Fyrstu bræðurnir sem mætast í lokaúrslitum síðan 1987 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2016 16:30 Helgi Már Magnússon og Finnur Atli Magnússon. Vísir/Stefán Augu margra verða á þeim Helga Má Magnússyni og Finni Atla Magnússyni í úrslitaeinvígi KR og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir unnu titilinn saman í fyrra en ætla að keppa um hann í ár. Fyrsti leikurinn hjá Helga Má og félögum í KR á móti Finn Atla og félögum í Haukum verður í DHL-höllinni í Frostaskjóli í kvöld og hefst hann klukkan 19.15. Körfuboltakvöldið hefst klukkan 18.40 og gerir einnig upp leikinn að honum loknum. Það er ekki á hverjum degi sem bræður spila um Íslandsmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla og þetta er í raun aðeins að gerast í annað skiptið í sögu úrslitakeppninnar frá 1984. 29 ár eru liðin síðan að þeir Teitur Örlygsson og Sturla Örlygsson mættust í lokaúrslitunum en árið 1987 unnu Teitur og félagar í Njarðvík 2-0 sigur á Sturla og félögum í Val. Teitur og Sturla höfðu orðið saman Íslandsmeistarar með Njarðvíkurliðinu árið 1984. Teitur skoraði 10,5 stig að meðaltali í leikjunum tveimur í lokaúrslitunum 1987 sem Njarðvík vann báða en félagið varð þá að tryggja sér fjórða Íslandsmeistaratitilinn í röð. Sturla skoraði 9,5 stig að meðaltali í leikjunum. Helgi Már Magnússon á möguleika á því að vinna Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð en hann hefur ákveðið að þetta verði hans síðasta tímabil. Helgi Már varð Íslandsmeistari með KR 2009, 2014 og 2015. Finnur Atli Magnússon ákvað að skipta yfir í Hauka fyrir þetta tímabil og hann hefur komið með reynslu og sigurhefð inn í Haukaliðið. Finnur Atli varð Íslandsmeistari með KR bæði 2011 og 2015. Að minnsta kosti einn af Magnússon bræðrunum hefur verið með í öllum sex Íslandsmeistaraliðum nema einu (2007) á þessari öld en eldri bróðir þeirra Helga og Finns, Guðmundur Magnússon, varð meistari með KR árin 2000 og 2009. Það er mun styttra síðan að systur mættust í lokaúrslitum en Gunnhildur Gunnarsdóttir spilaði með Haukum þegar liðið mætti systur hennar Berglindi Gunnarsdóttur og félögum hennar í Snæfelli í lokaúrslitunum fyrir tveimur árum. Berglind hafði betur en þær unnu síðan saman titilinn með Snæfellsliðinu í fyrra. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30 „Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00 53 stiga munur á liðunum í tveimur leikjum í vetur Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. 19. apríl 2016 14:30 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
Augu margra verða á þeim Helga Má Magnússyni og Finni Atla Magnússyni í úrslitaeinvígi KR og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir unnu titilinn saman í fyrra en ætla að keppa um hann í ár. Fyrsti leikurinn hjá Helga Má og félögum í KR á móti Finn Atla og félögum í Haukum verður í DHL-höllinni í Frostaskjóli í kvöld og hefst hann klukkan 19.15. Körfuboltakvöldið hefst klukkan 18.40 og gerir einnig upp leikinn að honum loknum. Það er ekki á hverjum degi sem bræður spila um Íslandsmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla og þetta er í raun aðeins að gerast í annað skiptið í sögu úrslitakeppninnar frá 1984. 29 ár eru liðin síðan að þeir Teitur Örlygsson og Sturla Örlygsson mættust í lokaúrslitunum en árið 1987 unnu Teitur og félagar í Njarðvík 2-0 sigur á Sturla og félögum í Val. Teitur og Sturla höfðu orðið saman Íslandsmeistarar með Njarðvíkurliðinu árið 1984. Teitur skoraði 10,5 stig að meðaltali í leikjunum tveimur í lokaúrslitunum 1987 sem Njarðvík vann báða en félagið varð þá að tryggja sér fjórða Íslandsmeistaratitilinn í röð. Sturla skoraði 9,5 stig að meðaltali í leikjunum. Helgi Már Magnússon á möguleika á því að vinna Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð en hann hefur ákveðið að þetta verði hans síðasta tímabil. Helgi Már varð Íslandsmeistari með KR 2009, 2014 og 2015. Finnur Atli Magnússon ákvað að skipta yfir í Hauka fyrir þetta tímabil og hann hefur komið með reynslu og sigurhefð inn í Haukaliðið. Finnur Atli varð Íslandsmeistari með KR bæði 2011 og 2015. Að minnsta kosti einn af Magnússon bræðrunum hefur verið með í öllum sex Íslandsmeistaraliðum nema einu (2007) á þessari öld en eldri bróðir þeirra Helga og Finns, Guðmundur Magnússon, varð meistari með KR árin 2000 og 2009. Það er mun styttra síðan að systur mættust í lokaúrslitum en Gunnhildur Gunnarsdóttir spilaði með Haukum þegar liðið mætti systur hennar Berglindi Gunnarsdóttur og félögum hennar í Snæfelli í lokaúrslitunum fyrir tveimur árum. Berglind hafði betur en þær unnu síðan saman titilinn með Snæfellsliðinu í fyrra.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30 „Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00 53 stiga munur á liðunum í tveimur leikjum í vetur Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. 19. apríl 2016 14:30 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30
„Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00
53 stiga munur á liðunum í tveimur leikjum í vetur Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. 19. apríl 2016 14:30