Þorsteinn Már: Ég mæti bara og spila fótbolta 19. apríl 2016 09:30 Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ólafsvík 11. sætinu í Pepsi-deild karla eins og kom fram í morgun. Sóknarmaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson segir að það sé þó skýrt hjá hans mönnum að Víkingur muni ekki falla úr Pepsi-deildinni í ár. „Það kemur okkur ekki á óvart að þið spáið okkur falli enda nýliðar í deildinni. En við reynum bara að afsanna það,“ sagði Þorsteinn Már en viðtalið má sjá allt hér fyrir ofan. Hann segir að Víkingar séu sáttir við undirbúningstímabilið. „Við töpuðum ekki leik og fengum fá mörk á okkur. En við erum með tvö hópa - annan í Ólafsvík og hinn í Reykjavík og það mætti auðvitað vera betra. En við vorum að koma frá Spáni og erum að verða tilbúnir.“Eins og svart og hvítt Þorsteinn Már er kominn aftur „heim“ í Víking eftir nokkurra ára dvöl í KR þar sem hann fékk oft minna að spila en hann kaus sjálfur. Hann viðurkennir að það sé mikill munur á félögunum. „Þetta er eins og svart og hvítt. Það verður bara að viðurkennast. Við Ólsarar erum ekki með alveg nógu góða aðstöðu og æfum til dæmis inni á handboltavelli - á dúki.“ „Það er ekki hægt að bera þetta saman, hvað aðstöðuna varðar,“ segir Þorsteinn sem segir það gott að liðið náði að styrkja sig með mörgum íslenskum leikmönnum í vetur. „Það er frábært að fá Íslendinga. Það hefur gengið erfiðlega að fá þá vestur. En það er gott fyrir liðið að fá þá. Það eru allir vel gíraðir fyrir sumrinu og allir að verða klárir.“Óeðlilegt ef Ejub myndi ekki æsa sig Ejub Purisevic hefur afrekað að koma Víkingi upp í Pepsi-deildina tvívegis á skömmum tíma en Þorsteinn Már lýsir honum sem ströngum en sanngjörnum þjálfara. „Menn vita alveg hvað þeir eiga að gera. Það fá allir sitt hlutverk og það er ekkert flóknara en það. Hann skilar sínu með aga og festu.“ „Hann hefur gert ótrúlega hluti miðað við aðstöðu - að koma liðinu úr 3. deildinni og í Pepsi-deildina. Fólk áttar sig því kannski ekki alveg á því sem hann hefur náð að gera og samhenginu sem er þarna á milli.“ Ejub hefur ávallt verið líflegur á hliðarlínunni og Þorsteinn Már reiknar ekki með öðru í ár. „Hann heldur bara sínu striki. Það væri óeðlilegt ef hann væri ekki að æsa sig.“Hefði viljað spila meira í KR Þorsteinn Már upplifði stundum sérstaka tíma í KR og sérstaklega á síðasta tímabili þegar hann var þrálátlega orðaður við Ólafsvíkinga. Hann lætur þó ekki fjölmiðlaathygli á sig fá. „Ég æsi mig ekki yfir svona hlutum. Ég mæti bara og spila fótbolta fyrir það lið sem ég er í. Ég er mjög sáttur við minn tíma í KR en það eina sem ég hefði viljað var að spila meira.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ólafsvík 11. sætinu í Pepsi-deild karla eins og kom fram í morgun. Sóknarmaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson segir að það sé þó skýrt hjá hans mönnum að Víkingur muni ekki falla úr Pepsi-deildinni í ár. „Það kemur okkur ekki á óvart að þið spáið okkur falli enda nýliðar í deildinni. En við reynum bara að afsanna það,“ sagði Þorsteinn Már en viðtalið má sjá allt hér fyrir ofan. Hann segir að Víkingar séu sáttir við undirbúningstímabilið. „Við töpuðum ekki leik og fengum fá mörk á okkur. En við erum með tvö hópa - annan í Ólafsvík og hinn í Reykjavík og það mætti auðvitað vera betra. En við vorum að koma frá Spáni og erum að verða tilbúnir.“Eins og svart og hvítt Þorsteinn Már er kominn aftur „heim“ í Víking eftir nokkurra ára dvöl í KR þar sem hann fékk oft minna að spila en hann kaus sjálfur. Hann viðurkennir að það sé mikill munur á félögunum. „Þetta er eins og svart og hvítt. Það verður bara að viðurkennast. Við Ólsarar erum ekki með alveg nógu góða aðstöðu og æfum til dæmis inni á handboltavelli - á dúki.“ „Það er ekki hægt að bera þetta saman, hvað aðstöðuna varðar,“ segir Þorsteinn sem segir það gott að liðið náði að styrkja sig með mörgum íslenskum leikmönnum í vetur. „Það er frábært að fá Íslendinga. Það hefur gengið erfiðlega að fá þá vestur. En það er gott fyrir liðið að fá þá. Það eru allir vel gíraðir fyrir sumrinu og allir að verða klárir.“Óeðlilegt ef Ejub myndi ekki æsa sig Ejub Purisevic hefur afrekað að koma Víkingi upp í Pepsi-deildina tvívegis á skömmum tíma en Þorsteinn Már lýsir honum sem ströngum en sanngjörnum þjálfara. „Menn vita alveg hvað þeir eiga að gera. Það fá allir sitt hlutverk og það er ekkert flóknara en það. Hann skilar sínu með aga og festu.“ „Hann hefur gert ótrúlega hluti miðað við aðstöðu - að koma liðinu úr 3. deildinni og í Pepsi-deildina. Fólk áttar sig því kannski ekki alveg á því sem hann hefur náð að gera og samhenginu sem er þarna á milli.“ Ejub hefur ávallt verið líflegur á hliðarlínunni og Þorsteinn Már reiknar ekki með öðru í ár. „Hann heldur bara sínu striki. Það væri óeðlilegt ef hann væri ekki að æsa sig.“Hefði viljað spila meira í KR Þorsteinn Már upplifði stundum sérstaka tíma í KR og sérstaklega á síðasta tímabili þegar hann var þrálátlega orðaður við Ólafsvíkinga. Hann lætur þó ekki fjölmiðlaathygli á sig fá. „Ég æsi mig ekki yfir svona hlutum. Ég mæti bara og spila fótbolta fyrir það lið sem ég er í. Ég er mjög sáttur við minn tíma í KR en það eina sem ég hefði viljað var að spila meira.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00