Fyrstu bræðurnir sem mætast í lokaúrslitum síðan 1987 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2016 16:30 Helgi Már Magnússon og Finnur Atli Magnússon. Vísir/Stefán Augu margra verða á þeim Helga Má Magnússyni og Finni Atla Magnússyni í úrslitaeinvígi KR og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir unnu titilinn saman í fyrra en ætla að keppa um hann í ár. Fyrsti leikurinn hjá Helga Má og félögum í KR á móti Finn Atla og félögum í Haukum verður í DHL-höllinni í Frostaskjóli í kvöld og hefst hann klukkan 19.15. Körfuboltakvöldið hefst klukkan 18.40 og gerir einnig upp leikinn að honum loknum. Það er ekki á hverjum degi sem bræður spila um Íslandsmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla og þetta er í raun aðeins að gerast í annað skiptið í sögu úrslitakeppninnar frá 1984. 29 ár eru liðin síðan að þeir Teitur Örlygsson og Sturla Örlygsson mættust í lokaúrslitunum en árið 1987 unnu Teitur og félagar í Njarðvík 2-0 sigur á Sturla og félögum í Val. Teitur og Sturla höfðu orðið saman Íslandsmeistarar með Njarðvíkurliðinu árið 1984. Teitur skoraði 10,5 stig að meðaltali í leikjunum tveimur í lokaúrslitunum 1987 sem Njarðvík vann báða en félagið varð þá að tryggja sér fjórða Íslandsmeistaratitilinn í röð. Sturla skoraði 9,5 stig að meðaltali í leikjunum. Helgi Már Magnússon á möguleika á því að vinna Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð en hann hefur ákveðið að þetta verði hans síðasta tímabil. Helgi Már varð Íslandsmeistari með KR 2009, 2014 og 2015. Finnur Atli Magnússon ákvað að skipta yfir í Hauka fyrir þetta tímabil og hann hefur komið með reynslu og sigurhefð inn í Haukaliðið. Finnur Atli varð Íslandsmeistari með KR bæði 2011 og 2015. Að minnsta kosti einn af Magnússon bræðrunum hefur verið með í öllum sex Íslandsmeistaraliðum nema einu (2007) á þessari öld en eldri bróðir þeirra Helga og Finns, Guðmundur Magnússon, varð meistari með KR árin 2000 og 2009. Það er mun styttra síðan að systur mættust í lokaúrslitum en Gunnhildur Gunnarsdóttir spilaði með Haukum þegar liðið mætti systur hennar Berglindi Gunnarsdóttur og félögum hennar í Snæfelli í lokaúrslitunum fyrir tveimur árum. Berglind hafði betur en þær unnu síðan saman titilinn með Snæfellsliðinu í fyrra. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30 „Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00 53 stiga munur á liðunum í tveimur leikjum í vetur Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. 19. apríl 2016 14:30 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Augu margra verða á þeim Helga Má Magnússyni og Finni Atla Magnússyni í úrslitaeinvígi KR og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir unnu titilinn saman í fyrra en ætla að keppa um hann í ár. Fyrsti leikurinn hjá Helga Má og félögum í KR á móti Finn Atla og félögum í Haukum verður í DHL-höllinni í Frostaskjóli í kvöld og hefst hann klukkan 19.15. Körfuboltakvöldið hefst klukkan 18.40 og gerir einnig upp leikinn að honum loknum. Það er ekki á hverjum degi sem bræður spila um Íslandsmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla og þetta er í raun aðeins að gerast í annað skiptið í sögu úrslitakeppninnar frá 1984. 29 ár eru liðin síðan að þeir Teitur Örlygsson og Sturla Örlygsson mættust í lokaúrslitunum en árið 1987 unnu Teitur og félagar í Njarðvík 2-0 sigur á Sturla og félögum í Val. Teitur og Sturla höfðu orðið saman Íslandsmeistarar með Njarðvíkurliðinu árið 1984. Teitur skoraði 10,5 stig að meðaltali í leikjunum tveimur í lokaúrslitunum 1987 sem Njarðvík vann báða en félagið varð þá að tryggja sér fjórða Íslandsmeistaratitilinn í röð. Sturla skoraði 9,5 stig að meðaltali í leikjunum. Helgi Már Magnússon á möguleika á því að vinna Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð en hann hefur ákveðið að þetta verði hans síðasta tímabil. Helgi Már varð Íslandsmeistari með KR 2009, 2014 og 2015. Finnur Atli Magnússon ákvað að skipta yfir í Hauka fyrir þetta tímabil og hann hefur komið með reynslu og sigurhefð inn í Haukaliðið. Finnur Atli varð Íslandsmeistari með KR bæði 2011 og 2015. Að minnsta kosti einn af Magnússon bræðrunum hefur verið með í öllum sex Íslandsmeistaraliðum nema einu (2007) á þessari öld en eldri bróðir þeirra Helga og Finns, Guðmundur Magnússon, varð meistari með KR árin 2000 og 2009. Það er mun styttra síðan að systur mættust í lokaúrslitum en Gunnhildur Gunnarsdóttir spilaði með Haukum þegar liðið mætti systur hennar Berglindi Gunnarsdóttur og félögum hennar í Snæfelli í lokaúrslitunum fyrir tveimur árum. Berglind hafði betur en þær unnu síðan saman titilinn með Snæfellsliðinu í fyrra.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30 „Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00 53 stiga munur á liðunum í tveimur leikjum í vetur Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. 19. apríl 2016 14:30 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30
„Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00
53 stiga munur á liðunum í tveimur leikjum í vetur Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. 19. apríl 2016 14:30
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins