svart og hvítt Þorsteinn Már er kominn aftur „heim“ í Víking eftir nokkurra ára dvöl í KR þar sem hann fékk oft minna að spila en hann kaus sjálfur. Hann viðurkennir að það sé mikill munur á félögunum. „Þetta er eins og svart og hvítt. Það verður bara að viðurkennast. Við Ólsarar erum ekki með alveg nógu góða aðstöðu og æfum til dæmis inni á handboltavelli - á dúki.“ „Það er ekki hægt að bera þetta saman, hvað aðstöðuna varðar,“ segir Þorsteinn sem segir það gott að liðið náði að styrkja sig með mörgum íslenskum leikmönnum í vetur. „Það er frábært að fá Íslendinga. Það hefur gengið erfiðlega að fá þá vestur. En það er gott fyrir liðið að fá þá. Það eru allir vel gíraðir fyrir sumrinu og allir að verða klárir.“Óeðlilegt ef Ejub myndi ekki æsa sig Ejub Purisevic hefur afrekað að koma Víkingi upp í Pepsi-deildina tvívegis á skömmum tíma en Þorsteinn Már lýsir honum sem ströngum en sanngjörnum þjálfara. „Menn vita alveg hvað þeir eiga að gera. Það fá allir sitt hlutverk og það er ekkert flóknara en það. Hann skilar sínu með aga og festu.“ „Hann hefur gert ótrúlega hluti miðað við aðstöðu - að koma liðinu úr 3. deildinni og í Pepsi-deildina. Fólk áttar sig því kannski ekki alveg á því sem hann hefur náð að gera og samhenginu sem er þarna á milli.“ Ejub hefur ávallt verið líflegur á hliðarlínunni og Þorsteinn Már reiknar ekki með öðru í ár. „Hann heldur bara sínu striki. Það væri óeðlilegt ef hann væri ekki að æsa sig.“Hefði viljað spila meira í KR Þorsteinn Már upplifði stundum sérstaka tíma í KR og sérstaklega á síðasta tímabili þegar hann var þrálátlega orðaður við Ólafsvíkinga. Hann lætur þó ekki fjölmiðlaathygli á sig fá. „Ég æsi mig ekki yfir svona hlutum. Ég mæti bara og spila fótbolta fyrir það lið sem ég er í. Ég er mjög sáttur við minn tíma í KR en það eina sem ég hefði viljað var að spila meira.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00 Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Í beinni: KR - Valur | Erkifjendur mætast í Laugardal „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Sjá meira
Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ólafsvík 11. sætinu í Pepsi-deild karla eins og kom fram í morgun. Sóknarmaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson segir að það sé þó skýrt hjá hans mönnum að Víkingur muni ekki falla úr Pepsi-deildinni í ár. „Það kemur okkur ekki á óvart að þið spáið okkur falli enda nýliðar í deildinni. En við reynum bara að afsanna það,“ sagði Þorsteinn Már en viðtalið má sjá allt hér fyrir ofan. Hann segir að Víkingar séu sáttir við undirbúningstímabilið. „Við töpuðum ekki leik og fengum fá mörk á okkur. En við erum með tvö hópa - annan í Ólafsvík og hinn í Reykjavík og það mætti auðvitað vera betra. En við vorum að koma frá Spáni og erum að verða tilbúnir.“Eins og svart og hvítt Þorsteinn Már er kominn aftur „heim“ í Víking eftir nokkurra ára dvöl í KR þar sem hann fékk oft minna að spila en hann kaus sjálfur. Hann viðurkennir að það sé mikill munur á félögunum. „Þetta er eins og svart og hvítt. Það verður bara að viðurkennast. Við Ólsarar erum ekki með alveg nógu góða aðstöðu og æfum til dæmis inni á handboltavelli - á dúki.“ „Það er ekki hægt að bera þetta saman, hvað aðstöðuna varðar,“ segir Þorsteinn sem segir það gott að liðið náði að styrkja sig með mörgum íslenskum leikmönnum í vetur. „Það er frábært að fá Íslendinga. Það hefur gengið erfiðlega að fá þá vestur. En það er gott fyrir liðið að fá þá. Það eru allir vel gíraðir fyrir sumrinu og allir að verða klárir.“Óeðlilegt ef Ejub myndi ekki æsa sig Ejub Purisevic hefur afrekað að koma Víkingi upp í Pepsi-deildina tvívegis á skömmum tíma en Þorsteinn Már lýsir honum sem ströngum en sanngjörnum þjálfara. „Menn vita alveg hvað þeir eiga að gera. Það fá allir sitt hlutverk og það er ekkert flóknara en það. Hann skilar sínu með aga og festu.“ „Hann hefur gert ótrúlega hluti miðað við aðstöðu - að koma liðinu úr 3. deildinni og í Pepsi-deildina. Fólk áttar sig því kannski ekki alveg á því sem hann hefur náð að gera og samhenginu sem er þarna á milli.“ Ejub hefur ávallt verið líflegur á hliðarlínunni og Þorsteinn Már reiknar ekki með öðru í ár. „Hann heldur bara sínu striki. Það væri óeðlilegt ef hann væri ekki að æsa sig.“Hefði viljað spila meira í KR Þorsteinn Már upplifði stundum sérstaka tíma í KR og sérstaklega á síðasta tímabili þegar hann var þrálátlega orðaður við Ólafsvíkinga. Hann lætur þó ekki fjölmiðlaathygli á sig fá. „Ég æsi mig ekki yfir svona hlutum. Ég mæti bara og spila fótbolta fyrir það lið sem ég er í. Ég er mjög sáttur við minn tíma í KR en það eina sem ég hefði viljað var að spila meira.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00 Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Í beinni: KR - Valur | Erkifjendur mætast í Laugardal „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00