Kemur til greina að opna bókhaldið upp á gátt Tryggvi Páll Tryggvason og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 4. apríl 2016 19:29 „Það getur verið að slíkt sé tímabært þó það sé auðvitað stórt skref að biðja maka sinn um að gera slíkt. Í þessu tilviki held ég að það sé orðið að sjálfsagðri kröfu að hún geri grein fyrir þessu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson aðspurður um hvort hann og Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona hans, þyrftu ekki að opna bókhald sitt upp á gátt til að færa sönnur á að skattar hafi verið greiddir af félagi hennar á Tortóla. Sigmundur bætti því við að þá væri einnig rétt að aðrir myndu gera slíkt hið sama. Sigmundur Davíð var gestur Andra Ólafssonar og Fanneyjar Birnu Jónsdóttur í Íslandi í dag að loknum fréttum. Málið sem var til umræðu er hlutur Sigmundar og eiginkonu hans í Panama lekanum. „Ég hugsaði eiginlega ekkert um þetta félag enda var það bara eitthvað sem var að bak við þennan reikning konunnar minnar. Hinsvegar hugsaði maður með sér í kosningabaráttunni 2013 hvort að maður ætti að státa sig af því að vera að berjast fyrir því að færa niður húsnæðisskuldir og rétta við efnahagslífið og um leið að fórna eignum konunnar sinnar.“ Forsætisráðherrann var einnig spurður af þáttastjórnendum hvers vegna hann hefði til að mynda neitað að ræða við fjölmiðla og RÚV sérstaklega í því samhengi. Hann sagði að það væri rétt að hann hefði ekki verið sáttur við nálgun RÚV. Það hafi til að mynda ekki vakið kátínu hjá honum þegar hann hafi sagt satt og rétt frá málunum að þá hafi RÚV leitað til annarra í kjölfarið. Sigmundur sagði að eftir á sæi hann eftir því að hafa ekki sagt frá málinu fyrr. „Ég hélt alltof lengi í þau grundvallarprinsipp að blanda ekki málefnum eiginkonu minnar og fjölskyldu minnar í þennan slag. Það eru ein af mistökum mínum í þessu máli að ég hefði átt að gera það fyrr þó að með því hefði ég verið að brjóta blað því stjórnmálamenn gera það almennt ekki,“ sagði Sigmundur Davíð. Alþingi Tengdar fréttir „Megi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gjöra svo vel að drulla sér úr sínum ráðherrastól“ Birgitta Jónsdóttir ætlar aldrei aftur að kalla Sigmund Davíð hæstvirtan. 4. apríl 2016 18:21 Segja um 22 þúsund hafa mætt á Austurvöll Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. 4. apríl 2016 19:02 25 þúsund krefjast afsagnar Sigmundar Davíðs Tugþúsundir hafa skrifað undir undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að forsætisráðherra segi af sér. 4. apríl 2016 14:52 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Það getur verið að slíkt sé tímabært þó það sé auðvitað stórt skref að biðja maka sinn um að gera slíkt. Í þessu tilviki held ég að það sé orðið að sjálfsagðri kröfu að hún geri grein fyrir þessu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson aðspurður um hvort hann og Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona hans, þyrftu ekki að opna bókhald sitt upp á gátt til að færa sönnur á að skattar hafi verið greiddir af félagi hennar á Tortóla. Sigmundur bætti því við að þá væri einnig rétt að aðrir myndu gera slíkt hið sama. Sigmundur Davíð var gestur Andra Ólafssonar og Fanneyjar Birnu Jónsdóttur í Íslandi í dag að loknum fréttum. Málið sem var til umræðu er hlutur Sigmundar og eiginkonu hans í Panama lekanum. „Ég hugsaði eiginlega ekkert um þetta félag enda var það bara eitthvað sem var að bak við þennan reikning konunnar minnar. Hinsvegar hugsaði maður með sér í kosningabaráttunni 2013 hvort að maður ætti að státa sig af því að vera að berjast fyrir því að færa niður húsnæðisskuldir og rétta við efnahagslífið og um leið að fórna eignum konunnar sinnar.“ Forsætisráðherrann var einnig spurður af þáttastjórnendum hvers vegna hann hefði til að mynda neitað að ræða við fjölmiðla og RÚV sérstaklega í því samhengi. Hann sagði að það væri rétt að hann hefði ekki verið sáttur við nálgun RÚV. Það hafi til að mynda ekki vakið kátínu hjá honum þegar hann hafi sagt satt og rétt frá málunum að þá hafi RÚV leitað til annarra í kjölfarið. Sigmundur sagði að eftir á sæi hann eftir því að hafa ekki sagt frá málinu fyrr. „Ég hélt alltof lengi í þau grundvallarprinsipp að blanda ekki málefnum eiginkonu minnar og fjölskyldu minnar í þennan slag. Það eru ein af mistökum mínum í þessu máli að ég hefði átt að gera það fyrr þó að með því hefði ég verið að brjóta blað því stjórnmálamenn gera það almennt ekki,“ sagði Sigmundur Davíð.
Alþingi Tengdar fréttir „Megi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gjöra svo vel að drulla sér úr sínum ráðherrastól“ Birgitta Jónsdóttir ætlar aldrei aftur að kalla Sigmund Davíð hæstvirtan. 4. apríl 2016 18:21 Segja um 22 þúsund hafa mætt á Austurvöll Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. 4. apríl 2016 19:02 25 þúsund krefjast afsagnar Sigmundar Davíðs Tugþúsundir hafa skrifað undir undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að forsætisráðherra segi af sér. 4. apríl 2016 14:52 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Megi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gjöra svo vel að drulla sér úr sínum ráðherrastól“ Birgitta Jónsdóttir ætlar aldrei aftur að kalla Sigmund Davíð hæstvirtan. 4. apríl 2016 18:21
Segja um 22 þúsund hafa mætt á Austurvöll Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. 4. apríl 2016 19:02
25 þúsund krefjast afsagnar Sigmundar Davíðs Tugþúsundir hafa skrifað undir undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að forsætisráðherra segi af sér. 4. apríl 2016 14:52