Sanders og Cruz láta til sín taka í forvalinu um forsetaefnið Sæunn Gísladóttir skrifar 7. apríl 2016 07:00 Bernie Sanders Nordicphotos/AFP Repúblikaninn Ted Cruz fór með sigur af hólmi í forkosningum sem fram fóru í Wisconsin á þriðjudagsnótt. Á sama tíma sigraði demókratinn Bernie Sanders, en hann hefur sigrað í sex af sjö síðustu ríkjum sem kosið hefur verið í. Svo virðist sem Hillary Clinton hafi ekki náð að sannfæra demókrata um styrk framboðs síns til forseta Bandaríkjanna, og er nú líklegra en áður að Trump muni eiga í erfiðleikum með að tryggja sér nægilegan fjölda kjörmanna til að verða forsetaefni Repúblíkanaflokksins. Sigur Cruz er áfall fyrir Donald Trump sem hingað til hefur verið á sigurbraut. Trump þarf 1.237 kjörmenn til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins. Hann hefur nú þegar tryggt sér 743 kjörmenn. Þrír eru enn í framboði, hinir tveir, þeir Cruz og John Kasich, binda nú vonir við að enginn þeirra nái tilætluðum fjölda. Gerist það, verður útnefningin á komandi landsþingi í höndum leiðtoga flokksins en ekki kjósenda. Ósigur Trumps kemur eftir erfiða viku þar sem hann dró til baka orð sín um að refsa ætti konum sem hefðu farið í fóstureyðingu ef lögbann yrði sett á fóstureyðingar. Demókrataframbjóðendur þurfa 2.383 kjörmenn til að verða forsetaefni flokksins. Bernie Sanders og Hillary Clinton berjast hart um tilnefninguna. Þrátt fyrir sigur í Wisconsin, þar sem Sanders tryggði sér 47 kjörmenn en Clinton 36, nær Sanders lítið að saxa á forskotið sem Hillary hefur á hann. Hann hefur nú tryggt sér 1.027 kjörmenn, en hún 1.279. Jafnframt hefur Bernie tryggt sér 31 ofurkjörfulltrúa svokallaða, en Clinton 469.Næstu kosningar í forvali beggja flokka fara fram í New York þann 19. apríl næstkomandi og eftir það fara fram kosningar í fimm ríkjum á austurströnd Bandaríkjanna þann 26. apríl. Clinton er spáð góðu gengi í þeim kosningum, en hún var öldungadeildarþingmaður fyrir New York-fylki á árunum 2001 til 2009. Síðustu forkosningar verða haldnar þann 14. júní næstkomandi. Forkosningar hafa staðið frá því 1. febrúar síðastliðinn þegar þær hófust í Iowa. Flokkarnir tilnefna formlega frambjóðendur sína á flokksþingunum í júlí. Þá verður einnig ljóst hvert verður varaforsetaefni frambjóðandans. Hafi enginn frambjóðandi tryggt sér nægilega marga kjörmenn þegar kemur að flokksþinginu, verður frambjóðandi endanlega valinn á flokksþinginu. Slíkt hefur þó ekki gerst frá því á flokksþingi repúblikana árið 1976. Flokksþing repúblikana fer að þessu sinni fram í Cleveland í Ohio dagana 18. til 21. júlí, en flokksþing demókrata í Philadelphiu í Pennsylvaníu 25. til 28. júlí. Þá verður ljóst hverjir munu etja kappi um að verða arftaki Baracks Obama í stóli forseta þann 20. janúar 2017.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. apríl Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Repúblikaninn Ted Cruz fór með sigur af hólmi í forkosningum sem fram fóru í Wisconsin á þriðjudagsnótt. Á sama tíma sigraði demókratinn Bernie Sanders, en hann hefur sigrað í sex af sjö síðustu ríkjum sem kosið hefur verið í. Svo virðist sem Hillary Clinton hafi ekki náð að sannfæra demókrata um styrk framboðs síns til forseta Bandaríkjanna, og er nú líklegra en áður að Trump muni eiga í erfiðleikum með að tryggja sér nægilegan fjölda kjörmanna til að verða forsetaefni Repúblíkanaflokksins. Sigur Cruz er áfall fyrir Donald Trump sem hingað til hefur verið á sigurbraut. Trump þarf 1.237 kjörmenn til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins. Hann hefur nú þegar tryggt sér 743 kjörmenn. Þrír eru enn í framboði, hinir tveir, þeir Cruz og John Kasich, binda nú vonir við að enginn þeirra nái tilætluðum fjölda. Gerist það, verður útnefningin á komandi landsþingi í höndum leiðtoga flokksins en ekki kjósenda. Ósigur Trumps kemur eftir erfiða viku þar sem hann dró til baka orð sín um að refsa ætti konum sem hefðu farið í fóstureyðingu ef lögbann yrði sett á fóstureyðingar. Demókrataframbjóðendur þurfa 2.383 kjörmenn til að verða forsetaefni flokksins. Bernie Sanders og Hillary Clinton berjast hart um tilnefninguna. Þrátt fyrir sigur í Wisconsin, þar sem Sanders tryggði sér 47 kjörmenn en Clinton 36, nær Sanders lítið að saxa á forskotið sem Hillary hefur á hann. Hann hefur nú tryggt sér 1.027 kjörmenn, en hún 1.279. Jafnframt hefur Bernie tryggt sér 31 ofurkjörfulltrúa svokallaða, en Clinton 469.Næstu kosningar í forvali beggja flokka fara fram í New York þann 19. apríl næstkomandi og eftir það fara fram kosningar í fimm ríkjum á austurströnd Bandaríkjanna þann 26. apríl. Clinton er spáð góðu gengi í þeim kosningum, en hún var öldungadeildarþingmaður fyrir New York-fylki á árunum 2001 til 2009. Síðustu forkosningar verða haldnar þann 14. júní næstkomandi. Forkosningar hafa staðið frá því 1. febrúar síðastliðinn þegar þær hófust í Iowa. Flokkarnir tilnefna formlega frambjóðendur sína á flokksþingunum í júlí. Þá verður einnig ljóst hvert verður varaforsetaefni frambjóðandans. Hafi enginn frambjóðandi tryggt sér nægilega marga kjörmenn þegar kemur að flokksþinginu, verður frambjóðandi endanlega valinn á flokksþinginu. Slíkt hefur þó ekki gerst frá því á flokksþingi repúblikana árið 1976. Flokksþing repúblikana fer að þessu sinni fram í Cleveland í Ohio dagana 18. til 21. júlí, en flokksþing demókrata í Philadelphiu í Pennsylvaníu 25. til 28. júlí. Þá verður ljóst hverjir munu etja kappi um að verða arftaki Baracks Obama í stóli forseta þann 20. janúar 2017.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. apríl
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent